Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.09.2005, Side 13

Víkurfréttir - 29.09.2005, Side 13
VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 29. SEPTEMBER 2005 I 13 Boðið verður upp á Tólf spora starf í Keflavík-urkirkju í vetur. Við hvetjum ykkur til að koma og kynna ykkur þetta samfélag sem opnað hefur mörgum nýja sýn á lífið. Fyrsti fundur verður í Kirkju- lundi fimmtudaginn 29. Septem- ber kl. 19:00. Þar gefst tækifæri til að kynna sér hvernig Tólf sporin eru unnin í kirkjunni. Fundirnir verða vikulega kl. 19:00 til 21:00 og er farið yfir kynningarefnið á fyrstu fjórum fundunum en á fjórða fundi er hópunum lokað og fleirum ekki bætt við í það skiptið. Kirkjan býður þátttakendum upp á þetta starf þeim að kostn- aðarlausu utan þess að þeir þurfa að greiða fyrir vinnubók sem kostar kr. 2.900.-. Kirkjan okkar! það er gott að hugleiða hvað kirkjan okkar merkir. Við erum kirkjan og eigum saman kirkjuhúsið og safnaðarheimilið. Það er enginn til þess að annast um kirkjuna nema við sjálf. Við gæðum hana lífi og vináttu með því að koma þar saman og njóta samveru- stundanna. Látum kirkjuna vera okkar annað heimili. Upplýs ingar um Tólf spora námskeiðið veitir: María Hauks- dóttir í símum 864-5436 og 421-5181 og einnig starfsfólk Kirkjulundar í síma 420-4300. Tólf sporin - Andlegt ferðalag Lykil Ráðgjöf Teymi gerði í síðustu viku samning við Bláa Herinn og Leið- sögumenn Reykjaness. Samningarnir fela í sér eftirfar- andi: 1. Markaðssetning Ferðaþjón- ustu á Reykjanesi a. Uppbygging og ímyndar- sköpun í ferðaþjónustu á svæð- inu b. Tengingar við Blue Diamond verkefnið og umhverfismál 2. Þróunarvinna í ferðamálum c. Undirbúningur - Tengsla- vinna d. Samfélagsleg þróun - Um- hverfistengd ferðaþjónusta 3. Lykilráðgjöf Teymi ásamt samstarfsaðilum leggja til úlpur fyrir Bláa Herinn og Leiðsögu- menn Reykjaness. e. Liðsmenn Bláa Hersins og Leiðsögumenn Reykjaness klæð- ast merktum úlpum við starf sitt. f. Samhæfð kynning á framtíðar- sýn svæðisins Í samningnum segir að mark- mið og stefna Lykil Ráðgjafar með Blue Diamond verkefninu fari afar vel saman við tilgang Leiðsögumanna Reykjaness og Bláa Hersins; Stuðla ber að auk- inni kynningu á svæðinu. Efla skal jákvæða ímynd svæðisins sem ferðamannastaðar fyrir er- lenda jafnt sem innlenda ferða- menn. Með sam starfs samn ing um þessum munu aðilar vinna að því að kynna starfsemi hvors annars til þess að auka vægi ferðaþjónustu á Reykjanesi og færa þá framtíðarsýn sem unnið hefur verið að inní raunveruleik- ann. Ríkharður Ibsen, framkvæmda- stjóri, skrifaði undir samning- ana í Flösinni fyrir hönd Lykil Ráðgjafar, en Tómas Knútsson og Bergur Sigurðsson skrifuðu undir fyrir hönd Bláa Hersins annars vegar og Leiðsögumanna Reykjaness hins vegar. Vinna að auknu vægi ferðaþjónustu á Reykjanesi Eiríkur Smith og konurnar í Baðstofunni Athygli er vakin á því að listasýning Eiríks Smith og kvennanna í Baðstofunni er enn opin í sýn ing ar sal Lista safns Reykja nes bæj ar í Duus- húsum. Sýningin hefur vakið mikla athygli en á henni má finna tæplega 50 verk eftir Eirík og fimm fyrrverandi nem- endur hans í Baðstofunni, þær Ástu Árnadóttur, Ástu Pálsdóttur, Sigríði Rósinkars- dóttur, Soffíu Þorkelsdóttur og Þórunni Guðmundsdóttur. Eiríkur sýnir olíuverk en lista- konurnar vatnslitamyndir. Bað stof an er rúm lega 30 ára gamalt menningarfélag í Reykja nes bæ og kenndi Eiríkur hópnum myndlist í rúman áratug. Sýningin opnaði á Ljósanótt, og stendur til 16. október. Listasafnið er opið alla daga frá kl. 13-17.30. Ríkharður Ibsen og Bergur Sigurðsson handsala saamninginn milli TKC og Leiðsögumanna Reykjaness Ríkharður Ibsen og Tómas Knútsson með úlpu af þeirr gerð sem Blái Herinn og Leiðsögumenn Reykjaness mun klæðast við störf sín. SAMVINNA SKIPTIR ÖLLU

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.