Víkurfréttir - 10.11.2005, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Grindavík:
Útgefandi:
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamaður:
Auglýsingadeild:
Útlit, umbrot og prentvistun:
Hönnunardeild Víkurfrétta:
Prentvinnsla:
Dagleg stafræn útgáfa:
Skrifstofa Víkurfrétta:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020
Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is
Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport@vf.is
Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is
Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is
Prentsmiðjan Oddi hf.
www.vf.is og www.vikurfrettir.is
Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga er opið til kl. 15
Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband
við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild.
Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222
RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Samhæfni.ai 9/21/05 1:42:24 PM
8 Kallinn á kassanum
Myndlistamaðurinn Hermann Árnason opnar sýningu sína
í Listsýningasal Saltfiskseturs-
ins í Grindavík nk. laugardag.
Hermann er náttúrulistamaður.
Fæddur 5. maí 1960 í Kefla-
vík. Frá unga aldri hefur hann
fengist við að teikna og mála.
Hermann er sjálfmenntaður í
list sinni en hefur sótt nokkur
námskeið í myndlist í gegnum
árin. Hann fer ótroðnar slóðir í
list sinni og vinnur mikið með
óhefðbundin efni svo sem múr-
viðgerðarefni, spartl og fleiri
efni ótalin hér. Með þetta hefur
listamaðurinn unnið síðustu
þrjú ár og á þeim tíma tekist
að ná verulegri athygli fyrir
verk sín. Hermann hefur einnig
haldið 4 námskeið í blandaðri
tækni fyr ir Mynd lista skóla
Reykjaness og komust færri
að en vildu. Hermann málar,
himinn og jörð, og allt þar á
milli....!
Hermann hefur haldið einar
8 einkasýninar og tekið þátt í
nokkrum samsýningum. Verk
eftir hann eru komin út fyrir
landsteinana m.a. til Bandaríkj-
anna og hafa vakið þar tölu-
verða athygli.
Opnun sýningar verður í Listsýn-
ingarsal Saltfisksetursins laug-
ardaginn 5. nóvember kl.14:00
sýningin stendur til 21. nóvem-
ber og er opin frá 11:00-18:00.
Hermann Árnason sýnir í Saltfisksetrinu
KALLINN ER búinn að vera ansi lengi frá. Svo
lengi að tölvupósthólfið er að verða yfirfullt og
hefur Karlinn vart undan að skoða allar þær
skemmtilegu pælingar og athugasemdir sem fólk
er að viðra við Kallinn. Takk fyrir það! Kallinn tók
sér langt og gott frí frá skrifum og ákvað að skoða
mannlífið án þess að tjá sig nokkuð. Þegar Kallinn
rýnir í pósta sem hann hefur fengið, þá kemur í
ljós að margir aðdáendur hans eru lesendur innan
við tvítugt.
UNGIR MENN SENDU Kallinum línur og voru
orðljótir í tengslum við sameiningarkosningar
sveitarfélaganna og fannst Kallinn ekki vera að
tala þeirra máli og átti því að halda kjafti. Það
þarf að kenna ungu fólki kurteisi. Það kann
að vera að Kallinn sé harður á sinni skoðun.
Kallinn er sameiningarsinni og virðir niðurstöðu
kosninganna í haust. Kosningarnar fóru bæði
vel og illa. Gott að Vogar höfnuðu Hafnarfirði,
en vont að Reykjanesbær, Garður og Sandgerði
sameinuðust ekki. Vonandi að menn beri gæfu til
að sameina öll sveitarfélögin á Suðurnesjum í eitt
í náinni framtíð.
NÚ GÆTI svo farið að Samfylkingin og Fram-
sóknarflokkurinn myndu bjóða fram saman í
Reykjanesbæ. Einnig hefur því verið fleygt fram
að Þórólfur nokkur Árnason myndi leiða það sam-
starf sem bæjarstjóraefni Reykjanesbæjar. Ef svo
færi væri um að ræða sannkallað tveggja turna
tal millum hans og Árna Sigfússonar bæjarstjóra.
Þó hefur Kallinn litla trú á því að svo verði og
fær ekki séð að Sjálfstæðisflokkurinn muni tapa
bænum. En allt getur gerst ef framboð Samfylk-
ingar og Framsóknar verður að raunveruleika.
KALLINN HORFÐI í skamma stund á „Íslenska
piparsveininn“, eftir um 2 eða 3 þætti af þessari
vitleysu gat Kallinn ekki annað en skipt yfir á
aðra sjónvarpsstöð. Kallinum finnst þetta óttaleg
vitleysa að herma svona eftir Kananum í öllu sem
við gerum, nú vill Kallinn fara að sjá frumkvæði
og sköpunargleði við völd í íslenskri dagskrár-
gerð.
JÓLASTÚSSIÐ ER að ryðja sér til rúms á land-
inu. Sumir segja of snemmt, aðrir segja loksins,
loksins. Kallinn er mikið jólabarn og fagnar komu
jólastemmningarinnar í byrjun nóvember. Kallinn
ætlar að skreyta snemma í ár og gera það með
stæl.
Tveggja turna tal í Reykjanesbæ?
(Skoðanir Kallsins endurspegla ekki endilega skoðanir ritstjórnar Víkurfrétta).