Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.2005, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 10.11.2005, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKURFRÉTTIR AKURSKÓLI VÍGÐUR Í GÆR Þeg ar fjöl skyld ur velja sér stað til þess að búa á er að mörgu að hyggja. Gott að gengi a ð l e i k - o g grunn skóla er ákaf lega mik il vægt. Nátt úru legt um hverfi sem hent ar bæði full orðn um og börn um til úti vist ar er einnig eft ir sókn ar vert svo og þau ró leg heit sem ávallt ein- kenna vel skipu lögð út hverfi. Allt þettta hef ur íbúa hverf ið í Innri-Njarð vík upp á að bjóða. Reynd ar hef ur hverf ið okk ar nær alltaf búið yfir þess um góðu kost um þrátt fyr ir að hafa lengi ver ið upp neft Týnda-Njarð vík af gár ung un um. Nær alltaf, segi ég, vegna þess að nú stát um við loks af nýj um grunn skóla, Ak- ur skóla. Það hef ur lengi ver ið beð ið eft ir grunn skóla í Innri- Njarð vík og marg ir af elstu íbú- un um voru bún ir að gefa upp alla von um að hér yrði reist ur skóli. Það var því mik ið ánægju- efni þeg ar frétt ir bár ust af því að hefj ast ætti handa við bygg- ingu Ak ur skóla þó enn mætti heyra óm inn af svart sýn is rödd- un um. Í haust hófst svo kennsla í hin um nýja skóla og er ekki ann að að sjá en að all ir uni vel við sitt. Ein vala lið starfar þar inn an veggja, nem end ur eru al- sæl ir og hver hefði trú að því að áður en að for eldra fé lag skól ans var stofn að var kom inn listi af nöfn um for eldra sem ósk uðu eft ir því að fá að vera í stjórn fé lags ins. Þeg ar rætt er um lífs- gæði í Innri-Njarð vík má ekki gleyma að nefna leik skól ann Holt. Þar fer fram ein stakt starf sem börn in okk ar hafa feng ið að njóta um ára bil. Holt hef ur yfir ein vala starfs fólki að ráða með leik skóla stjór ann Krist ínu Helga dótt ur í broddi fylk ing ar. Nú er Týnda-Njarð vík held ur bet ur að koma í leit irn ar. Með glæsi legri fram tíð ar sýn hafa bæj- ar yf ir völd val ið að stækka og efla hverf ið okk ar og er það vel. Segja má að nýr grunn skóli í hverf inu sé okk ar flagg skip sem hef ur auk ið lífs gæði okk ar til muna og það er ákaf lega þægi- leg til finn ing að horfa á eft ir barni sínu rölta eða hjóla í skól- ann á hverj um morgni og vita af því í leik og starfi í sín um heima skóla. Guðný Ester Aðalsteinsdóttir Háseylu 27 Njarðvík Auk in lífs gæði í Innri-Njarð vík Guðný Ester Aðalsteinsdóttir skrifar um Akurskóla: Ak ur skóli form lega vígð ur í gær Ak ur skóli, nýr grunn skóli í Tjarna-hverfi í Innri Njarð vík, var form-lega vígð ur á sal skól ans síðdegis í gær. Fyrsti áfangi þessa nýja grunn skóla var tek inn í notk un haust ið 2005 en við hönn un hans var leit ast við að búa nem- end um námsum hverfi sem kem ur til móts við ólík ar þarf ir hvers og eins. Ein kunn ar orð skól ans eru: „Börn eru gleði gjaf ar, skap andi og fróð leiks fús.” en að sögn Jón ínu Ágústs dótt ur skóla stjóra vill það oft gleym ast að börn eru í raun rann sak end ur. „Það er hlut verk okk ar að búa til um- gjörð sem ger ir þeim kleift að vinna sjálf- stætt og að vera skap andi. Í Ak ur skóla leggj um við áherslu á að læra í gegn um leik inn og tengja við fangs efn in við raun- veru leika barn anna”, sagði Jón ína. Fræðslu yf ir völd í Reykja nes bæ lögðu í upp hafi áherslu á að skóla starf í Ak ur- skóla tæki mið að hug mynda fræði um ein stak lings mið að nám og tek ur skipu- lagn ing kennslu rýma og röð un í náms- hópa mið af því. Að mati Jón ínu er stuðn- ing ur fræðslu yf ir valda við skóla þró un til fyr ir mynd ar í Reykja nes bæ og metn að ur þeirra greini lega mik ill en í vet ur mun fræðslu skrif stofa standa fyr ir nám skeiði í ein stak ling smið uðu námi fyr ir kenn ara í Reykja nes bæ. Í Ak ur skóla er ekki ein göngu starf rækt ur grunn skóli auk Frí stunda skóla þar sem nem end ur geta dval ið eft ir að hefð- bund um skóla degi lýk ur því nem end ur skól ans einnig geta stund að tón list ar- nám á skóla tíma á veg um Tón list ar skóla Reykja nes bæj ar í hús næði skól ans. Frá októ ber byrj un hef ur deild frá leik skól- an um Holti haft að set ur í Ak ur skóla en deild inni er al far ið stjórn að og stýrt af starfs mönn um og stjórn end um leik skól- ans. Und ir bún ing ur að bygg ingu sund- laug ar og íþrótta húsi við skól ann er þeg ar haf inn. Fyrsta skóflustunga að bygg ing unni var tek in 20. mars 2004 en und ir bún ing ur að bygg ingu skól ans hófst haust ið 2003. Tek in var sú ákvörð un að nýta teikn ing ar Heið ar skóla sem byggð ur var árið 2000 og nýta þannig þá góðu reynslu sem feng in var. Með því nýtt ist þarfa grein- ing og und ir bún ings vinna sem fram fór vegna þeirr ar bygg ing ar áfram við bygg- ingu Ak ur skóla. Eign ar halds fé lag ið Fast eign hf. hafði um sjón með bygg ingu skól ans og leig ir Reykja nes bær hús ið af fé lag inu. Reykja- nes bær er ásamt 5 öðr um sveit ar fé lög um eig andi að Eign ar halds fé lag inu Fast eign hf. Arki tekt húss ins er Bjarni Mart eins son á Arki tekta stofu Suð ur nesja. Bygg inga- meist ari húss ins er Hjalti Guð munds- son en um verk stjórn verks ins sáu auk Hjalta, syn ir hans þeir Andr és og Guð- mund ur Hjalta syn ir. Um hönn un burð- ar virkja og lagna sá Sig urð ur Ás gríms son á Tækni þjón ustu SÁ og um hönn un raf- orku virkja sá Guð mund ur Guð björns- son hjá Raf mið stöð inni. Verk efn is stjórn und ir bún ings og fram kvæmda við bygg- ingu skól ans var í hönd um Sam ú els Guð- munds son ar bygg inga tækni fræð ings á Teikni stofu Hall dórs Guð munds son ar THG. Nes prýði hafði um sjón með jarð- vinnu og fram kvæmd um á lóð skól ans. Um eft ir lit með fram kvæmd um sá Verk- fræði stofa Suð ur nesja. Ak ur skóli verð ur full byggð ur um 7.500 m2 en fyrsti áfangi hans er alls 3.487 m2 á tveim ur hæð um auk kjall ara. Áætl að ur bygg ing ar kostn að ur 1. áfanga skól ans er um 580 millj ón ir króna án verð bóta á bygg ing ar tíma og bend ir nú allt til að sú kostn að ar á ætl un stand- ist. Við hönn un húss ins tókst að lækka kostn að við bygg ingu skól ans um 11% eða um 70 m.kr. frá sam bæri leg um hluta Heið ar skóla þó hvergi væri slak að á gæða- kröf um við bygg ingu skól ans. Jónína ásamt nemendum sem munu taka þátt í alþjóðlegri Lego-keppni um helgina. Nemendur í yngstu deild Akurskóla horfa á heimildarmynd um hafið í tengslum við þemadaga.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.