Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.2005, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 10.11.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Listir og menning: Myndlistakonan Kol-brún Róbertsdóttir opnaði nýlega sýn- ingu á verkum sínum í Bistro barnum Energia í Smáralind. Sýningin, sem kallast „Allt fram streymir”, samanstendur af stórum og veglegum verkum þar sem hún notast við múrgrunn og olíuliti. Verkin eru þrettán talsins þar sem fossar eru eru áberandi og vísar yfirskrift sýn- ingarinnar í þá. Í þeim myndum notast Kolbrún við græna liti í bland við þægilega og róandi jarðliti, en í öðrum myndum á sýningunni notast hún við heit- ari liti og með því leitast hún við að skapa hlýja strauma sem vísa aftur í yfirskriftina. „Ég undirbjó þessa sýningu með jólin í huga því að í jóla- ösinni sem er að byrja er gott fyrir fólk að setjast inn í rólega stemmningu og fá sér kaffisopa. Viðtökur gesta hafa hingað til verið mjög góðar og mér finnst ég fá til baka frá þeim sem ég lagði í sýninguna.” Kolbrún bætir því við að hún hafi hugsað verkin út frá því um- hverfi sem húsnæðið býður upp á. „Ég er einmitt farin að gera mikið af því að vinna verkin út frá því hvar þau verða staðsett. Ég hef undanfarið tekið að mér að mála fyrir fólk og tek þá mið af því hvernig rýmið er.” Sýningin stendur út nóvember- mánuð. Kolbrún sýnir verk á Bistro barnum Energia í Smáralind Við vínveitingahúsaeft-irlit á skemmtistöðum í Re y kj a nes bæ um síðustu helgi höfðu lögreglu- menn í fjórum tilvikum af- skipti af ungmennum yngri en 18 ára þar sem þau voru inni á stöðunum. Í tveimur tilvikana var um að ræða sömu stúlkuna en hún er tæplega 16 ára. Lögreglumenn höfðu vísað henni útaf einum skemmti staðn um en höfðu síðan afskipti af henni nokkru síðar þar sem hún var komin inn á annan stað. Farið var með stúlkuna heim þar sem forráða- maður tók við henni. 15 ára tvívegis vísað frá skemmtistað Jólalukkan, Jólabl að, Jólahandbók og Jó lahvað? Jólaútgáfa Víkurfrétta hefur aldrei verið fjölbreyttari. Hvar ætlar þú að auglýsa fyrir jólin? Síminn er 421 0000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.