Víkurfréttir - 10.11.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Jarðvélar ehf. buðu 1.175 milljónir króna í framhald tvöföldunar Reykjanes-
brautar, en tilboð voru opnuð
á þriðjudag. Jarðvélar sáu um
fyrri hluta tvöföldunarinnar
ásamt Háfelli og Eykt. Háfell
ehf. bauð einnig í verkið núna
ásamt Ris ehf. og var tilboð
þeirra 21 millj ón krón um
hærra en tilboð Jarðvéla. Til-
boð Jarðvéla hljóðar upp á rúm
75% af áætluðum kostnaði við
verkið.
Framkvæmdin sem um ræðir
er tvöföldun á rúmlega 12 km.
kafla frá Strandarheiði að Njarð-
vík. Þá á verktakinn að sjá um
byggingu tveggja brúa við Voga-
veg, tveggja brúa við Skógfella-
veg (á kaflanum milli Voga- og
Grindavíkurgatnamóta), tveggja
brúa við Grindavíkurveg og
tveggja brúa við Njarðvíkurveg.
Áætluð verklok eru þann 1. júní
2008.
„Þetta var góður og langþráður
dagur,” sagði Steinþór Jónsson,
formaður áhugahóps um ör-
ugga Reykjanesbraut, eftir að
niðurstaða tilboða í tvöföldun
Reykjanesbrautar frá Strandar-
heiði að Njarðvík lágu fyrir.
„Það vildi svo skemmtilega til
að ég átti bókaðan fund um
málefni leigubifreiða og skóla-
aksturs á Reykjanesi með Sturlu
Böðvarsyni samgönguráðherra,
sem for mað ur sam göngu-
nefndar Reykjaness, á svipuðum
tíma og útboðin voru opnuð
og fékk hann til að koma við
opnun tilboðanna. Varð hann
við því en samgönguráðherra er
alla jafna ekki viðstaddur opnun
tilboða í verk sem Vegagerðin
býður út. Tilboðin voru mjög
hagstæð þannig að samgöngu-
ráðherra og fulltrúar Vegagerðar-
innar höfðu ástæðu til að fagna
og það á einnig við um okkur
íbúa svæðisins”, sagði Steinþór í
samtali við Víkurfréttir.
Þrátt fyrir að verktakinn hafi
tíma fram til 1. júni 2008 til
að ljúka verkinu liggur fyrir
að því muni ljúki mikið fyrr.
„Ég sé fyrir mér að umferð geti
verið komin á þennan kafla í
lok árs 2006 en að endanlegum
frágangi ljúki sumarið 2007.
Þessar væntingar byggi ég á við-
tölum við fjölda verktaka fyrir
útboðið m.a. þeirra tveggja
sem lægst buðu. Áhugahópur-
inn mun leggja þessa hugmynd
fram við verktakann um leið
og samningur um verkið liggur
fyrir á allra næstu vikum. Ég
átti einnig samtal, eftir að nið-
urstaða tilboða var ljós, við
lægstbjóðanda, þ.e. framkvæmd-
arstjóra Jarðavéla, Ólaf Kjart-
ansson, sem að sögn var mjög
sáttur við tölur dagsins en vildi
bíða niðurstöðu Vegagerðar
áður en frekari yfirlýsingar um
framgang verksins yrðu gerðar
opinberar”. Jarðvélar voru sem
kunnugt er einn af þeim verk-
tökum sem sáu um framkvæmd
fyrri hluta brautarinnar og átti
hann meðal annara mjög gott
samtarf með áhugahópnum.
„Það eru allir ánægðir hve vel
hef ur tekist með fyrri hluta
framkvæmdarinnar en umferð-
aröryggi hefur aukist gífurlega
eins og slysatölur sína svo glögg-
lega. Það er meira en tilviljun
að ekkert alvarlegt slys hefur
orðið á Reykjanesbraut síðustu
18 mánuði þegar horft er til
hörmulegrar slysasögu Reykja-
nesbrautar síðustu áratugi og
ekki síst 14 mánuði þar á undan
sem kostaðu sjö mannslíf í jafn
mörgum slysum. Að auki hefur
framkvæmdin þegar sannað
ágæti sitt þegar horft er til íbúa-
þróunar á Reykjanesi síðustu
misseri og hefur þessi fram-
kvæmd verið rædd í samhengi
við hin ýmsu málefni, nú síð-
ast flutning innanlandsflugsins.
Þá hef ég lagt fram hugmynd
um ný gatnamót á milli Fitja
og gatnamóta til Grindavíkur
vegna uppbyggingu í Dalshverfi
sem nú þegar hefur verið skipu-
lagt vel upp á Stapann,” sagði
Steinþór Jónsson að lokum.
Sturla Böðvarsson, samgöngu-
ráðherra, sendir Reyknesingum
hamingjuóskir á vefsíðu sinni
með hag stæð til boð í tvö-
földun Reykjanesbrautar. Þar
lýsir Sturla ánægju með þau
tilboð sem bárust og vonast
til að þessi hluti tvöföldunar-
innar gangi jafn vel og sá fyrri.
Þá segir Sturla: „ Það er ástæða
til að fagna þessum hagstæðu
tilboðum því að nú sjái menn
fram á að þessari mikilvægu um-
ferðaröryggisframkvæmd verði
lokið”.
Pistill Sturlu er svohljóðandi:
„Að öllu jöfnu er ég ekki við-
staddur opnun tilboða í verk
sem Vegagerðin hefur boðið
út, en í dag [þriðjudag] var ég
viðstaddur opnun tilboða í tvö-
földun Reykjanesbrautar.
Það er ánægjulegt frá því að
segja að mjög hagstæð tilboð
bárust í verkið. Það lægsta var
frá Jarðvélum ehf. og hljóðaði
upp rúmar 1.175 milljónir sem
eru rúm 75% af kostnaðará-
ætlun, næst lægsta tilboðið barst
frá Háfelli ehf.
Það er ástæða til að fagna
þessum hagstæðu tilboðum því
að nú sjái menn fram á að þess-
ari mikilvægu umferðaröryggis-
framkvæmd verði lokið.
Ég óska Reyknes ing um og
öllum þeim sem um brautina
fara til hamingju og vona að
þessi hluti tvöföldunarinnar
gangi jafn vel og sá fyrri”.
Karvels Ögmundssonar,
Bjargi,
Ytri-Njarðvík.
Einnig þökkum við öllum þeim sem sýndu minningu hans
virðingu með nærveru sinni við kveðjuathöfn og útför.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Garðvangi fyrir
einstaka umhyggju, hlýju og vináttu.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Karvelsdóttir,
Guðlaug Svanfríður Karvelsdóttir,
Þórunn Karvelsdóttir,
Ögmundur Karvelsson og Sigurlína Björgvinsdóttir,
Sólveig Karvelsdóttir og Sigurður Pálsson,
Eggert Karvelsson og Sædís Hlöðversdóttir.
Innilegar þakkir færum við þeim er
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegs föður okkar,
Opnun tilboða í áframhaldandi tvöföldun Reykjanesbrautar:
GÓÐUR
DAGUR FYRIR
MIKILVÆGA
FRAMKVÆMD
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, fylgist
spenntur með tölunum hjá Jóni Rögnvaldssyni,
vegamálastjóra. Steinþór Jónsson, áhugahópi um
örugga Reykjanesbraut, er líka niðursokkinn í tölur.
Myndir: Teitur Jónasson