Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.2005, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 17.11.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Svæðisvinnumiðlun: Alls skráðu 167 einstaklingar sig á atvinnu-leysisskrá á Suðurnesjum í októbermán-uði, eða 1,7% af mannafla. Um er að ræða smávægilega fjölgun frá síðasta mánuði, en alls skráðu 153 sig þá á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysi á landsvísu mældist 1,4%. Ketill Jósefsson, forstöðumaður Svæðisvinnumiðl- unar Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að um væri að ræða eðlilega árstíðarbundna aukn- ingu á atvinnuleysi sem orsakaðist helst af upp- sögnum sumarstarfsfólks. Hann bætti því við að ástandið á vinnumarkaði væri mun skárra en síðustu ár og eina samdrátt- inn á svæðinu mætti rekja til minnkandi umsvifa hjá Varnarliðinu. Þrátt fyrir það hefur atvinnuástand batnað til muna ef litið er til síðustu ára, en í október í fyrra voru 261 á atvinnuleysisskrá, eða 2,6% mannafla. Atvinnuleysi meðal kvenna er 2,5% en hjá körlum er hlutfallið 1,1%. Algengast er að fólk hafi verið atvinnulaust í 2-19 mánuði, en alls eru fimm ein- staklingar á Suðurnesjum sem hafa verið atvinnu- lausir í tvö ár eða meira. 1,7% atvinnuleysi á Suðurnesjum Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í Reykjanesbæ hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista í sveitarstjórnarkosn- ingum í Reykjanesbæ í maí 2006, með þátttöku og aðkomu óflokksbundinna. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Kaffitári í gær. Í máli formanna félaganna, frændanna Eysteins Jónssonar og Eyjólfssonar kom fram að þessi hugmynd kom fyrst til umræðu hjá þeim haustið 2004. Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi Framsóknar sagði að menn væru bjartsýnir eftir þennan samruna, leiðir flokkanna lægju vel saman og ljóst væri að stefnan væri sú að koma núver- andi meirihluta frá völdum í Reykjanesbæ. Guð- brandur Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sagði að meðal helstu stefnumála væri mannauð- urinn. Nú yrði stefnan að huga að innviðunum eftir góða tiltekt utanhúss undanfarin ár í bæjar- félaginu. Þar nefndi hann m.a. málefni aldraðra sem Guð- brandur sagði að taka þyrfti á. Aðspurðir um bæjarstjóraefni sagði Kjartan að það yrði greint frá því á sama tíma og listinn yrði opninberaður í lok janúar eða byrjun febrúar. Á fundinum var lögð fram framtíðarsýn fram- boðsins: ,,Reykjanesbær verði eftirsóknarverður valkostur fyrir fjölskyldur, einstaklinga, fyrirtæki og stofn- anir. Hann verði fjölskylduvænt, framsækið, nú- tímalegt og vel rekið sveitarfélag. Áhersla verði lögð á lýðræðisleg vinnubrögð þar sem íbúar og at- vinnulíf hafi tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og lifi í sátt við sjálfa sig og umhverfi sitt. Í sveitarfélaginu verði öll þjónusta á meðal þess sem best gerist á Íslandi. Þar verði m.a. öflugt atvinnulíf, frábærir grunn- og leik- skólar og fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta og um- önnun, fyrir unga sem aldna. Bæjarbúum gefist kostur á heilbrigðu vinnuumhverfi, vel launuðum störfum, sveigjanlegum vinnutíma og tækifærum til símenntunar og þroska. Skipulag og umhverfi sveitarfélagsins, gatnakerfi og opin svæði taki mið af þörfum íbúa, fyrirtækja og umhverfisins í heild. Mannlíf í Reykjanesbæ verði með því besta sem þekkist, þar sem blómlegt íþrótta- og menning- arstarf setji mark sitt á bæjarbraginn og aðstaða fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarstarfsemi verði eins og best verður á kosið”. Helstu stefnumál Flokkarnir eru sammála um að leggja áherslu á að byggja upp innviði og mannauð sveitarfélags- ins. Sérstök áhersla verður lögð á uppbyggingu atvinnulífs, bætt kjör barnafjölskyldna, lýðræðis- leg vinnubrögð, að tekinn verði upp gjaldfrjáls leikskóli í áföngum og unnið að bættum hag eldri borgara. Flokkarnir eru sammála um að tryggja þurfi ábyrga og vandaða fjármálastjórn sveitar- félagsins og að leita þurfi leiða til þess að lækka skuldir. Flokkarnir eru þó sammála um að ekki komi til greina að selja hlut Reykjanesbæjar í Hita- veitu Suðurnesja. Unnið verði áfram að uppbygg- ingu grunn-, leik- og tónlistarskóla sveitarfélags- ins og aðstaða til íþrótta- og menningarstarfsemi bætt enn frekar. Vinna við gerð stefnuskrár hefst á næstu dögum og verður áhersla lögð á lýðræðislega þátttöku bæj- arbúa í þeirri vinnu. Unnið verður fyrir opnum tjöldum og íbúum gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri á sérstökum fundum sem auglýstir verða nánar. Auk þess er ætlunin að leita eftir samráði við fjölmörg félagasamtök og hagsmunahópa. Samfylking og Framsókn í eina sæng í Reykjanesbæ Sigurður Eggerz Þorkels-son, fyrrverandi skóla-stjóri Gagnfræðaskólans í Keflavík, lést í Keflavík 11. nóvember síðastliðinn. Sigurður fæddist 20. nóvem- ber árið 1940. Hann lauk stúd- entsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1960, hóf þá nám í verkfræði en tók síðar kennarapróf, fluttist til Keflavíkur og hóf kennslu við Gagnfræðaskólann þar. Kennsla og skólastjórn varð því lífsstarf hans. Sigurður varð skólastjóri Gagnfræðaskólans í Keflavík (síðar Holtaskóla) árið 1976 og gegndi hann því starfi fram til ársins 2003. Hann sat um tíma í bæjarstjórn fyrir Framsóknar- flokkinn í Keflavík og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Hildur Harðardóttir, kenn- ari, og hann lætur eftir sig þrjú börn, þau Melkorku, Þorkötlu og Þorkel Snorra. Sigurður E. Þorkelsson skólastjóri látinn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.