Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.2005, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 17.11.2005, Blaðsíða 18
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur 3. nóv. 20054 www.keflavik.is/karfan Barna og unglingaráð körfunnar í Keflavík Mihajlo Micic Þetta starfsár markar mikilvæg tímamót hjá okkur í yngri flokkunum þar sem við hófum tímabilið á að setja okkur háleit markmið. Þessi markmið voru einföld í sjálfu sér en til þess fallin að auka gæði þjálfunar og gera hana markv issar i . Við setjum stefnuna á að hafa alla yngri flokka í A riðli og í hverjum flokki skuli vera 15 iðkendur. Við bjóðum fram lið í hverjum flokki en það eru 24 flokkar og um 300 iðkendur sem æfa og spila fyrir hönd Keflavíkur þetta tímabil. Við auglýstum í fyrsta skipti eftir þjálfurum og duttum í lukkupottinn þar sem einn umsækjandanna var serbinn Mihaj lo Micic en hann er gamalreyndur þ já l far i f rá Serbíu með háskólagráðu í íþróttafræðum og sérmenntun í körfubolta drengja 13 til 18 ára. Mihajlo hefur starfað í ein 30 ár í heimalandi sínu og hefur þjálfað nokkra af betri leikmönnum Serbíu. Svo við nefnum einhverja þá er ekki úr vegi að velja Vlade Divac og Nenad Krstic sem flestir þekkja úr NBA deildinni. Í þjálfararmálum okkar er Mihajlo bara einn af mörgum góðum þar sem við lögðum mikinn metnað í að fá fólk með áhuga og reynslu en það hefur strax sýnt sig að það borgar sig en þetta er allt fólk með Keflavíkurhjarta. Iðkendur okkar eru einnig að taka sig verulega á en þeir eru flestir að æfa og keppa upp fyrir sig sem hlítur að skila sér í betri leikmönnum og við bíðum spennt eftir afrakstrinum. Hver veit nema að næsta íslenska körfuboltastjarna komi frá Keflavík? Það eru alltaf einhverjir flokkar á faraldsfæti en Keflavík sendir 9. flokk karla og kvenna út á hverju ári. Í ár var haldið á Göteborg basketball Festival og báru bæði karla og kvennaflokkurinn þessu móti vel söguna. Í ár fara bæði 9. og 10. flokkur karla og kvenna út en það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvert skal haldið en endilega takið vel á móti þeim ef þau banka upp á með einhverja fjáröflun. Minni bolti kvenna sem varð Íslandsmeistari í vor fór til Finnlands á alþjóðlegt mót í Tampere en mótið heit ir Delfin Basket. Keflavík mætti með tvö lið en skipt var jafnt í lið og enduðu liðin í 4. og 5. sæti sem var mjög ásættanlegt e n d a vo r u þ a r n a l i ð s e m höfðu unnið Scania Cup í vor sem er svona óformlegt n o r ð u r l a n d a m e i s t a r a m ó t f é l a g s l i ð a . E v a L í f Sigurjónsdótt ir le ikmaður Keflavíkur gerði sér lítið fyrir og var valin í 5. manna úrvalslið mótsins. Við í unglingaráðinu viljum þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur, bæði fyrirtækjum og foreldrum Fyrir hönd ráðsins, Margrét Sturlaugsdóttir. Eva Líf Hafnargötu 49 • 230 Keflavik • Sími 421 5757 • Fax 421 5657 Sundmiðstöðin Keflavík Sími: 421 1500 Sími: 440 3100 - isb.is Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.