Víkurfréttir - 17.11.2005, Blaðsíða 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Á m or g u n h e l d u r 3 9 manna hóp ur eldri borg ara úr Reykja-
nesbæ til Kanaríeyja til að taka
þátt í íþróttamóti sem nefnt
hefur verið Gullnu árin 2005
og er ætlað þátttakendum 50
ára og eldri.
Fim leika sam band Ís lands
stendur fyrir ferðinni fyrir Ís-
lands hönd en alls hafa 22 þjóðir
tilkynnt þátttöku 52 liða og um
1100 sýnenda.
Alls fara 189 manns frá Íslandi
og þar af 39 frá Reykjanesbæ.
Helmiklar æfingar hafa verið
hjá sýningarhóp eldri borgara
í Reykjanesbæ undir stjórn
Jóhönnu Arngrímsdóttur for-
stöðumans Tómstundastarfs
eldri borgara og Eygló Alexsand-
ersdóttur leikfimikennara hjá
eldri borgurum.
Hóp ur inn hef ur jafn framt
notað tækifærið og æft sig í
framkomu á ýmsum stöðum
s.s. í Samkaupum, á Garðvangi
og í Kjarna.
Einnig var haldin sameiginleg
æfing í Smáranum í Kópavogi
þar sem allir 189 þátttakendur
sýndu sín dansatriði
Markmiðið ferðarinnar er að
hvetja eldri borgara til stunda
líkamsrækt og lifa heilbrigðu
lífi. Að taka þátt í leik og starfi
með öðru fólki og gera efri árin
eins gullin og þau mögulega
geta orðið.
Fyrirtæki á svæðinu hafa stutt
vel við bakið á hópnum og vildi
hann koma á framfæri innilegu
þakklæti til þeirra.
FFGÍR ( Foreldrafélög og foreldraráð grunnskól-anna í Reykjanesbæ) hélt
sinn árlega starfsdag sl. laug-
ardag þar sem saman komu
fulltrúar í foreldrafélögum og
foreldraráðum allra grunnskól-
anna í Reykjanesbæ.
Markmið dagsins var að stilla
saman strengi fyrir veturinn,
kynnast samstarfsfólki og skipt-
ast á reynslusögum og upplýs-
ingum.
Meðal þeirra sem fluttu tölu
voru nýkjörinn formaður FF-
GÍR Dagný Gísladótt ir sem
sagði frá starfinu framundan,
Ásdís Ýr Jakobsdóttir sem sagði
frá starfi sínu með foreldraráði,
Agnes Lára Magnúsdóttir miðl-
aði af reynslu sinni sem bekkjar-
fulltrúi og Ingibjörg Ólafsdóttir
verkefnisstjóri fjallaði um sam-
starf heimilis og skóla.
Að loknum erindum og súpu í
hádeginu tóku allir þáttt í verk-
efnavinnu.
Hvað er að frétta af FFGÍR?
Högni Þórðarson:
Í Boston eða Glasgow.
Jóna Björg Antonsdóttir:
Á Suðurnesjum, versla heima.
Ragnheiður Stefánsdóttir:
Í Keflavík.
Helgi Eyjólfsson:
Á Suðurnesjum
Inga Ósk Áslaugsdóttir:
Í Bandaríkjunum, Baltimore.
Spurning vikunnar: Hvar munt þú gera jólainnkaupin?
Eldri borgarar taka þátt í
íþróttamóti á Kanaríeyjum