Víkurfréttir - 17.11.2005, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 17. NÓVEMBER 2005 I 21
VÍKURFRÉTTIR AKURSKÓLI VÍGÐUR
Ak ur skóli var vígð ur við hátíðlega athöfn í síð ustu v iku og var
þar formlega tekinn í gagnið
fimmti grunnskólinn í Reykja-
nesbæ.
Hjalti Guðmundsson ehf. hafði
yfirumsjón með smíði hússins
og frágangi innanhúss og sagði
Andrés Hjaltason, framkvæmda-
stjóri, í samtali við Víkurfréttir
að verkið, sem hófst í júlí 2004,
hefði gengið afar vel fyrir sig.
„Þetta gekk ljómandi vel. Það
byggist á góðu samstarfi allra
aðila. Það eru svo margir sem
koma að verkinu, hönnuðir,
eftirlitsmenn og svo allir und-
irverktakarnir hjá mér svo að
framkvæmdin hefði ekki gengið
svona vel ef samvinnan hefði
ekki verið eins góð og hún í
var.“
Andrés segir að lítið hafi verið
um meiriháttar tafir, en vetur-
inn hafi þó reynst þeim erfiður.
„Tíminn í kringum áramót var
sérstaklega erfiður hjá okkur,
en þá var mjög hvasst sem gerði
okkur erfitt fyrir í uppsteyp-
unni. Kuldinn sjálfur var ekki
svo erfiður, en það er erfitt að
stjórna krönunum í roki.”
Undanfarið hefur verið mikil
uppsveifla í húsbyggingum á
Suðurnesjum eins og víðar og
hefur verið nóg um að vera hjá
Hjalta Guðmundssyni. Fyrir
utan verkið í Akurskóla hafa
þeir verið að steypa upp háhýsi
Meistarahúsa við Pósthússtræti
og hafa nýlega hafið jarðvegs-
vinnu fyrir fjölbýl ishúsi að
Tjarnarbraut í Innri Njarðvík.
„Við erum þar að byrja að
reisa þriggja hæða hús með 24
íbúðum,” segir Andrés. Hann
bætir því við að ekkert lát virð-
ist ætla að vera á eftirspurn eftir
íbúðum. „Það er mikið um að
vera og spenna á svæðinu. Það
eru strax farnar að berast fyrir-
spurnir um íbúðirnar og það
sýnir hvað húsnæðismarkaður-
inn hefur breyst ótrúlega mikið
síðasta árið með vaxtalækkun
lána og þegar bankarnir komu
inn í þetta. Það er gaman að
vera í þessum bransa í svona
uppgangi!,“ segir Andrés að
lokum.
Hús Akurskóla er glæsileg bygg-
ing sem gefur forsmekkinn að
því stóra hverfi sem mun rísa
þar í kring á næstu árum.
Byggist
með góðu
samstarfi Feðgarnir Guðmundur
Hjaltason, Hjalti
Guðmundsson og
Andrés Hjaltason við
Akurskóla í gær.