Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.2005, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 17.11.2005, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Bjartsýnishópurinn: Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og www.vikurfrettir.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Á und an förn um árum hefur mikið borið á of-virkni meðal barna og unglinga. Mikið hefur verið skrifað um málefnið og mörg sjónarmið komið fram. Þótt skilningur hafi vissulega vaxið ber ennþá á ákveðnu þekkingar- leysi og fordómum í garð barn- anna og fjölskyldna þeirra. Bjartsýnishópurinn, sjálfshjálp- arhópur foreldra barna með of- virkni (ADHD), sem stofnaður var eftir námskeið sem haldið var í samvinnu Þroskahjálpar á Suðurnesjum og foreldrafélaga grunnskólanna á Suðurnesjum, hefur nú starfað í 10 ár. Á þessum tímamótum ákvað hópurinn að standa fyrir tveim fyrirlestrum um málefnið. Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn í Heiðarskóla fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20:30. Fyrirlesari verður Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur sál- fræðideildar Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Í fyrirlestrinum mun Gylfi Jón fara yfir hvað ADHD er, orsakir og einkenni, áhrif þess á fjöl- skyldur, framtíðarhorfur barn- anna og hvað hægt er að gera til að hjálpa þeim og fjölskyldum þeirra. Auk foreldra er fyrirlesturinn sérstaklega gagnlegur fyrir afa og ömmur, frænkur og frændur og aðra þá sem umgangast of- virk börn. Síðan er fyrirhugað að halda fyr- irlestur um fullorðna ofvirka eftir áramót. Áhrif ofvirkni á fjölskyldur Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík og stjórnar-maður í Sambandi Íslenskra Sparisjóða fh. Menningarsjóðs Sparisjóðanna af henti Menningarsetrinu að Útskálum kr. 2 miljónir til uppbyggingar Menningarsetursins í síðustu viku. Jón Hjálmarsson formaður stjórnar veitti styrknum viðtöku. Útskálahúsið er eitt elsta prestsetur landsins, byggt árið 1889 en hefur síðustu ár legið undir skemmdum. Hér er um að ræða eitt mesta höfuð- ból prestsetra þessa lands, og hornsteinn í sögu suðurnesja. Að Útskálum var lagður grunnur að stofnun Sparisjóðsins í Keflavík árið 1907. Sparisjóðirnir styrkja menningarsetur að Útskálum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.