Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.2005, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 17.11.2005, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 17. NÓVEMBER 2005 I 23 DAGLEGT SPORT Á NETINU WWW.VF.IS/SPORT K eflvíkingar taka á móti lett neska lið inu BK Riga í Evrópukeppn- inni í körfuknattleik í kvöld. Þar fá Keflvíkingar lokatæki- færi á að komast upp úr riðli sínum, en til þess þurfa þeir að vinna upp 18 stiga forskot Lettanna úr fyrri leiknum. Lykilatriði til að það takmark náist er að stuðningsmenn Kefla- víkur fjölmenni í Sláturhúsið og láti vel í sér heyra. Ekkert er ómögulegt í körfuknattleik víst er að leikmenn munu leggja sig alla fram. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður frítt á leikinn fyrir börn á grunnskólaaldri sem taka einn fullorðinn með sér. Aðgangs- eyrir fyrir fullorðna er kr. 1000. Nú eða aldrei! Fjölmenni var samankomið á Möggumóti fimleikadeildar Keflavíkur um helgina. Mótið, sem er nefnt eftir Margréti Einarsdóttur, stofnanda deildarinnar, er árlegur viðburður þar sem ungir iðkendur keppa sín á milli til að öðlast keppnisreynslu á mótum. Tilþrif á Möggumóti Fjöldi stúlkna tók þátt í fjörugu móti laugardag-inn 5. nóvember sl. Það var hart barist á öllum víg- stöðvum og í lokin urðu móts- meistarar þessir: A-lið: Breiðablik B-lið: Stjarnan C-lið: Breiðablik D-lið: HK. Keflavík var með 3 lið í mótinu að þessu sinni. Intrum var styrktaraðili mótsins og gladdi stelpurnar í mótslok með veglegum bakpokum. Intrum mót í 5. flokki kvenna Enn styrkjast Grindvíkingar G rindvíkingar eru hvergi nærri hættir að styrkja knatt- s p y r n u l i ð sitt og hafa n ú f e n g i ð varnarmann- inn efnilega K r i s t j á n Valdi mars- son til liðs við sig. Kristján er 21 árs og hefur leikið allan sinn feril með fylki. Hann fékk hins vegar fá tækifæri með þeim og hefur því ákveðið að leita tækifæranna suður með sjó. Kristján mun að öllum lík- indum skrifa undir þrigja ára samning við Grindavík í dag. Þjóðverji í UMFG K örfuknatt leikslið Grindavíkur hefur sótt um félagsskipti til Körfuknatt- leikssambands Ís lands fyr ir þ ý s k a l e i k - manninn Andr- eas Bloch. Andreas er 204 cm á hæð og kemur til með að sinna hlut verki mið herja hjá Grind vík ing um. Hann verður löglegur með Grind- víkingum þann 10. des þegar Grindavík leikur í Lýsingar bikarnum. „Þetta eru nauðsynlegar að- gerðir hjá okkur, við höfum ekki á sömu breidd að skipa í leikstöðum eins og t.d. Njarðvík og Keflavík og því vantar okkur sárlega mann í miðjuna,” sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grind- víkinga, í samtali við Víkur- fréttir. Jón Oddur setur skólamet S und mað ur inn Jón Oddur Sigurðsson úr ÍRB, sem keppir með Stony Brook Háskólanum í Banda ríkj un um, setti skólamet í 200m bringu- sundi á dögunum. Hann keppti með liði sínu á móti Fordham Háskola og sigr- uðu Jón og hans menn á mótinu Hann synti á 2:09,71 og lenti í öðru sæti í greininni. Hann var einnig í sigursveit Stony Brook í 400m fjórsundi. Jón Oddur hóf nám við skól- ann í haust og hefur staðið sig vel með sund lið inu. Hann sigraði m.a. í 100m og 200 m bringusundi á móti í lok október. Molar Gunnar Oddsson hefur gert munnlegt samkomulag við forsvars- menn knattspyrnudeildar Reynis um að þjálfa liðið næsta sumar. Gunnar hefur stýrt liðinu síðustu tvö ár og kom liðinu upp í 2. deild í haust. Gunni Odds áfram með Reyni

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.