Víkurfréttir - 02.11.2006, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 2. NÓVEMBER 2006 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Björgvin
í 1. sæti
Opið prófkjör Sam-fylkingarinnar 4. nóvember er kjörið
tækifæri fyrir okkur íbúa
Suðurkjördæmis til að velja
okkur nýjan forystumann á
Alþingi Íslendinga.
Margrét Frímansdóttir lætur
af störfum eftir farsælan feril
og vanda þarf við val ið á
nýjum leiðtoga.
Í mínum huga er valið ekki
erfitt. Ég mun setja Björgvin
G. Sigurðsson í 1. sæti. Hann
er sá sem ég treysti vel til að
leiða listann til sigurs enda
tala verkin og hann hefur
staðið sig vel í þinginu. Flutt
mörg mál af krafti og af harð-
fylgi. Þar má nefna að Björg-
vin hefur tekið málefni Suður-
strandarvegar upp á Alþingi
og barist vel fyrir mörgum
öðrum framfaramálum.
Veljum nýjan leiðtoga á laug-
ardaginn og setjum Björgvin
í 1. sætið.
Lárus Þórhallsson,
húsasmíðameistari.
Íslenska ábyrgðarmanna-kerf ið á sér ekki hlið-stæðu. Hér þykir sjálfsagt
a ð e i n s t a k -
l i ng ar, s em
eng r a h a g s -
muna eiga að
gæta, gangist
í ábyrgð fyrir
lán. M.ö.o., A
og B gera með
sér samning.
Verði hann ekki efndur kemur
það í hlut C, sem er ábyrgð-
armaður, að bera hallann af
því. Það er mjög athyglisvert
að kerfið hafi fest sig í sessi
hér á landi og í raun undarlegt
hve lítil umræðan hefur verið
um þá staðreynd. Það er ekki
síður athyglisvert að þetta skuli
gerast hér, því lengi höfum við
talið íslenska samfélagið taka
frekar mið af skipulagi jafn-
aðar og félagshyggju eins og á
hinum norðurlöndunum, en
einstaklingshyggju Bandaríkj-
anna. Í sex skipti hef ég flutt
á alþingi lagafrumvarp um af-
nám ábyrgðarmannakerfisins
í núverandi mynd. Þessu kerfi
verður ekki breytt nema með
lögum. Upp undir helmingur
þingmanna hafa flutt málið
með mér. Þrátt fyrir það hefur
málið ætíð sofnað í nefnd. Það
er áhugaverð spurning hvers
vegna vilji meirihluta þingsins
skuli ekki ná fram að ganga?
Svar við spurningunni hlýtur
að liggja í því að einhver hafi
svo mikil áhrif að vilji þings-
ins nær ekki fram að ganga.
Það er ekki í anda hugmynda
um lýðræði.
Heimili undanþegin.
Eins og ég nefndi þekkist ís-
lenska ábyrgðarmannakerfið
hvergi. Í einstökum fylkjum
Banda ríkj anna, Florida og
víðar, hefur þróast regla sem
mér þykir afar merkileg og tel
mikilvægt að taka hana upp
hér á landi í einhverri mynd.
Reglan kveður á um að heimili
skuldara renni ekki inn í gjald-
þrotabú við skipti. Það þýðir á
manna máli að heimili manna
verða ekki seld nauðungarsölu á
uppboði þó einstaklingur verði
gjaldþrota. Rökin eru þau að
það þjóni ekki hagsmunum
samfélagsins að reka einstak-
linga og fjölskyldur þeirra á dyr
vegna gjaldþrots. Sú aðgerð
auki aðeins á vanda samfélags-
ins en leysi ekkert. Svo einfalt
er það. M.ö.o. er það sjónarmið
ofan á í þessum fylkjum að það
vegi þyngra að koma í veg fyrir
vanda mál vegna sundraðra
heimila en réttur einstakra
kröfuhafa af því að fá kröfu
greidda með því að selja heimili
fjölskyldunnar ofan af skuldara.
Tilvist bandarísku reglunnar
leiðir af sér að ríkar kröfur eru
gerðar til aðila um fagleg vinnu-
brögð við gerð lánasamninga.
Afl peninganna.
Mismunandi sjónarmið ráða
því hvers vegna einstaklingar
gangast í ábyrgðir eða „neyð-
ast“ til að ganga í ábyrgðir. Má
nefna kröfur lánastofnana eða
fyrirtækja um tryggingar, þrýst-
ingur frá fjölskyldu, vinum og
kunningjum sem erfitt getur
verið að standast, þar sem af-
koma og afdrif einstaklinga geta
verið undir því komin að fyrir-
greiðsla fáist. Niðurstaðan er sú
að það er nánast nauðung gagn-
vart hverjum þeim sem gengst í
ábyrgð og í þeirri nauðung birt-
ist hið mikla afl sem er að baki
peningum. Sorgleg dæmi um
afleiðingar þekkja allir.
Niðurlag.
Ég hef nú lagt ábyrgðarmálið
fram sjöunda sinni á þingi.
Markmið mitt er skýrt, að af-
nema það í núverandi mynd.
Það á að vera meginregla í við-
skiptum að viðskiptamenn beri
sjálfir ábyrgð á sínum samn-
ingum - það geti ekki verið
meginregla að sú ábyrgð hvíli á
annarra herðum eins og hefur
verið. Það hversu algengt það
er að aðrir en samningsaðilar
beri ábyrgð á efndum samnings
kallar á óvönduð vinnubrögð.
Það er því nauðsynlegt að efla
ábyrgð og siðferði í íslensku
viðskiptalífi. Afnám ábyrgðar-
mannakerfisins er skref í þá átt.
Fyrir því mun ég áfram berjast.
Lúðvík Bergvinsson
alþingismaður
Sækist eftir 1. sæti á lista Sam-
fylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
- siðlaust kerfi sem ber að afnema.
Ábyrgðarmannakerfið
æLúðvík Bergvinsson skrifar: