Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.2006, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 02.11.2006, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 44. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Við skorum á þig að tippa,“ er nýr leikur sem Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur stendur fyrir. Leikurinn hefst þannig að skorað er á formann Keflavíkur að tippa hjá Íslenskum getraunum á enska boltann fyrir kr. 480 í boði Barna- og unglinga- ráðs gegn því að hann styrki ráðið um mögulegan vinning að hámarki 5.000.- Áskorandinn getur notað 8 leiki með einni merkingu, fjórir leikir eru tvítryggðir og einn leikur er þrítryggður. Seðilinn birtist í Víkurfréttum og þar getur tipparinn skorað á þann næsta með sömu reglu. Í vikunni á eftir kemur fram hvað fyrri áskorandi fékk marga rétta og hvort hann hafi unnið eitthvað. Leikurinn stendur yfir fram í janúar eða þar til fyrirtækjaleikurinn tekur við. Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, opnar leikinn nú og skorar á Rúnar V. Arnarson, formann knattspyrnudeildar Keflavíkur. Getraunseðill Einars lítur svona út: Nótt eina nýverið óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögregl-unnar í Keflavík. Ofurölvi farþegi hans vildi með engu móti yfirgefa bifreiðina þegar heim var komið, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni. Sá leigubílstjórinn sér ekki annað fært en að kalla til lögreglu, sem tók farþegann í sína vörslu. Fékk hann að sofa úr sér í fangageymslu lögreglunnar. Neitaði að yfirgefa leigubílinn Getraunaleikur: Við skorum á þig að tippa! 1. 1 Man. Utd. - Portsmouth 2 1 Liverpool - Reading 3 1 Bolton - Wigan 4. 1x Charlton - Man. City 5 x2 Watford - Middlesbro 6 x2 Barnsley - Leeds 7. 1 Burnley - Ipswich 8. 2 Colchester - Cardiff 9. 1x2 Derby - W.B.A 10 1 Norwich - Sunderland 11. 2 Plymouth - Birminghan 12. 1 Preston - Luton 13. x2 Q.P.R. - Crystal Palace Einar Haraldsson Heilsa og hollusta / Íþróttaakademían: Hvernig í ósköpunum á ég að fara að þessu? Á hverju á ég að byrja? Er þetta ekki hrikalega flókið og mikið vesen? Þetta eru spurningar sem margir spyr ja sig þeg ar þeir standa frammi fyrir því að vilja breyta lífstíl og mataræði til batnaðar. Mörgum finnst þetta óyf- irstíganlegt vandamál og gefast þar af leiðandi upp, jafnvel án þess að reyna. „Í dag er þetta ekkert mál,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti. Hún segir að fólk þurfi ein- faldlega leiðsögn um hvar það eigi að byrja og hverju það geti auðveldlega breytt til batnaðar. „Stórmarkaðirnir keppast nú við að auka hillupláss í verslunum sínum fyrir heilsuvörur og lífræna úr- vals fæðu er hægt að fá úr flest öllum fæðu- flokkum í dag,“ segir Inga. Hún segir að heilsu- vöruverslunum hafi fjölgað mikið á síðustu misserum og úrval matvöru stóraukist. „Það er meira að segja hægt að fá kex, kökur og kart- öfluflögur úr lífrænu hráefni, sem eru þá laus við transfitusýrur og hvítan sykur og það kann líkaminn að meta,“ segir Inga. Hún leggur áherslu á að það sé alls ekkert mein- lætalíf að breyta og bæta mataræðið. „Þetta snýst um að læra að velja betra hráefni og gera mun á illa unni fæðu, fullri af aukaefnum og góðum vel unnum matvörum án auka- efna.“ Fimmtudaginn 9. nóvember mun Inga halda fyrirlestur í Íþróttaakademíunni sem hún kallar „Einfalda leiðin.“ Þar mun hún leiða fólk í allan sannleikann um það hvað það er í raun einfalt að breyta mataræðinu til batnaðar og hvernig farið er að því að verða líkamanum út um öll þau næringarefni sem hann þarfnast. Einnig mu n hú n k e n n a f ó l k i hvernig það getur komið stjórn á blóðsykurinn og hvaða fitu og olíur er best og hollast að nota í matargerð og til inn- töku. „Ég verð líka með sýnishorn með mér af ýmsum matvörum, því fólki finnst gott og lærdómsríkt að sjá hvernig þessar vörur líta út,“ segir Inga. Er flókið að nota lífrænt ræktaðar vörur? Af vettvangi lögreglunnar: Kvöld eitt í síðustu viku var lögreglu tilkynnt um innbrot í íbúð í Njarðvík. Íbúðin er á fyrstu hæð og var farið inn með því að spenna upp svalahurð um hábjartan daginn á meðan íbúarnir voru í vinnu. Stolið var fartölvu af gerðinni Fujitsu Siemens, vídeótæki, Sony stafrænni myndavél og fleiri tækjum. Ekki er vitað hver þarna var að verki og lögregla rann- sakar málið. Brotist inn í íbúð í Njarðvík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.