Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.2006, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 02.11.2006, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 2. NÓVEMBER 2006 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Við hjón in fór um á frá bær an fund um forvarnir og fíkniefna- vandann, sunnudagskvöldið 29/10 kl.20. Fund sem þing- maðurinn okkar Gunnar Örn Örlygsson boðaði til í 88 hús- inu. Þar mættum við tímalega til að fá sæti, því að við áttum von á að það yrði fullt út úr dyrum, en því miður mættu að- eins örfáar manneskjur. Örfáir íbúar sem láta sig máli skipta hvað er að gerast í okkar bæj- arfélagi og hjá okkur sjálfum. Foreldrar, aðstandendur og fagaðilar kvarta og kveina um að ekkert skuli vera að gert í sambandi við forvarnir og fíkniefnavandan. En láta síðan ekki svo lítið að mæta á jafn mikilvægan og fróðlegan fund sem þessi var. Spurning hvort þetta flokkist ekki undir meðvirkni. Meðvirkni er stórhættuleg. Foreldrar, systkyni, ættingjar og vinir eru mjög meðvirkir þeim sem eru í vandræðum af einhverju tagi. Borga fyrir þau skuldir, lána þeim, keyra fram og til baka og.s.frv. Gera sér engan veginn grein fyrir því hvað þau eru að gera börnum sínum. Sumir foreldrar eru svo stoltir að þau gera allt til að fela hvernig fyrir börnunum þeirra er komið. Veldur þessi með- virkni algjöru ábyrgðarleysi, til- litsleysi, stjórnleysi, ótta, kvíða og jafvel geðveiki. Ef þau eru ánetjuð dópi, áfengi eða öðru, þá er bara verið að flýta fyrir því að þau verði veikari og ná sér jafnvel aldrei út úr þessu, missa alla sjálfsvirðingu og detta í þunglyndi. Þau biðja um pening fyrir bíó, bensín á bílinn, video eða einhverju öðru en kaupa efni eða annað slíkt fyrir pen- inginn. Hvað erum við að gera annað en að skemma þá einstak- linga sem við elskum. Hvað er í gangi? Leitið eftir fræðslu og aðstoð ef þarf t.d. hjá aa.is -- saa.is -- fjolsmidjan.is -- marita.is, eða einhverjum öðrum aðilum. Einnig er gott að tala við fólk sem er búið að ganga í gegn um þetta og eru að gera eitthvað í sínum málum. Ekki ganga með þessar byrðar á herðunum ykkar ef hægt er að losna undan þeim. Ekki láta fjölskylduna flosna upp þar sem hægt er að kom- ast hjá því. Þetta á ekki að vera feluleikur. Lærðu að segja nei og standa við það þó að það sé óþægilegt. Þetta er ekki síður hættu legt okkar heilsu, þar sem við getum verið jafn sjúk og sjúklingurinn í meðvirkni okkar, meðvirkni sem fellst í ótta, kvíða, óöryggi og fl. Að segja NEI og standa við það er smá vísir að bata og gott fyrir báða aðila. Foreldrar eru oftast blindir á sín eigin börn, sjá síðast af öllum hvað er að gerast. Hlustið á aðra, þeir hafa yfirleitt rétt fyrir sér þó svo að það sé sárt. Við þurfurm að fá sambærilega þjónustu hingað á Suðurnesin og þá fræðslu og td. SÁÁ, AA, Fjölsmiðjan, Marita og fleiri fag- aðilar veita, þjónustu sem nýtist fyrir alla þá sem vilja aðstoð. Erlingur Jónsson af eigin reynslu. Skipta forvarnir okkur ekki máli? æErlingur Jónsson skrifar:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.