Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 03.04.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 3. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM www.vf.is+ 83% www.fiskeldi.isS:612-5552 ATVINNA Óskum eftir að ráða rafvirkja og/eða mann vönum PLC forritun. Upplýsingar í símum 612 5552 og 895 3556 eða á netfangið kalli@raftech.is. Nú er rétti tíminn til að panta tíma svo að bíllinn komist í gott bað fyrir páskana. Vönduð vinna og sanngjarnt verð. FJÖLSMIÐJAN Á SUÐURNESJUM Smiðjuvellir 5 – Gamla Húsasmiðjuhúsið - Reykjanesbær - s. 421-1551 KEYRÐU UM Á HREINUM OG GLANSANDI BÍL UM PÁSKANA -fréttir pósturu vf@vf.is Nýtt og glæsilegt framreiðslu-eldhús hefur nú verið tekið í gagnið á Nesvöllum en hingað til hefur maturinn í þjónustumið- stöðinni verið aðsendur þangað. Fyrsta máltíðin var framreidd 1. apríl og var boðið upp á kóte- lettur í raspi með öllu tilheyrandi. Í eldhúsinu verða útbúnir um 200 matarskammtar í hádeginu alla daga ársins en þeir sem njóta góðs af því eru íbúar og starfsmenn á Nesvöllum og Hlévangi auk gesta í þjónustumiðstöðinni. Þjónustumiðjan á Nesvöllum býður nú upp á hádegisverð alla virka daga og til skoðunar er að bjóða hið sama um helgar. Um 120 manns starfa á hjúkrunarheimil- unum á Nesvöllum og Hlévangi að meðtöldum starfsmönnum í eld- húsi. Fyrsti íbúinn á Nesvöllum er Margrét Stefánsdóttir en hún flutti frá Garðvangi 16. mars sl. og voru henni færð blóm og konfekt af til- efninu. n Um 200 matarskammtar útbúnir öll hádegi á Nesvöllum: Nýtt og glæsilegt framreiðslueldhús Bein leið, nýtt framboð í sveitarstjórnarkosning- unum í Reykjanesbæ hefur sam- þykkt framboðs- lista skv. tillögu frá uppstillingarnefnd. Listann skipa 12 konur og 10 karlar þar af eru 4 konur í 6 efstu sætum. Bein leið hefur óskað eftir listabókstafnum Y. 1. Guðbrandur Einarsson, 55 ára, formaður VS og Lands- sambands ísl. verzlunarmanna 2. Anna Lóa Ólafsdóttir, 49 ára, náms- og starfsráðgjafi hjá MSS, Skólavegi 10 , 230 Reykja- nesbæ 3. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, 46 ára, laganemi, Greniteigi 35, 230 Reykjanesbæ 4. Kristján Jóhannsson, 46 ára, formaður og fram- kvæmdastjóri FFR, Brekkustíg 23, 260 Reykjanesbæ 5. Helga María Finnbjörnsdóttir, 33 ára, viðskiptafræðingur og kennari, Efstaleiti 75, 230 Reykja- nesbæ 6. Lovísa N. Hafsteinsdóttir, 47 ára, tómstunda- og félags- málafræðingur og meistaranemi í opinberri stjórnsýslu, Svölutjörn 75, 260 Reykjanesbæ 7. Sólmundur Friðriksson, 46 ára, grunnskólakennari, Há- teigi 3, 230 Reykjanesbæ 8. Dominika Wróblewska, 18 ára, fjölbrautaskólanemi, Hringbraut 93, 230 Reykjanesbæ 9. Davíð Örn Óskarsson, 27 ára, frístundaleiðbeinandi, Tjarnabraut 8b, 260 Reykjanesbæ 10. Una María Unnarsdóttir, 21 árs, háskólanemi, Ægisvöllum 27, 230 Reykjanesbæ 11. Birgir Már Bragason, 41 árs, umsjónarmaður fast- eigna Keilis, Heiðargarði 27, 230 Reykjanesbæ 12. Arnar Ingi Tryggvason, 27 ára, stöðvarstjóri og formaður LK , Heiðarvegi 25, 230 Reykja- nesbæ 13. Baldvin Lárus Sigurbjartsson, 18 ára , menntaskólanemi, Brekkustíg 19, 260 Reykjanesbæ 14. Guðný Backmann Jóelsdóttir, 49 ára, viðskiptafræðingur, Hrauntúni 14, 230 Reykjanesbæ 15. Hafdís Lind Magnúsdóttir, 18 ára, framhaldsskólanemi, Vallargötu 15, 230 Reykjanesbæ 16. Tóbías Brynleifsson, 53 ára, fyrrv. sölumaður, Akur- braut 38, 260 Reykjanesbæ 17. Hrafn Ásgeirsson, 58 ára, lögregluþjónn, Faxabraut 75, 230 Reykjanesbæ 18. Kristín Gyða Njálsdóttir, 47 ára, þjónustufulltrúi, Norður- völlum 10, 230 Reykjanesbæ 19. Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, 40 ára, grunnskólakennari, Fíf- umóa 9, 260 Reykjanesbæ 20. Einar Magnússon, 70 ára, tannlæknir, Háholti 8, 230 Reykjanesbæ 21. Sossa Björnsdóttir, 60 ára, listmálari, Mánagötu 1, 230 Reykjanesbæ 22. Hulda Björk Þorkelsdóttir, 65 ára, verkefnastjóri, Sunnu- braut 11, 230 Reykjanesbæ Bein leið samþykkir framboðslista X-Y Prófkjör hjá S-list- anum í Sandgerði á laugardag u Prófkjör S-lista Samfylk- ingarinnar og óháðra borgara í Sandgerði vegna sveitarstjórna- kosninga 2014 fer fram laugar- daginn 5. apríl. Kosið verður í Miðhúsum við Suðurgötu í Sandgerði og verður kjörstaður opinn frá kl. 12:00 til kl. 18:00. Sjö einstaklingar gefa kost á sér í prófkjörinu og eru þeir eftir- taldir: Andri Þór Ólafsson gefur kost á sér í 2.-3. sæti. Fríða Stefánsdóttir gefur kost á sér í 2.-4. sæti. Helgi Haraldsson gefur kost á sér í 2.-3. sæti. Kristinn Halldórsson gefur kost á sér í 2.-4. sæti. Lúðvík Júlíusson gefur kost á sér í 1.-6. sæti. Ólafur Þór Ólafsson gefur kost á sér í 1. sæti. Sigurveinn Bjarni Jónsson gefur kost á sér í 2. sæti. Þrjú efstu sætin eru bindandi. Framboðslisti Sjálfstæðisflokks- ins í Grindavík samþykktur u Framboðslisti Sjálfstæðis- félags Grindavíkur vegna sveita- stjórnarkosninganna 31. maí næstkomandi var samþykktur á fundi fulltrúaráðs félagsins í vik- unni. Oddviti listans er Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður. Framboðslistinn í heild: 1. Hjálmar Hallgrímsson 2. Guðmundur Pálsson 3. Jóna Rut Jónsdóttir 4. Þórunn Svava Róbertsdóttir 5. Sigurður Guðjón Gíslason 6. Klara Halldórdóttir 7. Ómar Davíð Ólafsson 8. Jón Emil Halldórsson 9. Gunnar Harðarson 10. Birgitta Káradóttir 11. Magnús Bjarni Pétursson 12. Berta Grétarsdóttir 13. Kristín Gísladóttir 14. Vilhjálmur Árnason Umhverfisátak í Vogum - Bæjarbúar fá áskorun í pósti. uÁ næstu dögum verða send út fjölmörg bréf til eigenda fast- eigna og lóða í Vogum þar sem umgengni er ábótavant. Eigend- urnir eru hvattir til að taka til hjá sér, losa sig við rusl af lóðum, þ.m.t. bílhræ, sækja um stöðu- leyfi þar sem það á við, ganga þannig frá húsum og munum að ekki stafi hætta af o.s.frv. Með þessum vinsamlegu til- mælum vonast sveitarfélagið til að vel verði við brugðist, þannig að ásýnd sveitarfélagsins batni til muna frá því sem nú er. Umhverfisdagar sveitarfélagsins verða í lok apríl, þá verða gjald- frjálsir dagar fyrir íbúa sveitar- félagsins á móttökustöð Kölku. Sveitarfélagið hvetur alla til að sameinast í átakinu um að ganga vel um.Tökum höndum saman og göngum vel um. „Umgengni lýsir innri manni.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.