Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Side 11

Víkurfréttir - 16.04.2014, Side 11
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 16. apríl 2014 11 Þyrlan býður upp á mikla möguleika Fyrir skömmu festi Óli Haukur kaup á fjarstýrðri þyrlu sem hægt er að festa ljósmyndunarbúnað á. Hann segir þá tækni bjóða upp á endalausa möguleika hvað varðar ljósmynda- og kvikmyndatökur. „Það yrði gaman að láta reyna á markaðssetningu hjá stóru kvik- myndaf yr ir tækjunum hérna heima.“ Hann segir mikla vöntun eftir slíkri þjónustu því hún sé mikið ódýrari en að leigja þyrlur. Þyrlan hans komist í 1200-1500 fet og stærri þyrlur enn hærra. Einnig sé hægt að búa til hnitaprógram í GPS kerfi sem auðveldi ýmis- legt. Nýlega tók hann loftmyndir af Reykjanesbæ í ljósaskiptunum með þyrlunni. „Mig hefur alltaf langað til að sjá bæinn okkar frá öðru sjónarhorni og það getur verið mjög erfitt að taka myndir að kvöldi, þá verða meiri líkur á hreyfðum myndum. Því notað- ist ég við Sony RX-100 compact myndavél með mjög ljósnæmri linsu á fjögurra hreyfla þyrlu sem getur stillt sig af með GPS tækninni. Þannig náði ég skýrum og óhreyfðum myndum.“ Bræðurnir vinna saman Fjölbreytileiki starfs Óla Hauks býður upp á alls kyns ævintýri hingað og þangað og í stúdíói þess á milli. Garðar, bróðir hans, er að klára nám við Kvikmyndaskóla Ís- lands og hefur verið með honum í nokkrum verkefnum sem snúa að myndbandagerð. Bræðurnir hafa tekið upp og klippt brot af því besta í brúðkaupum, árshátíðum og slíku. Það hafi vakið mikla lukku. „Æ meiri kröfur eru gerðar til þess að bæði séu teknar ljósmyndir og myndbönd. Og helst að öllu sé skilað á sem skemmstum tíma. Ef við tökum upp fjölmennar árs- hátíðir á laugardegi þá reynum við að skila af okkur efninu á hádegi á mánudegi,“ segir Óli Haukur. „Við reynum að gera hlutina vel og vera með snögga og góða þjónustu. Það skiptir miklu máli. Því ég er á fullu alla daga og öll kvöld, á milli þess sem ég tek myndir fyrir sjálfan mig af norðurljósum og slíku. Svo á ég konu og þrjú börn og reyni því að skammta tímann eftir bestu getu,“ segir Óli Haukur hlæjandi að lokum. Tjaldvagnaland Seglagerðarinnar hefur sameinast Útilegumanninum undir nafninu Útilegumaðurinn í glæsilegu húsnæði við Korputorg H jö rtu r G uð na so n CMYK% Cyan = 98 / Magenta = 50 / Yellow = 0 / Black = 0 GRÁSKALI Black = 50% SVART/HVÍTT Black = 100% PANTONE PANTONE 300 C Logo / merki Eyjarslóð 5 101 Reykjavík s: 511 2200 f: 511 2211 n: seglagerdin@seglagerdin.is www.seglagerdin.is Landsins mesta úrval af ferðavögnum Mikið úrval af nýjum og notuðum hjólhýsum, tjaldvögnum og fellihýsum, ásamt Outwell tjöldum og aukahlutum. Opnunartími: mán-fös kl: 10-18 lau-sun kl: 12-16 Korputorg 112 Reykjavík Sími 551 5600 utilegumadurinn.is ROCKWOOD VAGNINN FERÐAVAGNAR KAUPLEIGA GRÆNIR BÍLAR DHL Express á Íslandi óskar eftir að ráða tollafulltrúa í sumarafleysingar á starfsstöð sinni á Keflavíkurflugvelli. Starfssvið: - Tollskýrslugerð - Náin samvinna með tollgæslunni - Reikningagerð - Samskipti við viðskiptavini og samstarfsmenn í öðrum deildum - Þátttaka í öðrum verkefnum innan deildarinnar Menntunar- og hæfniskröfur: - Framúrskarandi þjónustulund & lipurð í mannlegum samskiptum - Nákvæm og skipulögð vinnubrögð - Frumkvæði og geta til þess að vinna undir álagi - Gott vald á íslensku og ensku, töluðu og rituðu máli - Góð almenn tölvukunnátta, kunnátta í Navision æskileg - Tollmiðlararéttindi eru æskileg - Hreint sakarvottorð er skilyrði Umsóknarfrestur er til 25. apríl. Áhugasamir eru hvattir til að senda ferilskrá á netfangið atvinna@dhl.com Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Tómasdóttir, starfsmannastjóri DHL Express á Íslandi, í síma 535-1100. DHL Express á Íslandi ATVINNA Sumarafleysingar - Tollafulltrúi Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbæ í ljósaskiptunum, tekin úr fjarstýrðu þyrlunni.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.