Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2014, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 30.04.2014, Qupperneq 14
miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 Þegar ljóst varð að ég skipaði 2. sæti Frjáls afls í Reykjanesbæ spurði góð vinkona hvers vegna ég stæði í þessu og bætti svo við: „Veist þú eitthvað um pól- ítík?“ Fyrri spurningunni svaraði ég þannig að öllum væri hollt að stíga út fyrir þægindarammann og takast á við nýjar áskoranir. Seinni spurningunni svaraði ég svona: „Ég kann sem betur fer lítið inn á gamaldags pólitík sem snýst um að tryggja sér og sínum valdastöður, en ég veit nákvæmlega hvernig pólitík ég vil sjá í Reykjanesbæ í framtíðinni.“ Mín pólitíska sýn gengur út á ábyrga stjórnun bæjarfélagsins, þar sem bætt lífskjör eru eðlileg af- leiðing af öguðum vinnubrögðum. Hún gengur út á að við einbeitum okkur að raunhæfum atvinnutæki- færum í stað þess að dreifa kröft- unum út um víðan völl með engum árangri. Hún gengur út á að hags- munir íbúanna verði í brennidepli í stað þess að stjórnendur bæjar- félagsins baði sig í sviðsljósinu. Fyrir mér snýst pólitík um ákvarð- anir um skólamál, atvinnumál, heilbrigðisþjónustu, samgöngur, menningu, tómstundir, fjármál og margt fleira. Ég kann svo sannar- lega að taka ákvarðanir og hef brennandi áhuga á að byggja upp betri Reykjanesbæ. Áskorunin felst í því að skapa hér réttlátt, heilbrigt og skemmtilegt bæjarfélag þar sem okkur getur öllum liðið vel. Elín Rós Bjarnadóttir, skipar 2. sæti á lista Frjáls afls. -aðsent pósturu vf@vf.is Fy r r á á r i n u ákvað ég að fara í smá óvissuferðalag sem fólst í því að taka þátt í pólitík. Fyrst var ég ekki alveg viss út í hvað ég væri að fara og hvort að þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á að gera. Áhyggjurnar reyndust hins vegar vera algör óþarfi. Því meira sem ég tók þátt í þessu því skemmtilegra var það. Það er óhætt að segja að pólitík sé orð- in eitt af mínum áhugamálum. Maður hittir helling af frábæru fólki sem er samt svo mismunandi hvað varðar menntun, reynslu og atvinnu, ræðir við þau um hvern- ig samfélagi við myndum vilja búa í, því að við eigum það jú öll sameiginlegt að okkur þykir vænt um bæinn okkar. Mér finnst samt dálítið sorglegt hversu óvirkt ungt fólk er í pólit- ík. Af hverju skiptir það ungt fólk svo litlu máli hvernig samfélagið þeirra er? Það samfélag sem þau alast upp í, mennta sig, vinna og nota þjónustu? Ég er viss um að ef ég spyrði einhverja af mínum vinum af hverju hafa þau engan áhuga á pólitík myndu eftirfarandi svör koma upp: Óspennandi, ekki á mannamáli og að þetta sé bara fólk að rífast. Ég get alveg sagt að ég var mjög sammála þeim áður en ég prófaði að taka þátt í þessu sjálf. En svo er eins og ein lítil pólitísk ljósa- pera hafi kviknað einhvers staðar í kollinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því hversu mikilvægt er að hafa skoðanir um samfélagið sitt og hversu mikilvægt það er að taka þátt, beint eða óbeint, til að stuðla að betri bæ handa okkur öllum. Pólitík getur nefnilega verið allt annað en sandkassaleikir pólitík- usa. Hún getur verið allt það sem skiptir þig máli. Það umhverfi sem þú ert í og þessi þjónusta sem þú notar. Er þá ekki rétti tíminn núna til að velta því fyrir sér hvernig við getum gert okkar samfélag betra? Hvernig við getum skapað sam- félag sem ÖLLUM líður vel í? Það er nefnilega þannig, hvort sem þú trúir því eða ekki, að þín skoðun, þinn vilji og þitt atkvæði skipta máli. Það er bara undir þér komið hvort þú viljir láta þínar skoðanir, vilja og þitt sjónarhorn á framtíðar- samfélagi líta dagsins ljós. Gætir þú hugsað þér að taka þátt í pólitík? Ég mæli með að þú gerir það og hver veit, kannski upplifir þú það sama og ég? Það er líka alltaf pláss fyrir ungt fólk að taka þátt í að breyta samfélaginu. Dominika Wróblewska Býður sig fram í 8. sæti hjá Beinni leið ■■ Dominika Wróblewska skrifar: Ég vil vera með ■■ Elín Rós Bjarnadóttir skrifar: Af hverju ætlar þú í framboð, Elín? ■■ Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar: Er ekki tími tilkominn að breyta? ■■ Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður skrifar: Fáum ekki fjögurra ára frí á milli kosninga ■■ Magnea Lynn Fisher skrifar: Heima er þar sem hjartað slær Öll börn eiga að njóta sömu tækifæra. Það er miserfitt hjá fólki og margir búa við bág kjör. Sumir eiga ekki fyrir mat og hvað þá reikningum. Sumir eru að missa heimili sín og bílana sína. Margt fólk er að berjast fyrir lífi sínu og barnanna og er að reyna að finna lausnir sinna mála alla daga. Eitt íþróttagjald á hverja fjölskyldu En hvað með börnin okkar ? Stétt og staða foreldra á ekki að skipta máli þegar kemur að velferð barna. Börn eiga að fá að vera jafningjar og eiga ekki að þurfa að líða fyrir heimilisaðstæður. Við í Framsókn teljum til dæmis að það myndi hjálpa mörgum fjölskyldum og börnum ef eitt íþróttagjald væri sett á hverja fjölskyldu og börnin mættu þá æfa þá íþrótt sem hentar þeim. Nú er staðan sú að mikill munur er á kostnaði á milli íþrótta- greina. Það útilokar sum börn frá því sem þau hafa mestan áhuga á. Þessu getum við breytt. Aðstoð við heimanám Annað sem skiptir miklu máli til að jafna aðstöðumun barna og auka lífsgæði einstaklinga í bænum er að samræma betur skóla og tóm- stundastarf. Með aukinni samræm- ingu á almenningssamgöngum og frístundastarfi ætti skutl eftir skóla að minnka og það er svo sannar- lega eitthvað sem myndi skipta fólk máli. Börn búa við mjög mismunandi aðstæður heima fyrir og því finnst okkur hjá Framsókn mikilvægt að boðið verði upp á aðstoð í öllum skólum við að ljúka heimanámi og að foreldrar greiði skóla eitt fast gjald fyrir bækur og ritföng. Við stefnum einnig að því að samræma skóladagatal á milli hverfa og auka sveigjanleika í opnunartíma leik- skóla. Heima er þar sem hjartað slær. Hjálpumst að því að gera bæinn okkar að betra heimili og aukum öryggi og vellíðan barnanna okkar. Hér eiga allir að búa við jafnrétti og það er verk okkar allra að hlúa að þeim sem minna mega sín. Magnea Lynn Fisher, sálfræðinemi og í 8. sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ Spennandi tímar eru framundan, sveitastjórnarkosn- ingar eftir mánuð. Aukinn áhugi er á bæjarmálum og m i k i ð a f f r a m - boðum, loforðum og gylliboðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í bæjarstjórn Reykjanes- bæjar síðan árið 2002. Setjum þessa tímalengd í örlítið samhengi: Árið 2002 varð Manúela Ósk Harðar- dóttir ungfrú Reykjavík í rauða Ty- son kjólnum sínum, Alicia Keys kom fram á sjónarsviðið og þætt- irnir The Osbournes hófu göngu sína. Flugfélagið Iceland Express var stofnað, Keiko var sleppt í sjóinn og hóf ferð sína til Færeyja, Falun Gong meðlimir voru hand- teknir í Reykjanesbæ og ég í Fjöl- braut! Já, það má með sanni segja að árið 2002 var fyrir löngu síðan. Burtséð frá kostum og löstum nú- verandi meirihluta er það mín ein- læga skoðun að stjórnarseta ein- hvers eins flokks í svo langan tíma, alveg sama hvað hann heitir, sé aldrei góð hugmynd. Enginn einn maður eða einn flokkur er ómiss- andi en ætíð þarf að hafa í huga að ef sama fólkið situr alltaf við stjórn, verður ekki ákveðin stöðnun í stefnu bæjarmála? Er litið fram- hjá nýjum, frjóum og gefandi hug- myndum ef þær koma frá öðrum? Mótum samfélagið saman Ég er ný í pólitík. Ég er 32 ára gömul og starfa sem hjúkrunar- fræðingur. Ég er í meistaranámi í heilbrigðisvísindum, á tvö börn og það styttist í þriðju háskólagráðuna mína. Ég hef gaman af áskorunum og því að fylgja málefnum eftir og sjá hugmyndir verða að veruleika. Það hefur því verið gaman að vinna undanfarið að því að móta nýja sýn fyrir Reykjanesbæ með félögum mínum og finna leiðir til þess hvernig við getum mótað saman samfélag grundvallað á jöfnuði, lýðræði, ábyrgð og gegnsæi með fjölskylduna í fyrirrúmi. Það sem mér þykir sérstaklega spennandi og áhugavert fyrir fjöl- skyldurnar í bænum er meðal annars það að við ætlum að hækka umönnunargreiðslur og þrefalda hvatagreiðslur. Hvað varðar at- vinnumálin tel ég brýnt að við hefjumst handa við að auka komu ferðamanna til Reykjanesbæjar með því að móta skýra stefnu í ferðamálum sem raunhæft er að fylgja eftir með framkvæmdum og öflugu markaðsstarfi. Það að efla Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er mál sem stendur mér mjög ná- lægt og mun ég leggja allan minn metnað í það. En stefnumálin okkar í heild sinni má finna á xsreykjanesbaer.is Þar sem er vilji, þar er leið Mér þykir eitt forgansefni mjög aðkallandi en það eru allar fjöl- skyldurnar í bæjarfélaginu sem eru í húsnæðisvandræðum. Sam- fylkingin og óháðir ætla að leggja mikla áherslu á samstarf við Íbú- ðalánasjóð til að koma umræddum tómum íbúðum á almennan leigu- markað. Þar sem er vilji, þar er leið. Kæru íbúar, ég hvet ykkur til að kynna ykkur stefnumál flokkana af kostgæfni og nákvæmni. Takið þátt í að byggja með okkur heil- brigt, lifandi og skemmtilegt sam- félag sem við getum verið stolt af. Nýtið kosningarrétt ykkar og takið afstöðu. Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og meistaranemi 2. sæti á lista Samfylk- ingarinnar og óháðra Sa g a l ý ð r æ ð i s á Í s l a n d i e r nánast jafn löng og saga þjóðarinnar. Ef til vil l tökum því stundum sem sjálfsögðum hlut. Kjósum og skiptum okkur svo ekki meira af næstu fjögur árin. En þetta er að breytast. Þátttaka almennings í samfélagslegum ákvörðunum er grundvöllur þess að lýðræðið virki. Allir hafa eitt- hvað fram að færa. Skiptum okkur af Að mínu mati vakti Hrunið haustið 2008 þjóðina af værum blundi. Fólk áttaði sig á því að stofnanir sem það hélt að það gæti treyst voru ekki traustins verðar. Almenningur reis upp og mótmælti. Síðan þá hefur umræðan um þjóðfélagsmál al- mennt aukist og breyst. Í síðustu alþingiskosningum komu fjölmörg ný framboð fram á sjónarsviðið. Sú hugsun að stjórnun sé einkamál lítils hóps er sem betur fer liðin tíð. Þessar breytingar eru liður í fram- þróun, ákveðinni vakningu og mér sýnist sem það sama sé að gerast hér í Reykjanesbæ. Máttlaus umræða Í Reykjanesbæ hafa nú nokkur ný framboð tilkynnt þátttöku sína í komandi sveitastjórnarkosningum sem er af hinu góða. Það er engu bæjarfélagi hollt að hafa sama fólkið við stjórnvölinn árum og jafnvel áratugum saman. Valda- klíkur myndast, gagnrýnin þynnist út og umræðan verður máttlaus. Í þannig umhverfi þrífst raunveru- legt lýðræði ekki. Svona er ástandið orðið í bæjarfélaginu okkar og því þurfum við að breyta í næstu kosningum með því að kjósa nýtt fólk til að fara með stjórnun bæjar- félagsins. Nýjar áherslur Innra eftirlit með fjármálum bæjarfélagsins verður að styrkja og áætlanir um fjármál og uppbygg- ingu bæjarfélagsins verða að vera raunhæfar. Einnig er kominn tími á nýjar áherslur í atvinnumálum og styrkingu félagsþjónustunnar sem og aukið íbúalýðræði. Fram- boðslisti Framsókn í Reykjanesbæ skartar nú öflugu fólki með fersk- ar hugmyndir og nýjar áherslur. Stefnuskrá framboðsins verður kynnt 2. maí þegar kosningaskrif- stofan Hafnargötu 62 verður opnuð með pompi og prakt og kynning á frambjóðendum og nánari upplýs- ingar um framboðið má nú finna á heimasíðunni: www.framsokn. com. Silja Dögg Gunnarsdóttir, al- þingismaður og skipar 22.sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ www.vf.is 83% LESTUR +

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.