Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2014, Síða 2

Víkurfréttir - 08.05.2014, Síða 2
fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 Allir eru með „Barnahátíð í Reykjanesbæ hefst með látum á miðvikudag,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnis- stjóri hátíðarinnar. „Það frábæra er að allir eru með,“ en þar á Guðlaug við alla 6 grunnskóla bæjarins, alla 10 leikskólana, Tónlistarskólann, dansskólana tvo og Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. „Bærinn er smekkfullur af skapandi börnum.“ Skólarnir eru allir þátttakendur í glæsilegri Listahátíð barna sem myndar hryggjarstykkið á sérstakri barnahátíð sem nær hámarki um næstu helgi með fjölbreyttum við- burðum, smiðjum og skemmti- legheitum sem börnum og fjöl- skyldum stendur til boða þeim að kostnaðarlausu. Þér er boðið í afmæli! - Ekki missa af glæsilegri listahátíð barna Grunnskólarnir sýna brot af því besta úr listgreinastarfi í vetur, undir heitinu „Listaverk í leiðinni,“ á vel völdum stöðum í bæjar- félaginu, gestum og gangandi til yndisauka. Leikskólarnir bjóða upp á stóra sameiginlega sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar sem ber titilinn „Afmæli“ í tilefni þess að Reykjanesbær fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Skrautlegar veitingar, borðbúnaður og afmæl- isgjafir af flottustu gerð úr verð- lausu efni munu gleðja gesti á þess- ari glæsilegu sýningu leikskólabarnanna. Á föstudag fá svo leik- listarhæfileikarnir að njóta sín á Hæfi- leikahátíð grunn- skólanna í Stapa í Hljómahöll þar sem úrval árshátíðarat- riða úr öllum grunn- skólunum verða sýnd fyrir fullu húsi. Ekki gleyma bangsanum heima Að sögn Guðlaugar nær Barna- hátíðin hápunkti á laugardag og sunnudag þegar gestum er boðið heim á margs konar viðburði til- einkaða börnum og fjölskyldum þeirra. Á laugardag fer meginþungi dagskrárinnar fram við Víkinga- heima. Landnámsdýragarðurinn verður opnaður, pylsur, tónlist, hestar, andlitsmálning og alvöru víkingar eru meðal þess sem mun gleðja börnin. Leikfangamarkaður barnanna fer fram í tjaldi við Vík- ingaheima en þar gefst börnum kostur á að gerast kaupmenn part úr degi. Boðið verður upp á sirkus- smiðju og sýningu, börnin geta hannað víkingaklæði á bangsann sinn og skoðað slökkviliðsbíla á nýrri sýningu. Deginum lýkur með búningaballi með Ávaxtakörfunni í 88 húsinu þar sem nýr ungmennagarður var tekinn í notkun um liðna helgi með hoppu- dýnu, aparólu, minigolfi, hjólaastólarólu og leik- tækjum. Skessa, tröll, galdra- kallar og nornir. Er það furða þótt kara- mellum rigni? Á sunnudeginum fer megin dagskráin fram við Duushúsin, menn- ingar- og listamiðstöð, þar sem listahátíð barna er í fullum gangi. Skessan er í hátíðarskapi og býður upp á lummur í hellinum sínum ásamt Fjólu tröllastelpu. Tívolítæki verða á Keflavíkurtúni, afmælis- leikjasmiðja, galdrakalla og norna- smiðja, kraftakeppni krakka og þá hljóðar veðurspáin upp á kara- melluregn. Deginum lýkur svo á skemmtun með Góa í Bíósal. Dagskrána í heild sinni, með tímasetningum, staðsetningum og nánari upplýsingum er að finna á vefsíðunni barnahatid.is. með fyrirvara um breytingar t.d. vegna veðurs. Frítt er á alla viðburði Barnahátíðar. -fréttir pósturu vf@vf.is „Ég fór á fund með markaðsstjóra Krabbameinsfélagsins í febrúar og bauðst til að sérhanna glasa- bakka, segla og hálsmen svo og að útbúa borðstanda fyrir þessar vörur og selja á sem víðastan máta. Í framhaldi af þeim fundi var haft samband við forsvarsað- ila markaðsdeildar Samkaups- verslana á Suðurnesjum sem tók vel í þetta verkefni og gaf leyfi til að setja upp vörustanda í verslunum Nettó í Njarðvík og Grindavík, Samkaupum, Strax og Kaskó í Keflavík með ljómandi góðum árangri,“ segir Hrafn Jónsson, eigandi Raven Design. Í tilefni af Mottumars ákvað Hrafn að láta gott af sér leiða með því að styrkja gott málefni með því að hanna og framleiða vörur með myndmerki Mottumars og gefa allan ágóða til Krabbameinsfélags- ins. Hrafn er afar þakklátur þeim sem höfðu trú á þessu framtaki og voru með. Hann segist hafa mætt mikilli velvild hjá Íslandspósti sem hafði til sölu sérmerktar Mottumarsvörur á flestum pósthúsum landsins, þar með talið í Vestmannaeyjum. Sér- stakar þakkir eru til allra innan Ís- landspósts fyrir þeirra samstarf og velvild við þetta verkefni. „Einnig fékk Krabbameinsfélagið í Eyjum senda Mottumars-segla sem þeir sáu sjálfir um að selja. Styrkurinn hefur verið afhentur forsvars- mönnum verkefnisins. Þessi fjárhæð verður notuð til styrktar baráttunni gegn krabbameini hjá körlum.“ ■■ Höfðingleg gjöf Raven Design: 700 þúsund til Krabbameinsfélagsins „Undirbúningur við að taka á móti fólkinu hófst fyrir u.þ.b. mánuði síðan, þegar fréttir bárust af þessum áformum Vísis. Þau eru mjög velkomin í okkar samfélag og munu líklega aðlagast mjög hratt. Sam- félagið á Húsavík er ekkert ósvipað og hér. Við bíðum í eftirvæntingu eftir þessum íbúum og ætlum að taka vel á móti þeim,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur í viðtali við Víkurfréttir. Eins og fram hefur komið í fréttum munu 40 manns, sem störfuðu hjá Vísi, flytjast búferlum frá Húsavík og Djúpavogi til Grindavíkur. Ró- bert segir samfélagið í Grindavík reiðubúið til þess að taka á móti hópnum. „Við höfum verið að stíla inn á þetta. Við erum sjávarútvegs-, ferðaþjónustu- og matvælafram- leiðslubær og hingað er að koma fólk með góða þekkingu í þeim geira.“ Um þriðjungur hópsins sem flytur til Grindavíkur er af erlendum upp- runa, aðallega pólskir, og Róbert segir að bærinn njóti góðs af því að vera með pólskumælandi starfs- mann sem hefur aðstoðað við að kynna væntanlegum íbúum skóla, leikskóla og aðra þjónustu. „Þannig höfum við betur skilið þarfir þessa fólks og getað útskýrt fyrir því hvað bíður þeirra hér. Við sjáum ekki annað en að börnin muni komast að í skólunum strax í haust. Ekki er um mörg börn að ræða svo að við höfum gott svigrúm til að taka á móti þeim og veita þeim þá þjón- ustu sem þau þurfa.“ Spurður um húsnæðismál segir Róbert að verið sé að vinna í að klára íbúðir sem hafa verið óklár- aðar. „Sérstaklega í fjölbýlishúsinu sem Íbúðalánasjóður á. Verið er að vinna að því að koma þeim íbúðum í notkun. Húsnæðismálin leysast þannig,“ segir Róbert að lokum. „Við ætlum að taka vel á móti þessu fólki“ – Íbúum Grindavíkur fjölgar brátt um 40 Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands undirrituðu nýverið samning um endur- nýjun á VORTAC-flugvita Keflavíkurflugvallar. Flugvitinn er sambyggður stefnu- viti fyrir borgaralegt flug (VOR) og herflug (TACAN) ásamt fjar- lægðarmæli (DME) og stendur norðvestan við flugbrautamót Keflavíkurflugvallar. Flugvitinn var settur upp á sjötta áratug síðustu aldar en nú eru hættir að fást í hann varahlutir. Nýi búnaðurinn er keyptur af fyrirtæk- inu Thales í Þýskalandi og verður hann settur upp á nýjum stað á flugvellinum. Kostnaður við verkefnið er um 200 milljónir króna sem að mestu leyti verða greiddar af Alþjóðaflugmála- stofnuninni og Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Verklok eru áætluð í lok þessa árs. Endurnýja flugvita á Keflavíkurflugvelli - Nýr flugviti kostar 200 milljónir króna Gamli flugvitinn á Keflavíkurflugvelli. Skessan í hell- inum býður til Barnahátíðar – í níunda sinn í fjölskylduvænum Reykjanesbæ 7. - 11. maí. Neikvæður rekstur Voga ■uÁrsreikningur Sveitarfélagsins Voga var tekinn til fyrri umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar. Fram kom á fundinum að rekstrarniðurstaðan er neikvæð um tæpar 20 milljónir króna. Gert hafði verið ráð fyrir að jöfn- uður yrði milli gjalda og tekna að því er kemur fram í fréttabréfi sem Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri sendi frá sér. Þar segir hann að góðu fréttirnar séu hins vegar þær að skuldaviðmið bæjar- félagsins sé komið vel niður fyrir viðmiðunarmörkin sem sett eru í sveitarstjórnarlögunum. Hlut- fallið er nú 109% ef allar skuldir eru teknar með í reikninginn, séu hins vegar lífeyrisskuldbindingar teknar frá er hlutfallið innan við 90%. Lögin heimila 150% að há- marki. Fjármunamyndun rekst- ursins er einnig viðunandi, en veltufé frá rekstri voru liðlega 64 m.kr. Bæjarstjórn Voga mun taka ársreikninginn til síðari umræðu á fundi sínum miðvikudaginn 14. maí nk. – að betra skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi Skólar í fremstu röð Framfarir hafa verið miklar á síðasta kjörtímabili og munum við halda áfram að starfa eftir Framtíðarsýn Reykjanesbæjar. Spjaldtölvuvæðing skólanna Reykjanesbær hefur tekið forystu í spjaldtölvunotkun í íslensku skólasamfélagi. Forvarnir á unglingastigi Fylgjum eftir einum besta árangri á landinu í forvörnum gegn áfengi, fíkniefnum og tóbaksnotkun unglinga. Öflugt foreldrastarf Samstarf foreldra við skólasamfélagið er grunnurinn að þeim góða árangri sem náðst hefur í leik- og grunnskólunum á síðustu árum. Sveigjanlegri opnunartími leikskóla Könnum áhuga foreldra á því að hafa sveigjanlegri opnunartíma leikskóla. Fjölbreytni í skólastefnum Við viljum auka fjölbreytni við rekstur og leita leiða til að bjóða upp á ný grunnskólaúrræði í samstarfi við rekstraraðila á því sviði. Morgun- og hádegisverður í grunnskólum Við viljum bjóða ókeypis hafragraut í morgunmat fyrir þau börn sem þess óska. Við munum áfram bjóða ódýrar og hollar hádegismáltíðir í grunnskólunum og leyfa börnunum að taka þátt í að móta matseðlana með rafrænum kosningum. Sköpum tónlistarmenn Með tilkomu Hljómahallar fengu nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar bestu aðstæður til tónlistarnáms sem í boði eru hérlendis. Við ætlum að skapa áfram jarðveg sem gefur af sér færustu og frægustu tónlistamenn landsins. Samstarf við íþróttahreyfinguna Vinnum áfram með íþróttafélögunum að því að styrkja innra starf félaganna og aðstöðu. Rekstrar- og þjónustusamningar Styðjum áfram íþrótta-, menningar- og tómstundarfélög í bænum með rekstrar- og þjónustusamningum líkt og verið hefur og tryggjum þannig fjölbreytni þeirrar starfsemi sem í boði er fyrir íbúa. Hærri styrkir til umönnunar, íþrótta og tómstunda Við munum halda áfram að leita leiða til að lækka kostnað foreldra við íþróttir og tómstundir barna m.a. með hækkun íþrótta- og tómstundastyrkja. Við munum einnig stuðla að því að umönnunargreiðslur hækki strax á næsta ári. Endurvekjum frístundarútuna Við ætlum að leggja enn frekari áherslu á að íþróttaæfingar geti farið fram á starfstíma skólans og kanna hvort unnt sé að endurvekja „frístundarrútuna“ þar sem börnum var ekið frá skóla og á æfingar. Ungmennaráð – 88 húsið Ungmennaráð hefur verið bæjarstjórn til ráðgjafar um fjölmörg verkefni sem unga fólkið telur að leggja eigi áherslu á í bænum. Við ætlum að hlúa vel að þessu samstarfi og því góða starfi sem fram fer innan 88 hússins og útfæra það enn frekar. xdreykjanes.is Vinnum áfram Vinnum áframSjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.