Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 -mannlíf pósturu vf@vf.is BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR TÓNLEIKAR Í KEFLAVÍKURKIRKJU Sýning á myndum úr teiknimyndasögunni The Wandering Ghost eir Moki stendur nú yfir á neðri hæð bókasafnsins. Fígúrur úr sögunni sitja í sófum í sýningarrými. Sagan er ævintýrasaga sem lýsir ferðalagi og hamskiptum lítillar vofu, án texta. Sýningin stendur út maí og er opin á opnunartíma safnsins, 9-18 virka daga og 11-17 laugardaga. Strengjasveit skipuð nemendum frá Kristiansand í Noregi og Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar halda tónleika í Keflavíkurkirkju mánudaginn 12. maí kl.19.30. Mjög ›ölbreyœ efnisskrá, m.a. Konsert fyrir orgel og strengi eir Hildigunni Rúnarsdóœur. Stjórnendur eru Unnur Pálsdóœir og Adam Grüchot. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Skólastjóri AKURSKÓLI ATVINNA KENNARAR ÓSKAST Viltu vinna á faglegum, kraftmiklum og skemmti- legum vinnustað? Þá er Akurskóli staðurinn fyrir þig. Kennarar óskast til starfa næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 21. maí en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst. Hluti af stöðunum eru afleysingastöður vegna barneignaleyfa. Þeir sem þegar hafa sótt um þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar. Starfssvið: Umsjónarkennsla á yngsta- og miðstigi Sérkennsla Smíðakennsla Menntunar- og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla Góð íslenskukunnátta Þekking á þeirri hugmyndafræði sem höfð er að leiðarljósi í skólastarfinu Góð mannleg samskipti Metnaður til að bæta námsárangur og vinna að framkvæmd framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í skólamálum Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur. Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG en Akurskóli hefur verið með samkomulag vegna greinar 2.1.6.3 (bókun 5) s.l. skólaár. Karlmenn jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin. Sjá nánar um Akurskóla: www.akurskoli.is Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri í síma 420-4550 eða 849-3822. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is Nemendur á listnámsbraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja fengu það verkefni í vetur að vinna tillögur að útilistaverkum við strandleiðina í Reykjanesbæ undir stjórn kennara síns, Írisar Jóns- dóttur. Nemendur voru sendir út af örkinni til að kynna sér þau verk sem fyrir voru í bænum og einnig skoðuðu þau og upplifðu strand- leiðina. Valgerður Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar kom síðan í heim- sókn í kennslustund og kynnti það helsta sem nemendur gætu nýtt sér við hugmyndavinnu listaverk- anna og afhenti þeim m.a. kort af bænum þar sem sjá má öll uppsett listaverk og staðsetningu þeirra í bæjarfélaginu og ýmis önnur upp- lýsingarit. Einnig kynntu listnáms- nemendur sér þjóðsögur frá svæð- inu, öfluðu sér upplýsinga af netinu og nýttu eigin upplifun og reynslu frá svæðinu. Nemendur skissuðu hinar ýmsu hugmyndir og þegar þeir voru komnir með lokaniðurstöðu bjuggu þeir til líkön af verk- unum og upplýsingaspjöld sem þeir kynntu svo fyrir bæjarstjóra, menningarráði og skipulagsráði á sérstökum kynningarfundi í Duus- húsum. Að sögn Valgerðar var góður rómur gerður að vinnu nemendanna og leitað verður leiða til að koma ein- hverju þessara verka í framkvæmd. Verkin verða til sýnis í Duushúsum á barnahátíð og eru íbúar hvattir til að koma og skoða þessar skemmti- legu hugmyndir. Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á listnámsbraut sem tóku þátt í verkefninu. Agatha Mist Atladóttir Alexander Róbertsson Daníel Snær Jónasson Guðrún Sveinsdóttir Hjörtur Már Atlason Lovísa Björgvinsdóttir Magnús Helgi Einarsson Ylfa Rán Erlendsdóttir Kolkrabbi við Strandleiðina! Glæsileg afmælishátíð Björgunar- sveitarinnar Suðurnes og Slysa- varnadeildarinnar Dagbjargar var haldin í húsnæði sveitarinnar þann 1. maí sl. Björgunarsveitin fagnaði 20 ára afmæli og slysavarnadeildin 10 ára afmæli en veðrið lék við gesti dags- ins og þótti hátíðin takast með ein- dæmum vel. Margir komu og sóttu sveitina heim og kíktu á búnað og þáðu kaffiveitingar. Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælishátíðinni. ■■ Björgunarsveitin Suðurnes og Slysavarnadeildin Dagbjörg: Glæsileg afmælishátíð

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.