Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2014, Page 16

Víkurfréttir - 08.05.2014, Page 16
fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR16 LJÓSANÓTT Á FRÍMERKI Í dag 8. maí gefur Pósturinn út frímerki í seríunni „Bæjarhátíðir“. Eitt þessara frímerkja er tileinkað Ljósanótt í Reykjanesbæ. Skilafrestur framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Vogum 31. maí 2014 Vakin er athygli á að framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí. Tekið er á móti framboðslistum í Álfagerði á milli kl. 10-12 þennan sama dag. Leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista: • Framboðslisti skal tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðenda, kennitölu þeirra, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. • Gæta skal að reglum um hámarks- og lágmarksfjölda á lista. • Listi með nægilegum fjölda meðmælenda þarf að fylgja. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. • Tilnefna þarf tvo umboðsmenn. • Tilgreina ber nafn framboðs. • Heimilt er að skila inn með listanum beiðni um tiltekinn listabókstaf. Frekari upplýsingar má finna á: www.kosning.is/sveitarstjornarkosningar-2014 Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga Þegar rætt er um garða og garðyrkju á Íslandi leitar hugurinn oft til baka og upp koma myndir af birki og greni- trjám sem plantað var til skjóls fyrir þeim hörðu vindum er svo títt blása hér á norðuhjara ver- aldar. Eiginleg garðrækt á Íslandi á sér í raun mjög stutta sögu og enn þann dag í dag erum við stöðugt að læra eitthvað nýtt þar að lútandi. Ræktun rósa, ávaxta og ýmissa framandi plantna er orðið að áhugamáli fjölmargra garðeigenda, um leið og stöðugt meiri áhersla er lögð á þá um- gjörð og skipulag sem í kringum ræktunina er. Garðrækt víða um heim hefur í gegnum áranna rás jafnframt tengst þeirri heimspeki sem að baki liggur á hverjum stað. Í Persíu studd- ust menn við sagnir um hvernig umhorfs væri að líta í Paradís og formuðu garðana í þeim anda á meðan hugmyndir Decartes um strangt útreiknaðar staðsetningar og skipulag átti sinn hápunkt í út- færslu Versala og garðanna þar í kring. En sennilega hefur engin heimspeki náð jafn hátt og heim- speki Zen í hönnun hinna jap- önsku garða. Um leið og þar er lögð áhersla á ræktun plantna og notkun vatns og steina, er jafnframt lögð áhersla á ræktun hugans í eilífri leit okkar mannanna að andlegri ró. Japanskir garðar hafa löngum verið ímynd friðar og fegurðar. Leit -aðsent pósturu vf@vf.is ■■ Garðyrkjufélag Suðurnesja: Japanskir garðar og grjóthleðslur hugans að jiinu og janginu í okkur sjálfum þar sem við tökumst á við andstæða póla í okkur sjálfum. Ró og friður í kringum hvaðeina er gert er, hlýtur að teljast eftir- sóknarvert markmið. Í lífinu er tekist á við margar áskoranir á degi hverjum, sem krefjast mismunandi úrlausna. Hraðinn er mikill og oft á tíðum gefst ekki tækifæri til að skapa þann innri frið sem hverjum manni er nauðsynlegur til að lifa innihaldsríku lífi og í fullri sátt við sjálfan sig. Fátt er betra en að eiga góðan tíma með sjálfum sér í garð- inum á sólríkum morgni eða seint að kveldi, þar sem maður íhugar tilgang tilverunnar. Sammerkt er með flestum þeirra hugmynda er hér hafa verið raktar, að í meginatriðum hefur verið not- ast við staðbundin efni við formun garðanna, um leið og gerðar hafa verið tilraunir með ræktun ýmissa framandi platna. Svipað er þessu farið hér á landi þar sem landslag og jafnvel menning hvers svæðis og hvers garðs hefur oft á tíðum verið hinn ráðandi þáttur í útliti þeirra. Má þar nefna hraunhellur, fjörusteina og svo framvegis. Nú í vor eins og undanfarin ár hefur Garðyrkjufélag Suðunesja staðið fyrir fyrirlestraröð um ýmislegt það er tengist görðum og garðrækt. Fimmtudaginn þann 8. maí nk. er komið að fyrirlestri Þorkels Gunn- arssonar skrúðgarðyrkjufræðings er fjalla mun um japanska garða og notkun á staðbundnum efnum við útfærslu garða. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Fundurinn er haldinn í Húsinu okkar (gamla K- húsið) við Hringbraut fimmtu- daginn 8. maí kl. 20.00. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir félags- menn, 1000 kr. fyrir aðra. Léttar veitingar í boði. Með sumarkveðju Hannes Friðriksson

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.