Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 2. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is -viðtal pósturu vf@vf.is Elín Rós Bjarnadóttir skaust fram á sjónarsviðið í vor, þegar hún vann sæti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Hún var í öðru sæti í nýju framboði Frjálsu afli sem náði tveimur mönnum inn. Hún segir upphafið á stjórn- málaferlinum hafa gengið vel og hlakkar hana til þess að takast á við spennandi verkefni. Elín, sem er uppalin í Keflavík, álpaðist inn í pólitíkina eftir að hún fékk símtal frá forystumönnum Frjáls afls sem buðu henni sæti á lista flokksins. Hún hafði aldrei áður komið nálægt stjórnmálum og tók sér því smá umhugsunar- frest. Hún var stödd á ákveðnum tímamótum og var tilbúin að takast á við ný verkefni. Hún ákvað því að láta slag standa og ögra sjálfri sér. „Mig langaði einfaldlega að prófa eitthvað nýtt. Það er nú bara þannig að þegar þú lokar einum dyrum þá opnast aðrar. Ég hef alltaf verið ævintýramanneskja sem þarf reglulega tilbreytingu í lífið. Ég er ekkert hrædd við það að prófa eitt- hvað nýtt, maður lifir bara einu sinni,“ segir Elín. Elín er menntaður grunnskóla- kennari en hún starfaði í Akurskóla frá árinu 2006 þar sem hún kenndi m.a. stærðfræði og jóga. Hún hætti störfum við skólann í vor og starf- aði sem flugfreyja í sumar. Hún er um þessar mundir að kenna jóga í Sporthúsinu en hún segir jóga eiga afar vel við stjórnmálin. „Þetta fer rosalega vel saman. Maður lærir að anda inn og anda út. Maður lærir að hafa stjórn á sinni líðan og ekki að taka hluti of mikið inn á sig.“ Aðspurð að því hvort hún sé stærð- fræðinörd þá skellir hún upp úr. „Nei ég myndi nú ekki segja það. Mér finnst þó gaman að sitja bara og reikna. Ég get alveg gleymt mér við það tímunum saman,“ segir Elín. Þrátt fyrir að vera ævintýra- manneskja þá er Elín lítið fyrir það að stunda jaðaríþróttir eins og fall- hlífarstökk og þess háttar, hún vill síður stofna lífi sínu í hættu. Hún á mörg áhugamál en ferðalög og úti- vera eru þar efst á lista, en hún segir útiveru róa hugann. Eins hefur hún gaman af samverustundum með fjölskyldunni og jóga. Elín og Hreiðar maðurinn hennar reka líflegt heimili í Innri-Njarðvík en þau eiga fjögur börn, og segir Elín heimilið oft og tíðum minna á lestarstöð, sérstaklega þegar skóla- degi barnanna líkur. Ætlar að gefa stjórnmálunum tækifæri Elínu finnst bæjarmálin skemmti- leg enn sem komið er. Henni hefur verið vel tekið og er hún sífellt að læra meira í stjórnmálunum. „Mér finnst þetta hafa farið mjög vel af stað og allir hafa tekið vel á móti manni. Auðvitað kemur upp ágreiningur um sum mál og það er bara í góðu lagi. Við erum fólk með ólíkar skoðanir og eigum að láta þær í ljós. Við ræðum málin og svo er það meirihlutinn sem ræður, þannig er nú lýðræðið,“ segir Elín létt í bragði. Hún segir ekki margt hafa komið sér á óvart en hún sé sífellt að læra meira með hverjum deginum. „Þetta er samt mun stærra batterí en ég gerði mér grein fyrir, það er svo margt sem heyrir undir bæinn.“ En sér hún fyrir sér að endast lengi í stjórnmálum? „Ég ætla að gefa þessu tækifæri. Ég er svo nýbyrjuð og kannski erfitt að leggja mat á það núna. Ég ætla að leyfa þessu að þróast og sjá svo hvert lífið leiðir mig.“ Ævintýramanneskja sem þarf reglulega tilbreytingu í lífið Elín Rós segir jóga eiga vel við í stjórnmálum Fjölsmiðjan á Suðurnesjum var stofnuð fyrir fjórum árum og eru starfsmenn hennar þrír. Hún er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu. Unga fólkinu er hjálpað við að finna sér farveg í lífinu og byggja sig upp fyrir framtíðina. Virðing og umburðarlyndi eru lykilorð Fjölsmiðjunnar er unnið er úr frá þeim. Þorvarður Guðmundsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum, segir í viðtali í nýjasta tölublaði Víkurfrétta að hún hafi meiri þýðingu fyrir samfélagið nú en nokkurn tímann áður. 18 - 19 krakkar nýta sér úrræðin og stefnt er að því að fjölga þeim í 30. „Einn skjólstæðinga okkar sagði að ef hann væri ekki hér þá væri hann heima í tölvuleik. Við krefjum krakkana um virkni, hringjum í þau ef þau eru ekki mætt og sækjum þau jafnvel.“ Rekstur Fjölsmiðjunnar snýst mikið um starfsemi Nytja- markaðarins við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ. Markaðurinn hefur að sögn Þorvarðar gengið vel og opnunartíminn verið lengdur á fimmtudögum til klukkan sex. Viðskiptavinir hafi haft það á orði að vörurnar þar séu ódýrari en hjá Góða hirð- inum, hins þekkta nytjamarkaðar í Reykjavík. Alltaf vanti þó vildarvini Fjölsmiðjunnar, einstaklinga sem vilji láta gott af sér leiða, og einnig ábendingar um góð verkefni sem ungmenni geti tekið að sér. Í vor var ráðinn atvinnuráðgjafi til Fjölsmiðjunnar, Helga María Finnbjörnsdóttir, og ungmennin fá ákveðinn tíma með henni þar sem þau setjast niður og ræða málin, hvort sem það er eitthvað sem þau glíma við í persónulegu lífi sínu eða annars staðar. „Ég skoða með þeim hvað vantar upp á til þess að þau geti farið á almennan vinnumarkað eða í nám. Í því felst m.a. markmiðasetning og ýmis konar fræðsla,“ segir Helga María. Helga María og Þorvarður eru sammála um að gott sé að starfa við það að efla færni, þroska og sjálfsöryggi ungs fólks. Einnig að hafa möguleika á gera samfélaginu gott og vera hluti af ein- hverju góðu. Fjölsmiðjan sé sannarlega komin til að vera. Komin til að vera -ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar -instagram #vikurfrettir Mynd: Dóra Ársælsdóttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.