Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. október 2014 17 -fs-ingur Hræddur við skordýr og bilað myrkfælinn póstur u eythor@vf.is Brynjar Þór Guðnason er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hann er 19 ára Njarðvíkingur í húð og hár og stundar nám á náttúrufræðibraut. Brynjar segir félagslífið í skólanum vera það gott á þessari önn að hann væri til að upplifa hana sem busi. Ef Brynjar fengi einhverju ráðið myndi hann bjóða upp á kók í dós í mötuneytinu og setja Beercup á laggirnar aftur. Helsti kostur FS? Góður skóli og ennþá betri nem- endur. Hjúskaparstaða? Er frátekinn. Hvað hræðistu mest? Held að það sé ekkert erfitt að finna harðari gaur en mig. Er skít hræddur við skordýr og ég er bilað myrkfælinn. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Maciek Baginski fyrir körfubolta hæfileika sína og Ási Skagfjörð fyrir að vera bara hann. Hver er fyndnastur í skólanum? Klárlega Þorgils Gauti. Hvað sástu síðast í bíó? Skammarlegt að segja frá því að ég hef ekki farið í bíó síðan held ég í apríl og man ekki einu sinni hvað mynd það var. Hvað finnst þér vanta í mötu- neytið? Gosdrykki( kók í dós) og svo mætti það alveg vera ódýrara. Hver er þinn helsti galli? Get verið alveg svakalega utan við mig og gleyminn. Einnig að ég læt alla hluti á bið í stað þess að framkvæma þá strax. Hvað er heitasta parið í skólanum? Maciek og Kolbrún eru sæt saman. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Myndi leyfa Beercup aftur. Einn- ig myndi ég láta upp sms-kerfi svo þú fengir sms ef kennari hjá þér yrði veikur. Áttu þér viðurnefni? Já Binni, Brilli og svo eiga félag- arnir viðurnefni á mig sem mig líkar ekkert alltof mikið við. Þökk sé Aroni Hlyni. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „jæja virði það“ eða „virðing“ er límt á heilann minn. Þessir frasar eru náttúrulega komnir frá Ása Skagfjörð. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það gott að ég vildi óska þess að ég væri að upplifa þessa önn sem busi. Áhugamál? Flest allar íþróttir. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ekkert ákveðið. En ætla að koma mér burt af þessu landi sem fyrst. Ertu að vinna með skóla? Nei, ekki sem er. Hver er best klædd/ur í FS? Aron Ingi Alberts. og Róbert Freyr. Eftirlætis: Kennari: Simon Fag: Stærðfræði Sjónvarpsþættir: One tree hill og Simpsons Kvikmynd: The Hobbit, Forrest Gump og Dumb and Dumber Hljómsveit/tónlistarmaður: Kid Cudi og Drake Leikari: Jim Carrey Vefsíður: Twitter, Fótbolti.net og menn.is Flík: Rauði Blazerinn minn, frakkinn frá Topshop og Arsenal treyjan Skyndibiti: Subway og Villa- borgari Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Finnst Justin Bieber góður tónlistamaður. Tónlistarkennarinn Harpa Jóhannsdóttir er að eigin sögn metnaðarfull sjónvarpsáhuga- manneskja. Eins og starfstitill Hörpu gefur til kynna þá skipar tónlist einnig mikinn sess í lífi hennar en þar fór hún nýlega í nostalgíuferðalag á Facebook þegar hún tók þátt í því að velja 10 áhrifamiklarplötur í lífi sínu. Hún hlustar þessa dagana á jazz-píanistana Oscar Peterson eða Dave Brubeck á milli þess sem Gufan fær að hljóma. Þegar Harpa grípur í bók þá verða ævisögur eða skáldsögur byggðar á ævi stórmenna og almúga- fólks oftast fyrir valinu. Bókin Þær bækur sem ég hef gaman að lesa mér til dægra- styttingar eru ævisögur eða skáldsögur byggðar á ævi stórmenna og almúgafólks. Fyrir stuttu las ég Við Jóhanna eftir Jónínu Leósdóttur, alveg stórmerkileg saga um erfiða en fallega ást. Á náttborðinu liggja svo tvær hálfkláraðar ævisögur sem bíða eftir því í ofvæni að vera sinnt á annan hátt en að vera þurrkað af reglulega. En það eru bækurnar Lífið í Djúpinu - Örlagasaga Rögnu Aðalsteinsdóttur á Laugabóli e. Reyni Traustason og Með sumt á hreinu - Saga Jakobs Frímanns Magnússonar e. Þórunni Erlu- Valdimarsdóttur. Karakter Jakobs og frásagnarstíll Þórunnar gerir þessa síðarnefndu alveg sérstaklega skemmtilega. Tónlistin Ég var einmitt að fara yfir þær plötur sem hafa haft hvað mestu áhrifin á mig í gegnum lífið í tengslum við Facebook áskorunina góðu. Fór semsagt í skemmti- legt nostalgíuferðalag með PJ Harvey, Samma og Tómasi R., Quincy Jones og fleirum. Í sumar áttu sálmar hug minn allan, sérstaklega eftir þá félaga Sig- fús Einarsson og Pál Ísólfsson, þetta er svo falleg og hreinsandi músík. En þessa dagana finnst mér voða gott að skella á fóninn annað hvort Oscar Peterson eða Dave Brubeck ásamt hljómsveit; einstaklega færir og skemmtilegir jazz-píanistar. Svo rúllar gufan þess á milli til að fylla upp í tómið. Sjónvarpið Ég er mjög mikil sjónvarpsáhugamanneskja, mjög metnaðarfull meira að segja. Uppáhalds sjónvarps- þættir okkar Thelmu Bjarkar, konu minnar, eru raun- veruleikaþættir af öllum toga. Vorum að klára t.d. fyrstu seríu af þættinum Married at First Sight sem var félagsfræðileg tilraun sem gekk út á það að fá fólk til að giftast sjálfviljugt við fyrstu kynni. Alls konar fræðingar voru búnir að para saman fólki sem þótti líklegt til þess að passa saman, virkilega skrýtnir en spennandi þættir. En af leiknu efni eru Orange is the New Black, Damages, The Good Wife og Scandal bestir, þættir með konum í aðalhlutverkum eru bara svo fjandi valdeflandi og sexí! -afþreying póstur u eythor@vf.is Sexí og valdeflandi þegar konur eru í aðalhlutverki Una Sigurðardóttir er 42 ára viðskipta- fræðingur frá Háskóla Íslands en hún sér um starfsmannamálin hjá Icelandair Technical Services. Una er fædd og uppalin í Reykjanesbæ, er gift og á fjögur börn. Hún er mikill maraþonhlaupari, les Vogue og hlaupatímarit og er alæta á tónlist. Una segir lesendum Víkurfrétta hér frá því sem hún gerir sér til afþrey- ingar. -mannlíf pósturu vf@vf.is Fjölmenni var á opnu húsi hjá MSS, sem haldið var sl. mið- vikudag. Tilefnið var ný nám- skrá og kynning á starfsemi MSS, sem er mjög fjölbreytt að þessu sinni. Eins og undanfarin ár voru fengnir fyrirlesarar til að fræða gesti. Katrín Ósk Garðarsdóttir fjármálaráðgjafa hjá LTV, Leiðin til velgengni, fræddi okkur um hvaða skref mætti taka til þess að snúa mínus í plús, um ábyrgð ein- staklinga í fjármálum og hvaða áhrif jákvætt viðhorf og yfirsýn geta haf á stöðu mála. Fjölmenni var á fyrirlestrinum og var um- talað að Katrín hafi geislað af jákvæðni, sem smitaðist yfir í hlustendur. Ari Trausti Guð- mundsson, jarðeðlisfræðingur og áhugamaður um eldgos á Íslandi steig á stokk en hann er lands- þekktur fyrir einstaka kunnáttu á íslenskri náttúru. Fjallað var um eldgosið við Holuhraun og nágrenni, sem enn hefur ekki hlotið nafn. Vill MSS því hvetja alla til að senda inn nafnatillögu til Mennta- og menningarmála- ráðuneytisins. Ari Trausti endaði sitt erindi á umfjöllun um ástand- ið á Reykjanesi, þá sérstaklega Gunnuhver. Fór hann yfir breyt- ingar á Gunnuhver í aldanna rás og möguleika svæðisins í fram- tíðinni. ■■ Holuhraun og fjármál á opnu húsi hjá MSS: Ari Trausti fjallaði um möguleika Reykjaness Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.