Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 2. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 -íþróttir pósturu eythor@vf.is Að öðrum ólöstuðum hefur Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir verið besti ungi leikmaður Dominos deildarinnar í körfubolta undanfarin ár. Svo góð hefur hún verið að mörgum þykir orðið tímabært að hún reyni fyrir sér á erlendri grundu. „Það hefur alltaf verið draumur minn að spila körfubolta í há- skóla í Bandaríkjunum. Það er allt í vinnslu núna,“ segir Sara í samtali við VF. Hún stefnir á að útskrifast úr FS núna næsta vor á þremur árum og síðan er stefnan sett vestur um haf. Hún viður- kennir að nokkur fjöldi skóla hafi sett sig í samband við hana eftir Evrópumót 18 ára landsliðsins í Rúmeníu í sumar. „Ég get líklega valið úr nokkrum skólum, það er hálfgert lúxusvandamál. Það er þó ekkert í hendi og ég veit lítið eins og staðan er í dag.“ Sara veit að margt mun spila inn í þegar á hólminn er komið enda sé þetta gríðarlega stór ákvörðun. Verður þetta þá síðasta tímabilið þitt hjá Keflavík? „Ég ætla ekki að lofa neinu en það er draumurinn að fara út. Ég held að það sé bara svo skemmtilegt að geta fengið skóla- styrk út á það sem þú elskar,“ segir Sara og það er augljóst að þetta er henni hjartans mál. Keflvíkingar urðu á dögunum Lengjubikarmeistarar þar sem Sara fór hreinlega hamförum. Hún leiddi liðið í skoruðum stigum (24,5), fráköstum (11,8) og stoð- sendingum (4,7). Hún dró vagninn þar sem erlendur leikmaður liðsins lék ekki með liðinu fyrr en í úrslita- leiknum. „Það má segja að við séum að koma vel undan sumri. Við erum búnar að æfa vel og æfingaferðin til Spánar gerði okkur gott. Við héldum að við værum að fara ein- hverja skemmtiferð en svo var al- deilis ekki,“ segir Sara létt í bragði. „Siggi þjálfari kann þetta alveg og barði okkur áfram þegar við þurftum á því að halda.“ Sara segir að hópurinn sé sam- heldinn enda séu leikmenn búnir að spila talsvert saman í gegnum yngri flokka og þekkist því vel. Sara er nýorðin 18 ára og er þegar orðin ein af reynslumestu leikmönnum liðsins. Í sumar fékk Sara lítið frí frá körfuboltanum enda var hún að leika með yngri landsliðum Íslands. Það má því segja að tímabilinu hafi aldrei lokið hjá henni. Margir leik- menn nota suamrtímann til þess að bæta sig og æfa af krafti. Sara segist ekki hafa gefið sér mikinn tíma til þess að æfa fyrir utan þessar venju- legu æfingar. Hún á það þó til að skella sér út að skokka þegar hún er ekki að æfa, en það gerir hún til þess að hreinsa hugann og róa taugarnar. „Það hef ég gert í mörg ár og þykir afskaplega gaman.“ Þegar talið berst að komandi tíma- bili þá telur Sara að deildin verði jöfn og spennandi en Keflvíkingar séu líklegir til afreka. „Við viljum rosalega mikið vinna og gerum allt til þess að svo verði. Það er mikil sigurhefð hjá okkur, en við höfum flestar farið upp alla yngri flokka og unnið allt þar. Við tökum það með okkur inn í meistaraflokkinn núna. Ég held að við séum líklegar í vetur en það verður ekki auðvelt, við verðum að hafa fyrir því,“ segir Sara. 20 ára aldursmunur - Birna eldri en mamma Söru Birna Valgarðsdóttir hefur reynst Söru mikil fyrirmynd enda fer þar mikill reynslubolti. Aldurs- munurinn á þessum tveimur leik- mönnum er 20 ár. Birna er á loka- metrunum á sínum ferli en ennþá er ekki fyrirséð hvort hún ætli sér að vera með liði Keflvíkinga í vetur. „Hún er bara „one of a kind,“ hún er eldri en mamma mín en passar þvílíkt vel inn í hópinn og æfir af krafti. Hún rífur okkur upp þegar við erum kannski að hengja haus í leikjum. Hún er með reynsluna og er sífellt að kenna manni. Hún er algjör lykilleikmaður, ekki bara inn á vellinum heldur líka vegna þess að hún kemur með svo margt til borðsins,“ segir Sara um Birnu. Getur þú ímyndað þér að eiga 20 ár eftir í boltanum? Guð ég veit ekki. Já eigum við ekki að segja það bara,“ segir Sara að lokum og hlær. Lúxusvandamál að geta valið úr skólum Sara Rún líklega að leika sitt síðasta tímabil með Keflavík Miðjumaðurinn reynslu-mikli hjá Keflvíkingum, Jóhann Birnir Guðmundsson segist orðið sjá fyrir endan á ferlinum í fótboltanum. Jóhann verður 37 ára í desember en hefur hug á því að taka slaginn með Keflvíkingum áfram á næsta ári. Tímabilið í ár er þó búið hjá Jóhanni sökum meiðsla. „Maður er alveg farinn að átta sig á því að það styttist í annan endan á ferlinum. Mér finnst ennþá mjög gaman í fótbolta og langar að spila áfram. Ég tek nú bara eitt ár í einu. Undanfarin ár hef ég gert samninga til eins árs, ég hugsa að það verði bara copy/ paste núna,“ segir Jóhann sem ekki getur hugsað sér að spila með öðru liði í efstu deild. „Ég hef bara engan áhuga á því og það myndi ekki koma til greina.“ Jóhann telur að það sé óhætt að segja það að Keflvíkingar hafi verið hæstánægðir eftir sigurinn í Eyjum sem tryggði veru þeirra í efstu deild. „Þetta var gríðarlegur léttir þar sem við vorum búnir að koma okkur í leiðindamál. Það var líka langt síðan við unnum og leikurinn var flottur af okkar hálfu.“ Hann hafði aldrei trú á því að Keflvíkingar væru að fara að falla en neitar því ekki að staðan hafi verið leiðinleg. „Það er svekkjandi að hafa ekki gert betur úr þessari stöðu sem við vorum komnir í í byrjun sumars, það er ekki hægt að horfa fram- hjá því. Það er þó margt jákvætt á tímabilinu, t.d. eins og bikarúr- slitin, þrátt fyrir tap þar. Líka sú staðreynd að margir ungir leik- menn fengu að láta ljós sitt skína. Það að lenda í svona baráttu er eitthvað sem fer í reynslubankann hjá okkur öllum.“ Allt í mínus í deildinni Þrátt fyrir slakt gengi í deildinni þá var ævintýrið í bikarnum ákveðin sárabót fyrir Keflvíkinga. „Við vinnum leiki í bikarnum en það bara gerist þannig að í deild- inni fór allt í mínus. Stundum er það þannig að því lengra sem líður á milli sigra þá minnkar sjálfs- traustið. Það gerði illt verra að við vorum ekki að tapa á neinn eðli- legan hátt. Við vorum að fá mikið af mörkum á okkur í lok leikja og þar fram eftir götunum. Það er ekki eins og við höfum verið rass- skelltir í öllum þessum leikjum,“ segir Jóhann. Fimm landsliðsmenn frá Suðurnesjum XuSuðurnesjamenn eiga fimm fulltrúa í U19 landsliði karla í knattspyrnu sem tekur þátt í undankeppni EM í Króatíu í októ- ber. Frá Njarðvíkingum koma þeir Ari Már Andrésson og Aron Freyr Róbertsson. Frá Keflvíkingum eru þeir Ari Steinn Guðmundsson og markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson í hópnum, ásamt því að Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, sem er á mála hjá enska liðinu Reading fer einnig með. Hópurinn, sem telur 18 leikmenn, fer út til Króatíu á sunnudag og leikur þrjá leiki gegn Tyrklandi, Króatíu og Eistlandi. Njarðvíkingar eiga einn fulltrúa í hópnum til við- bótar, en Gunnar Örn Ástráðs- son sjúkraþjálfari liðsins er með í hópnum. Keflvíkingar öruggir í Pepsi-deildinni XuKeflvíkingar tryggðu sæti sitt í Pepsi-deildinni með 0-2 sigri á ÍBV í Eyjum á sunnudag. Það voru þeir Elías Már Ómarsson og Frans Elvarsson sem skoruðu mörk Keflvíkinga í leiknum. Næsti leikur Keflvíkinga er fer fram á Nettóvelli á laugardag en þá koma Víkingar í heim- sókn. Með sigrinum komust Keflvíkingar í 22 stig og í 8. sæti upp fyrir Eyjamenn og Fjölni. Með sigri á Víkingum geta Kefl- víkingar komist í 7. sæti deildar- innar. Nesarar gerðu það gott í Belgíu Xu Íslendingar áttu 29 keppendur í Evrópuleikum Special Olymp- ics sem fram fóru í Antwerpen í Belgíu fyrir skömmu. Íþrótta- félagið NES frá Suðurnesjum átti sjö keppendur á leikunum auk þjálfara. Ingibjörg Margeirsdóttir keppti í sundi, Ari Ægisson og Thelma Gunnlaugsdóttir kepptu í frjálsum íþróttum, Eðvarð Sigurjónsson keppti í boccia og Sigurður Guðmundsson, Ragnar Ólafsson og Halldór Finnson kepptu í knattspyrnu. Þeim gekk öllum vel og komust flestir á verð- launapall. Keflvíkingar Lengjubikar- meistarar kvenna XuKeflvíkingar urðu um sl. helgi Lengjubikarmeistarar í körfu- bolta kvenna eftir sigur í spenn- andi viðureign gegn Valskonum. Lokatölur urðu 73-70 fyrir Kefla- víkurkonur, en Valskonum mis- tókst að jafna leikinn undir lokin þegar þriggja stiga skot þeirra geigaði. Sara Rún Hinriksdóttir var sem fyrr frábær í liði meistar- anna, en hún skoraði 20 stig og tók 9 fráköst. Nýi erlendi leik- maðurinn Tyson-Thomas var svo með myndarlega tvennu, 16 stig og 15 fráköst. SPORTMOLARTekur það jákvæða úr tímabilinu -Jóhann Birnir hefur hug á því að spila áfram með Keflvíkingum Ég held að við séum líklegar í vetur en það verður ekki auðvelt

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.