Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2015, Side 2

Víkurfréttir - 12.02.2015, Side 2
2 fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR Deiliskipulags- breytingum fyrir Helguvík frestað XXBre y ting u á d ei l i sk ipu- lagi fyrir Helguvík hefur verið frestað. Þetta er niðurstaða síð- asta fundar umhverfis- og skipu- lagsráðs Reykjanesbæjar. Aðilar frá Verkfræðistofu Suðurnesja, Mannvit og Verkfræðistofunni Vatnaskil mættu á fundinn og kynntu breytingar á deiliskipu- laginu fyrir ráðinu. „Mikilvægt er að álit Skipulags- stofnunar og athugun óháðs aðila á samlegðarumhverfisá- hrifum álvers og tveggja kísil- vera í Helguvík liggi fyrir áður en breytingar á deiliskipulaginu í Helguvík verði sett í auglýsingar- og kynningarferli svo bæjarbúum gefist tækifæri til þess að kynna sér niðurstöðurnar og koma at- hugasemdum á framfæri áður en umsagnarfrestur deiliskipulagstil- lögunnar rennur út,“ segir í af- greiðslu umhverfis- og skipulags- ráðs Reykjanesbæjar. Creditinfo hefur gefið út lista yfir framúrskar-andi fyrirtæki, líkt og það hefur gert undan- farin ár, en þeim hefur fjölgað um 115 frá því í fyrra og eru nú 577 talsins. Af þessum fjölda eru 25 framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum. Framúr- skarandi fyrirtækjum fjölgar ört á Suðurnesjum og voru þau 56% fleiri nú en fyrir ári síðan. Fyrirtækin eru: Í Reykjanesbæ: HS Veitur hf., Samkaup hf., IceMar ehf., Kaffitár ehf., Háteigur fiskverkun ehf., Fríhöfnin ehf., Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Þróunarfélag Kefla- víkurflugvallar ehf., A. Óskarsson verktaki ehf., Bústoð ehf., Verkfræðistofa Suðurnesja ehf., Ísfoss ehf., og Út- gerðarfélag Guðleifs ehf. Í Grindavík: Bláa lónið hf., Þorbjörn hf., Örninn GK-203 ehf., Veiðafæraþjónustan ehf., Sílfell ehf. Jens Valgeir ehf., Optimal á Íslandi, H.H. Smíði ehf. og BESA ehf. Í Sandgerði: Fiskverkun Ásbergs ehf., Skinnfiskur ehf. og K & G fiskverskun. Í Vogum: Nesbúegg ehf. Þetta er í fimmta sinn sem Creditinfo gefur út listann. Þau fyrirtæki sem teljast framúrskarandi uppfylla ákveðin skilyrði í rekstri, hafa skilað rekstrarhagnaði þrjú ár í röð, eignir eru metnar á að minnsta kosti 80 milljónir króna og eiginhlutfall er 20% eða hærra. -fréttir pósturX vf@vf.is Framúrskarandi 25 fyrir- tæki á Suðurnesjum – á nýjum lista Creditinfo. 56% fleiri nú en fyrir ári síðan. Óskum eftir safnverði í hlutastarf við safnahús bæjarins og þá aðallega Víkingaheima. Um er að ræða helgarvinnu og viðkomandi má ekki vera yngri en 20 ára. Helstu verkefni: • Móttaka gesta íslenskra og erlendra. • Yfirseta og kynning á sýningunum. Menntunar og hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða annað sambærilegt nám. • Góð íslensku- og enskukunnátta. • Vilji og geta til að afla sér kunnáttu tengdum sýningum í húsinu. • Jákvætt viðmót, samviskusemi og þjónustulund er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar og verður viðkomandi að geta hafið störf í byrjun mars. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar: www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Nánari upplýsingar veitir menningarfulltrúi, Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrui@reykjanesbaer.is. Í sumar mun hópur 17 ára nemenda eiga kost á vinnu í allt að sex vikur. Nemendur 8. bekkjar eiga ekki kost á vinnu að þessu sinni. Nemendur vinna ekki á föstudögum líkt og síðustu sumur. Frekari upplýsingar og opnun umsókna verður auglýst síðar. Eruð þið að æfa flott öskudagsatriði? Mætið í Fjörheima frá kl. 12 – 15 á öskudag og flytjið það á sviði. Dómnefnd veitir verðlaun fyrir bestu atriðin og myndir teknar af öllum. Allir velkomnir. Bestu vinir í bænum í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur og Gargandi snilld kynna fjölskyldu- leikrit byggt á ýmsum ævintýrum. Kynningarfundur mánudaginn 16. febrúar kl. 17.00 í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í Krossmóa. Leikstjórar: Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guð- jónsdóttir sem veita nánari upplýsingar í s. 869-1006 og 690-3952. Verkið verður sýnt á listahátíðinni List án landamæra 25. og 26. apríl. Allir velkomnir. HELGARSTARF Í VÍKINGAHEIMUM BREYTT FYRIRKOMU- LAG VINNUSKÓLA 2015 ÖSKUDAGUR „GOT TALENT“ BLUNDAR Í ÞÉR LEIKARI? NÝR RAV4 - ÆVINTÝRIÐ BÍÐUR ÍS LE N SK A/ SI A. IS /T O Y 70 78 7 10 /1 4 Flugmiði til Evrópu fylgir með* 50 0.0 00 Vi lda rp un kt a a fm æl isv inn ing ur ve rð ur dr eg inn úr hó pi þe irr a s em fá ný ja To yo tu af he nt a í fe br úa r** 5 ÁRA ÁBYRGÐ *  Gildir ekki með öðrum tilboðum ** Gildir ekki með öðrum tilboðum. Viðkomandi þarf að vera meðlimur í Icelandair Saga Club. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum. Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600 Uppgötvaðu ævintýrin í lífi þínu á ný með RAV4. Hann er fullkominn fyrir skemmtun með vinum og fjölskyldu og kemur þér þangað sem þú vilt fara með nóg rými fyrir farþega og farangur. RAV4 er hljóðlátur, öruggur og með framúrskarandi aksturseiginleika. Nýjum RAV4 fylgir flugmiði til Evrópu með Icelandair og þeir sem fá nýjan RAV4 afhentan í febrúar eiga möguleika á 500 þúsund Vildarpunkta afmælisvinningi í tilefni af 50 árum Toyota á Íslandi. Verð frá: 5.370.000 kr. (RAV4 GX Plus, 2.0 l dísil, 6 gíra, 4WD) Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Útsvarshækkun Reykjanes-bær nú um áramótin sem nam 3,7% (úr 14,52% í 15,05%) mun ekki koma til innheimtu hjá íbúum fyrr en í ágúst árið 2016 við álagninu opinberra gjalda. Hækkun á fasteignaskatti er þó komin í gagnið því hún er fram- kvæmd strax af bæjarfélaginu. Reykjanesbær fær þó hækkunina á útsvarinu strax í kass ann þv í ríkið sem er inn- heimtuaðili skilar ö l l u g j a l d i n u strax. Ríkið inn- heimtir meðaltals útsvarsálagningu hjá öllum sveitar- félögum sem er 14,44% en flest sveitarfélög inn- heimta hærra gjald og aðeins örfá lægra. Mismunurinn er gerður upp við álagningu opinberra gjalda í ágúst ár hvert. Þá þurfa þeir íbúar sem búa í sveitarfélagi með hærra gjald að greiða mismuninn og þeir íbúar sem búa við lægra gjald fá greitt til baka. Dæmi um hækkun á útsvari til einstaklings sem er með 350 þús. kr. í mánaðarlaun nemur rúmum 22 þús. króna á ári eða 1855 kr. á mánuði. Hjón með um 700 þús. kr. greiða því um 45 þús. kr. ASÍ sendi út fréttatilkynningu í vik- unni um álagningu fasteignaskatts hjá sveitarfélögum. Hækkunin er mest hjá Reykjanesbæ eða 67%. Fer úr 0,03 í 0,05%. Aðeins eitt sveitar- félag af um tuttugu stærstu á land- inu er með hærri fasteignaskatt en það er Ísafjörður með 0,63%. Þá er Fjarðabyggð með 0,48% og Vestmannaeyjar 0,42%. Ef miðað er við eign upp á 25 millj. kr. þá nemur hækkunin á ári hjá íbúa í Reykjanes um 50 þús. kr. Guðbrandur Einarsson oddviti Beinnar leiðar sagði í viðtali við Bylgjuna að skattahækkanir væru ekki neitt fagnaðarefni. Ekki væri óalgengt að hækkun útsvars og fasteignaskatts næmi um 100 þús. kr. á heimili. Útsvarshækkunin greidd í ágúst 2016 K & G ehf. fiskverkun í Sandgerði er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum. Tíu af 25 fyrirtækjunum eru í sjávarútvegi. VF-mynd: pket

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.