Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2015, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 12.02.2015, Qupperneq 4
4 fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR Orlofshús VSFK Páskar 2015 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 1. apríl til miðvikudagsins 8. apríl 2015. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og á heimasíðu vsfk.is umsóknarfrestur er til kl. 15:00 föstudaginn 27. febrúar 2015. Úthlutað verður samkvæmt punktaker. Orlofsstjórn VSFK -fréttir pósturu vf@vf.is Keilir tekur í notkun fullkominn flughermi Flugakademía Keilis hefur tekið í notkun fullkominn flughermi að gerðinni Redbird MCX. Um er að ræða hreyfan- legan hátækni flughermi sem býður uppá fjölbreytta notkunar- möguleika í þjálfun flugnem- enda skólans. Bætist hann við ört stækkandi þjálfunarbúnað fyrir nemendur í einka- og atvinnu- flugmannsnámi en hátt í hundrað einstaklingar stunda nú flugnám hjá Keili. Auk þess hefur skólinn um að ráða sjö kennsluvélar að gerðinni Diamond, þar af eina tveggja hreyfla DA-42 sem er full- komnasta kennsluflugvél á Ís- landi. Fulltrúar Evrópsku Flugöryggis- stofnunarinnar (EASA) komu til landsins á dögunum og tóku út flugherminn, en það þýðir að Flug- akademía Keilis er nú samþykktur rekstraraðili flugherma almennt og að Redbird MCX flughermirinn er hæfur til þjálfunar í samræmi við tilskyldar kröfur og reglugerðir stofnunarinnar. Flughermir Keilis mun nýtast til æfinga allt frá grunnstigum þjálf- unar, svo sem hliðarlendingum, að fjölhreyfla og fjöláhafna flugvélum. Í flugherminum umlykur tækja- búnaður og skjámynd flugmanninn þannig að hann hefur öll stjórtæki flugvélar ásamt 180° sjóndeildar- hring út fyrir flugvélina. Hreyfigeta tækisins gerir upplifunina raun- verulegri og þægilegri fyrir bæði kennara og nemanda. Hægt er að skipta út stjórn- og mælitækjum og þannig líkt eftir eins- og tveggja hreyfla flugflota Flugakademíu Keilis frá Diamond flugvélafram- leiðandanum. Þaning er hægt að líkja eftir allt frá sígildum „klukku- mælum“ yfir í háþróaða rafræna samþætta mæla (electronic flight instrument systems). Nánari upplýsingar um Flugaka- demíu Keilis og flugvélakost skól- ans má nálgast á: www.flugaka- demia.is Frá undirritun samnings við EASA. Á myndinni eru Rúnar Árnason (for- stöðumaður Flugakademíu Keilis), Hjálmar Árnason (framkvæmdastjóri Keilis), Friðrik Ólafsson (yfirkennari bóklegra greina), Capt. Iain McClelland og Kim Jones (fulltrúar EASA), Snorri Páll Snorrason (skólastjóri) og Björn Þverdal Kristjánsson (gæðastjóri). Úr flughermi Flugakademíu Keilis. Frá Bristol og beint á sjúkrahús – Fékk rútuhlera í höfuðið XuÞað óhapp varð í gærdag að farþegi sem var að koma frá Bristol til landsins fékk hlera á farangurs- geymslu rútu í höfuðið. Verið var að ganga frá far- angri farþegans þegar vindhviða reið yfir og skellti hleranum á höfuð hans. Hann hlaut talsverða áverka sem blæddi úr og var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Eldur blossaði upp í bifreið XuEldur blossaði upp í kyrrstæðri bifreið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á sunnudagskvöld. Eig- andinn hafði verið að smala hrossum og notaði við það ljóskastara á bifreiðinni. Hann skildi hana eftir í gangi meðan á smalamennskunni stóð en þegar hann var að ganga aftur að henni blossaði eldurinn upp og hún varð alelda á svipstundu. Málið er í rannsókn. Þá var tilkynnt um mikinn reyk í stigahúsi í umdæminu. Þegar lögregla kom á vett- vang reyndist ástæðan vera sú að sígarettu- glóð hafði fa l l ið í pappírshrúgu á gólfi og kviknað í henni. Húsráðandi var búinn að slökkva í hrúgunni þegar slökkviliðið kom á vettvang, en reyk- ræsta þurfti íbúðina. Með kannabispoka í brók XuÖkumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina, vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist hafa neytt amfetamíns, kannabisefna og metamfe- tamíns, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Þá voru ökuréttindi hans útrunnin. Tveir ökumenn til viðbótar urðu uppvísir að ölvunarakstri og reyndist annar þeirra hafa neytt fíkniefna að auki. Áður hafði lögregla handtekið ökumann bifreiðar og tvo farþega vegna gruns um fíkniefnaakstur og vörslur fíkniefna. Ökumaðurinn viðurkenndi neyslu og annar farþeganna var með kannabispoka í brók. Hann fram- vísaði pokanum á vettvangi og um það bil 20 grömmum til viðbótar á lögreglustöð. Loks var einn ökumaður til viðbótar stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur. Sá grunur reyndist á rökum reistur. Farþegi í bifreiðinni viðurkenndi að hafa fíkni- efni í fórum sínum og framvísaði þeim hann þeim. ATV INNA Vatnsnesvegi 12 // 230 Reykjanesbæ // 420 7011 Þjónar óskast til starfa á Kef restaurant. Reynsla æskileg. Unnið á vöktum: 2-2-3. Vantar einnig þjóna á aukalista. Umsóknir sendist á jenny@kef.is ATVINNA Helstu verkefni og ábyrgð: - Umsjón með símsvörun á skrifstofu - Sjá um erlenda reikningagerð - Tímaskráningar starfsmanna - Tollskýrslugerð - Almenn þjónusta við viðskiptavini og starfsmenn Menntun og reynsla: Almenn góð menntun sem nýtist í starfi og rík reynsla af skrifstofu og þjónustu- störfum. Hæfniskröfur: - Hæfni í mannlegum samskiptum - Skipulagshæfni - Samviskusemi - Sveigjanleiki - Geta unnið undir álagi - Sjálfstæði í vinnubrögðum - Almenn góð tölvukunnátta (unnið á DK og Navision) - Íslensku og enskukunnátta Skrifstofuþjónusta Icelandic Ný-Fiskur óskar eftir að ráða starfsmann í 50% starf við skrifstofuþjónustu. Almennur vinnutími frá kl 12:30-16:30 alla virka daga en viðkomandi þarf að geta leyst af í 100% stöðu eftir þörfum. Icelandic Ný-Fiskur er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu Icelandic Group sem sérhæfir sig í framleiðslu hágæða ferskra sjávarafurða til útflutnings. Hjá Icelandic Ný-Fiski vinna um 100 manns. Umsóknir skulu sendar á netfangið katrin@nyfiskur.is fyrir 20. febrúar nk.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.