Víkurfréttir - 12.02.2015, Blaðsíða 20
20 fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
„Senn fer vorið
á vængjum yfir
flóann“, söng hinn
s í u n g i R a g n a r
B j a r n a s o n í
dægurlagamessu
ætluð fermingar-
b ö r n u m h é r á
Akranesi er ritari mætti til leiks.
Hann gat þess sjálfur að hann
myndi ekki alltaf textana á lög-
unum sem hann syngi, en það
kæmi ekki að sök, því þá skáldaði
hann bara það sem upp á vant-
aði og enginn skildi hvort sem er
textana sem hann syngi.
Í þessum upphafsorðum er fólgin
hin einlæga eftirvænting eftir því
lífi sem sofnaði á haustmánuðum
og við bíðum eftir að kvikni aftur.
Í eftirvæntingunni felst minningin
um öll hin vorin sem við höfum
fengið að lifa. Sum köld, önnur
hlý. Sum slæm, önnur góð. Endur-
tekningin skilur eftir sig mögu-
leika á samanburði. Hver áramót
eru upphaf nýrrar hringrásar hér
á norðurslóðum, þar sem ferlið er
hið sama frá ári til árs. Við sem hér
búum erum í raun forréttindar-
hópur því eftirvæntingin skapar
ákveðna spennu í líf okkar, þar sem
aldrei er á vísan að róa. Hver dagur
er óræður. Blæbrigðin eru almennt
hvetjandi og vekja menn til dáða.
Þeir sem yndi hafa af veiðiskap
og kvöddu síðasta sumar fremur
sneyptir eftir lélega afkomu eru nú
fullir eftirvæntingar eftir nýjum
ævintýrum. Tekin hafa verið fram
áhöld til fluguhnýtinga og mynd-
ræn draumsýnin líður um hug-
ann um leið og ný fluga er hnýtt.
„Vaknar allt af vetrarblundi“.
Þeir garðanördar sem gjarnan
skríða í moldinni þegar aðrir
standa uppréttir hafa ekki bein-
línis riðið feitum hesti frá blómgun
síðustu tveggja ára hér á suð-vestur
horninu. Blómstrandi runnar, þar
með talið rósir, fóru sérlega illa
út úr sumrinu 2013, þegar rign-
ingarkalsinn nánast gerði útaf við
þá. Eftirhreyturnar sem tóku að
laufgast árið eftir áttu erfitt upp-
dráttar, enda ástandið slæmt þegar
lagst var til hvílu þá um haustið.
Blómgunin tók langan tíma og þá
loks hún varð, var nánast komið
haust. Á hinn bóginn féllu síðustu
blómknúpparnir ekki fyrr en undir
jól var, enda nóvember með ein-
dæmum hlýr. Það er því spenn-
andi að vita hvað gerist nú í sumar
þar sem ástand runna var almennt
gott er lagst var til hvílu nú á haust-
mánuðum
Rósin, sú eðla jurt, hefur verið sam-
ferða mannkyninu a.m.k. 4700 ár.
Allar viltar rósir eiga sér sama for-
foreldri væntnalega einhvers staðar
í Asíu. Hvati til framræktunar var
upphaflega vegna ilmsins, fram-
leiðslu rósaolía og snyrtivara. Síðar
sáu menn fegurðina í einstakling-
um og tóku þá að rækta fram af-
burða einstaklinga hvað form og
litafegurð varðaði. Rósin prýðir
gjarnan dýrustu perlur hinnar
trúarlegu málaralistar miðalda,
þótt ekki sé vitað til þess að hún
hafi vaxið í alingarðinum Eden.
Saga rósaræktar á Norðulöndum
spannar rúmlega 100 ár, en að-
eins tugi ára hér á Íslandi, þar sem
veðurskilyrði hafa aðeins á seinni
árum talin henta til slíkra ævin-
týra. Með framræktun harðgerð-
ari kvæma sem flutt hafa verið til
landsins hefur árangur rósaræktar
orðið sýnilegri. Miklum efnivið
hefur verið safnað í gagnagrunn,
sem tekur mið af staðháttum hvers
landsvæðis. Fjölbreytileiki þeirra
tegunda sem vert er að reyna eykst
stöðugt, Þó má ætíð búast við
aföllum þegar veðurskilyrði eru slík
sem við höfum upplifað á síðustu
tveimur árum. Að undaförnu hefur
m.a. náðst góður árangur af ræktun
kanadískra rósa hér á landi.
Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags
Íslands hefur nú vaknað upp
af vetrardvala og ætlar að hefja
fræðsludagskrá sína á umfjöllun
um hvaða rósir þrífast best við ís-
lensk veðurskilyrði.
Fyrsti fundur félagsins verður
haldinn þann 18. febrúar kl. 20 í
húsi Rauða Kross Íslands, Smiðju-
völ lum 8 Reykjanesbæ (ath.
breyttan fundarstað) Fyrirlesari er
Vilhjálmur Lúðvíksson formaður
Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Ís-
lands. Allir eru velkomnir og boðið
verður upp á léttar veitingar. Að-
gangseyrir er 500 kr.
Konráð Lúðvíksson, formaður
-aðsent pósturu vf@vf.is
■■ Konráð Lúðvíksson, formaður
Rósir við íslenskar aðstæður
Það þurfti ekki að bíða lengi
eftir hörðum við-
b r ö g ð u m t a l s -
manna Samtaka
atvinnulífsins við
k röfugerð s ex-
tán aðildarfélaga
Starfsgreinasam-
bands Íslands í síðasta mánuði
vegna komandi kjaraviðræðna.
Sama dag og kröfugerðin var
birt höfnuðu vinnuveitendur
viðræðum og skelltu í lás, enda
færi allt á hvolf í þjóðfélaginu
yrði gengið að kröfum verkalýðs-
hreyfingarinnar. Miðað við af-
stöðu vinnuveitenda er ljóst að
verkafólk þarf að standa fast á
kröfunum og þjappa sér saman
um að ná fram réttlátum leiðrétt-
ingum.
Kröfugerðin og afstaða vinnu-
veitenda í Grindavík
Lítum aðeins á kröfurnar, sem
mótuðust á fundum í verkalýðs-
félögunum og á vinnustöðum um
land allt með hliðsjón af viðhorfs-
könnunum. Á félagssvæði Verka-
lýðsfélags Grindavíkur var efnt
til opinna funda, þar sem félags-
mönnum gafst kostur á að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri og
hafa áhrif. Sömu sögu er að segja
um önnur verkalýðsfélög sem
standa að kröfugerð Starfsgreina-
sambandsins. Miðað er við krónu-
töluhækkanir á laun og að lægstu
taxtar verði 300 þúsund krónur á
mánuði innan þriggja ára og að
sérstaklega verði horft til gjalds-
eyrisskapandi atvinnugreina við
launahækkanir. Launatöflur verði
endurskoðaðar, desember- og or-
lofsuppbætur hækki, lágmarksbó-
nus í fiskvinnslu verði tryggður og
að ný starfsheiti verði skilgreind í
launatöflu.
Þessar kröfur setja sem sagt þjóð-
félagið lóðrétt á hausinn að mati
talsmanna Samtaka atvinnulífs-
ins. Reyndar hefur lítið heyrst frá
vinnuveitendum á félagssvæði
Verkalýðsfélags Grindvíkur. Ég
skora þess vegna á þá að láta í sér
heyra. Því verður vart trúað að
vinnuveitendur í Grindavík séu
sömu skoðunar og forysta Samtaka
atvinnulífsins.
Afleiðingar langs vinnudags
Lægstu laun í dag eru um 201
þúsund krónur á mánuði. Grund-
vallaratriði hlýtur að vera að fólk
lifi af dagvinnulaunum í stað þess
að þurfa að stóla á yfirvinnu, auka-
vinnu og akkorð til að framfleyta
sér og sínum. Auk þess hefur marg-
oft verið bent á að langur vinnu-
dagur og mikið álag dregur úr
framleiðni og eykur samfélagslegan
kostnað, til dæmis í heilbrigðis-
kerfinu. Meira að segja vinnuveit-
endur eru sammála þessu. Engu að
síður er afar takmarkað svigrúm
til að hækka lægstu launin að mati
Samtaka atvinnulífsins, sem kallar
eftir þjóðarsátt.
Launin nærri þriðjungi
lægri á Íslandi
Íslendingar miða sig gjarnan við
hin Norðurlöndin. ASÍ birti nýlega
könnun á launum reglulegra dag-
vinnulauna á almennum vinnu-
markaði á Norðurlöndunum og
þar sést svart á hvítu hversu mikið
hallar á almennt verkafólk á Ís-
landi. Í ljós kemur að dagvinnu-
laun stjórnenda á Íslandi eru í raun
5% hærri en að meðaltali á hinum
Norðurlöndunum.
Já, segi og skrifa 5% hærri.
Dagvinnulaun verkafólks eru hins
vegar allt að 30% lægri hér á landi
en að meðaltali á hinum Norður-
löndunum.
Já, segi og skrifa 30% lægri.
Aðgerðir á ábyrgð
vinnuveitenda
Kröfur verkafólks eru sanngjarnar
og eðlilegar. Vonandi þarf ekki að
grípa til aðgerða. Komi hins vegar
til einhverra aðgerða í kjarabarátt-
unni er ábyrgðin alfarið Samtaka
atvinnulífsins.
Verkafólk krefst sanngjarnra kjara
og ég er sannfærður um að þorri
landsmanna er sammála.
Það er nefnilega ekki verkafólk
þessa lands sem ógnar stöðugleik-
anum.
Magnús Már Jakobsson,
Formaður Verkalýðs-
félags Grindavíkur.
■■ Magnús Már Jakobsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur skrifar:
Kröfur verkafólks ógna ekki stöðugleikanum
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Í BÍLALEIGU
Leitum að öflugum þjónustufulltrúa í bílaleigu
Dollar Thrifty í Keflavík.
Sæktu um núna á www.brimborg.is
Umsóknarfrestur er til 14. febrúar 2015
DOLLAR THRIFTY Í KEFLAVÍK
Vantar þig aðstoð með
Bókhaldið - Afstemmingar - Launavinnslu
Ársreikningsgerð - Skattframtal
Gerum föst verðtilboð.
Hafðu samband í síma 580-3463 eða á netfangið abg@deloitte.is
Hjá Deloitte í Reykjanesbæ starfa átta öflugir sérfræðingar.