Víkurfréttir - 07.05.2015, Blaðsíða 8
8 fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Allir velkomnir. Sjá heildardagskrá og
nánari lýsingar á barnahatid.is
M
74
. S
tu
di
o
–
20
15
Fimmtudagur 7. maí – Setning Listahátíðar barna í Duushúsum:
„Undraheimur bókarinnar,“ leikskólinn
„Listaverk í leiðinni,“ grunnskólinn
„MYGLA,“ Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Föstudagur 8. maí
Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa
Listahátíð barna og farandsýningin „Þetta vilja börnin sjá“ í Duushúsum
Laugardagur 9. maí — Aðal hátíðarsvæðið er við Duushús, Grófinni
Fjölskylduratleikur KFUM og K, Hátúni 36, veitingar í lokin
Landnámsdýragarðurinn opnar fyrir sumarið
Einföld bókagerð á Bókasafninu – skemmtileg fjölskyldusmiðja
Komdu og skoðaðu alls kyns fiska á smábátahöfninni
Gunni og Ævar vísindamaður lesa fyrir börnin og bregða á leik í Frumleikhúsinu
Sprellfjörug barnaspurningakeppni á Kaffi Duus. Nánar barnahatid.is
Líttu við í Snjóhúsinu. Leikfangamarkaður barnanna, lifandi tónlist o.fl.
Litlir búðarmenn og -konur. Verið með í leikfangamarkaði barnanna. Sjá barnahatid.is
Andlitsmálning og blöðrudýr í Bátasafninu í Duushúsum
Listahátíð barna og farandsýningin „Þetta vilja börnin sjá“ í Duushúsum
Tívolítæki á Keflavíkurtúni
Reiðhjólaþrautir – mættu á hjólinu þínu og kepptu í þrautabrautinni
Lögreglan með reiðhjólaskoðun
Hvernig líta skrímsli út? Komdu og búðu til þitt eigið í Svarta pakkhúsinu
Komdu með bangsann þinn og hannaðu á hann föt. Kaffi Duus
Töfrandi ljósmyndasmiðja, Grófinni 2 (við hliðina á Kaffi Duus)
Grillaðu sykurpúða með skátunum
Júdódeildin sýnir glímur og grunntök í judo og Brazilian Jiu Jitzu við Duushús
Viltu prófa golf? Snag golf á Keflavíkurtúni
Krafta- og aflraunakeppni fyrir kröftuga krakka með krafta í kögglum.
Hestateyming á horni Vesturgötu og Vesturbrautar
Komdu út að leika. Gömlu góðu útileikirnir á Keflavíkurtúni
Skessan býður í lummur í Skessuhelli
Fjóla tröllastelpa gefur blöðrur í Skessuhelli
Karamelluregn við Duushús
Sunnudagur 10. maí
Fjölskyldumessa í Keflavíkurkirkju. Lög flutt úr barnasöngleiknum „Líf og friður“
Listahátíð barna og farandsýningin „Þetta vilja börnin sjá“ í Duushúsum
Barnaóperan Hans og Gréta í Hljómahöll, Takið með púða til að sitja á
Pílufélagið býður börnum í heimsókn, Hrannargötu 6
Frítt í Sambíó. Svampur Sveinsson og Mjallhvít
Og margt, margt fleira. Sjá heildardagskrá og nánar á barnahatid.is
Allir velkomnir
Kl. 10:30
Kl. 12:30
Kl. 16:00
Kl. 10:00-12:00
Kl. 12:00-17:00
Kl. 10:00-12:00
Kl. 11:00-17:00
Kl. 11:00-13:00
Kl. 12:00-16:00
Kl. 13:00-14:00
Kl. 15:00-16:00
Kl. 13:00-16:00
Kl. 13:00-16:00
Kl. 13:00-16:00
Kl. 13:00-17:00
Kl. 13:00-17:00
Kl. 13:00-16:00
Kl. 13:00-15:00
Kl. 13:00-16:00
Kl. 13:00-16:00
Kl. 13:00-16:00
Kl. 13:00-16:00
Kl. 14:00
Kl. 13:00-16:00
Kl. 14:00-16:00
Kl. 14:00-16:00
Kl. 14:00-16:00
Kl. 14:00-16:00
Kl. 14:00-15:00
Kl. 16:00
Kl. 11:00
Kl. 13:00-17:00
Kl. 13:00-14:00
Kl. 14:00-17:00
Kl. 13:00
Svokallað vinaliðaverkefni hófst fyrir skömmu í Grunn-
skólanum í Grindavík. Verkefnið
gengur út á að hvetja nemendur
til meiri þátttöku í leikjum og af-
þreyingu í frímínútum og skapa
betri skólaanda.
Vinaliðaverkefnið er norskt að
uppruna, það hefur á fáum árum
náð mikilli útbreiðslu og er nú
starfrækt í yfir 1000 skólum í Nor-
egi. Aðal markmiðið með þessu
verkefni er að bjóða öllum nem-
endum skólans fjölbreyttara úrval
afþreyingar í frímínútum, þannig
að nemendur skólans finni eitt-
hvað við sitt hæfi. Markmiðið er að
allir nemendur skólans hlakki til að
mæta í skólann sinn, alla daga.
50 nemendur í 3.-6. bekk sem
valdir voru með kosningu í
bekknum og hafa farið á námskeið
hjá Vinaliðum gegna hlutverki
vinaliða í Grunnskóla Grindavíkur
en hlutverk þeirra er að setja upp,
taka þátt í og aðstoða við afþrey-
ingu í frímínútum. Að sýna yngri
nemendum sérstaka athygli sem
og þeim sem eru einir í frímínút-
unum. Að láta vita af því ef vinalið-
inn telur að nemendum í skólanum
leiðist, séu einmana eða ef hann
verður vitni að einelti og útilokun
eða öðru sem getur valdið vanlíðan
nemenda.
Skólalóðin og frímínúturnar eru
samkvæmt eineltisrannsóknum
einn helsti vettvangurinn fyrir
einelti. Vinaliðaverkefnið er ekki
eineltisáætlun heldur stuðnings-
verkefni við eineltisáætlun skólans
og er hugmyndafræðin að þar sem
boðið er upp á skipulagt starf, fái
gerendur eineltis aðra hluti til að
hugsa um. Aðgerðarleysi er nefni-
lega oft rótin að slæmum hlutum.
Mikilvægt er fyrir börn og ungl-
inga að fá fjölbreytta hreyfingu og
skemmtun og er það nauðsynlegur
hluti af þroska þeirra, enda hafa
rannsóknir sýnt að það sé sam-
hengi milli hreyfingar og náms-
getu. Við viljum því að framboð af
hverskonar hreyfileikjum og ann-
arri afþreyingu í frímínútunum sé
fjölbreytt og skipulagt þannig að
sem flestir finni eitthvað við sitt
hæfi. Vinaliðaverkefnið er okkar
leið til að mæta þessu, en í verk-
efninu eru settir upp leikir og af-
þreying af nemendum og á þeirra
forsendum. Nemendur skólans
hafa svo að sjálfsögðu val um hvort
og þá hvaða leikjum þeir taka þátt í.
-mannlíf pósturu vf@vf.is
Vinaliðar í Grunnskóla Grindavíkur:
Aukin þátttaka í leikjum
og betri skólaandi
„Ég byrjaði sem unglingur að fara
á námskeið í málun og hef farið á
námskeið í ýmsum listgreinum sl.
áratugi. Það sem
stendur upp úr er
vatnslitamálun,
þæfing og pappa-
massi. Árið 1999
by r j a ð i é g a ð
selja mína list.
Ég sel vatnslita-
myndir, þæfð sjöl
úr ull og silki,
hálsskraut úr ull og Flugdýr úr
pappamassa,“ segir Hildur Harðar-
dóttir, ein af fyrrverandi Gallery-8
listamönnum. Hildur tekur þátt í
sýningunni Handverk og hönnun
í Ráðhúsinu í Reykjavík 14. - 18.
maí. Til sýnis í Ráðhúsinu verða
flugdýr sem búin eru til úr pappír,
vír, skrúfum, tölum, rennilásum
og öllu mögulegu sem til fellur til
að skapa dýrin. Hildur er fædd í
Reykjavík en hef búið í Keflavík í
31 ár. Hún starfar sem leikskóla-
kennari á Gimli.
Árið 2014 tók hún þátt í Hand-
verkshátíðinni á Hrafnagili og þar
voru henni veitt hvatningarverð-
laun fyrir flugdýrin.
Hönnuðurinn Hildur Harðardóttir tekur þátt í Handverk og hönnun:
Sýnir flugdýr í Ráðhúsinu
„Ég hef frá unga aldri lagt rækt við
söfnun og varðveislu heimilda og
skráningu þeirra, einkum á formi
myndmiðils. Efnið hef ég lagt
fram öðrum til skoðunar, fróð-
leiks og ánægju án endurgjalds.
Þegar eru komnar minningar frá
aðilum sem ekki eru lengur með
okkur hér,“ segir Guðmundur
Magnússon, kvikmyndagerða-
maður og áhugamaður um sögu
og varðveislu menningarminja
á Suðurnesjum. Hann hefur
hrundið af stað átaki í varðveislu
á söguheimildum undir nafninu
'Áður en fífan fýkur'.
Sérstaðan er nálægð við sjó
Garðurinn og Suðurnes eiga sér
sína sögu á sama hátt og aðrir
landshlutar. Sérstaðan þar er ná-
lægð við sjó og nytjar hans. Að
sögn Guðmundar hefur þó lengst
af verið hófsemi í söfnun og skrán-
ingu sögu og sagna af mannlífi.
„Það felast mikil verðmæti í þeirri
vinnu að grafa upp gamalt efni um
Suðurnesin, halda því til haga og
festa á filmu það sem gerist á líð-
andi stund.
Slíkar upplýsingar eru og verða
gulls ígildi þegar fram líða
stundir. En kvikmyndir og hljóð-
upptökur hafa ekki ávallt notið
fullrar viðurkenningar sem hluti af
menningararfi okkar. Það viðhorf
er þó aðeins að breytast.“
Jafnframt segist Guðmundur þess
fullviss að nauðsynlegt sé að festa
sem mest á filmu og varðveita það
sem til er, eins vel og hægt er. „Það
er líka nær ómögulegt að fá fjár-
magn í heimildasöfnun af þessu
tagi hérna á Suðurnesjum og ekki
síður erfitt að fá fjármagn í vinnslu
og skráningu á efninu. Hvað er þá
til bragðs að taka? Þetta gengur
hægt og það er mikil vinna eftir
og nauðsynlegt að ná frásögnum
þessa fólks.“
Guðmundur hefur sett sér
þessi markmið fyrir næstu
fjögur ár:
-Ná sem flestum frásögnum Suður-
nesjamanna á aldrinum 70 ára og
eldri, af atvinnu, félags- og menn-
ingarlífi á Suðurnesjum frá árunum
1930-1980.
-Leita uppi gamlar hljóð- og kvik-
myndaupptökur frá Suðurnesjum,
skrásetja og setja á aðgengilegt
form.
-Halda stóra sýningu á safnahelgi
Suðurnesja árið 2019 á því efni sem
safnast hefur, á öllum söfnum á
Suðurnesjum.
-Setja á laggirnar kvikmynda- og
hljóðbókasafn Suðurnesja.
Þeir sem hafa áhuga á því að leggja
þessu verkefni lið með einhverjum
hætti, geta haft samband við Guð-
mund í netfangið steinbogi@sim-
net.is. Þið sem hafið áhuga á að
styrkja þessa vinnu hafi vinsamleg-
ast samband í síma 866-0448 eða í
fyrrgreint netfang. Einnig er hægt
er að leggja framlög til verkefnis-
ins inn á reikning 0157-05-400730,
kennitala: 700807-2580.
Átaksverkefninu 'Áður en fífan fýkur' hrundið af stað:
Vill varðveita söguheim-
ildir af Suðurnesjum
Sandgerðishöfn
Starfsmaður í fullt starf til
sumarafleysinga við
Sandgerðishöfn í allt
að fjóra mánuði.
Umsóknarfrestur er til
og með þriðjudeginum
12. maí 2015.
Þjónustumiðstöð
(áhaldahús)
Starfsmaður í fullt starf til
sumarafleysinga í
þjónustumiðstöð Sandgerðis-
bæjar frá 1. júní – 31. ágúst.
Umsóknarfrestur er til
og með mánudeginum
18. maí 2015.
Íþróttamiðstöð
Sandgerðis
100% staða við
íþróttamiðstöð Sandgerðis.
Í starfinu felst m.a. klefavarsla
í karlaklefum. Um er að ræða
framtíðarstarf.
25% staða til sumarafleysinga við
Íþróttamiðstöð Sandgerðis frá
1. júní – 14. júlí. Í starfinu felst m.a.
klefavarsla í karlaklefum.
100% staða til sumarafleysinga
við Íþróttamiðstöð Sandgerðis frá
15. júlí – 25. ágúst. Í starfinu felst
m.a. klefavarsla í karlaklefum.
Umsóknarfrestur er til
og með mánudeginum
18. maí 2015.
Sumarvinna
17 – 20 ára unglinga
Sandgerðisbær býður
ungmennum á aldrinum 17 til 20
ára vinnu í sumar frá 1. júní.
Umsóknarfrestur er til
og með mánudeginum
18. maí 2015.
ATVINNA
Laus störf hjá Sandgerðisbæ
Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar hjá Sandgerðisbæ:
Nánari upplýsingar um störfin eru á heimasíðu Sandgerðisbæjar,
www.sandgerdi.is og í síma 420-7500.