Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2015, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 07.05.2015, Qupperneq 10
10 fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR „Ég var nýorðinn 14 ára gamall þegar ég var sendur í fóstur til Karenar og Villa árið 2003. Upp- runalega átti ég bara að vera í þrjá mánuði en ég endaði með að vera hjá þeim í tvö ár. Ég var fyrsta fósturbarnið sem kom til þeirra,“ segir Atli Freyr og bætir við að hann hafi lært mjög mikið á þeim tíma. „Það er alveg ótrúlegt hvað heilbrigt og stöðugt umhverfi er mikilvægt á unglingsárunum.“ Upplifði heilbrigt heimilislíf Atli Freyr rifjar um tímann í Akur- húsum: „Mér líkaði rosalega vel hjá þeim. Ég fékk mikinn áhuga á hestamennsku og við fórum í marga góða túra. Svo spilaði ég fót- bolta á kvöldin með börnum þeirra Villa og Karenar og fleiri Garð- búum. Á sumrin fékk ég að vinna í fiski og lærði að þéna mínar eigin tekjur. Mikilvægast var þó að ég fékk að upplifa heilbrigt heimilislíf. Akurhúsa-fjölskyldan á svo stóran part í mér. Ég er þeim alveg afskap- lega þakklátur.“ Aðspurður segist Atli Freyr vera miðbæjarrotta í húð og hár, fæddur í Reykjavík. „Það voru því töluverð viðbrigði fyrir mig að heyra ekki lengur í bílum, heldur bara að heyra ekki lengur í bílum heldur bara i öldunum og vindinum í umhverfi Akurhúsa.“ Með eina ferðatösku og stóra drauma Árið 2011 fannst Atla Frey Ísland vera orðið of lítið fyrir sig. „Mig langaði að upplifa heiminn og þá var ég í sambandi með fær- eyskum listamanni sem var bú- settur i Danmörku. Einn daginn keypti ég mér stakan miða til Kaupmannahafnar. Flúði Klak- ann með eina ferðatösku og stóra drauma.“ Þar starfar Atli Freyr fyrst og fremst sem förðunarfræðingur og listamaður. Hann tekur t.a.m. að sér förðunarverkefni fyrir alls kyns myndatökur, kvikmyndir, auglýsingar og önnur sérstök verk- efni. „Þrisvar í viku vinn ég hjá M•A•C cosmetics og svo er ég hlut af tískuverkefni sem heitir Unfair- fashion (www.unfairfashion.dk) og í tengslum við Copenhagen Fas- hion Week.“ Logandi Facebook síða eftir að myndbandið kom út Það besta við vinnuna sína segir Atli Freyr vera tækifærin til að fá að ferðast um heiminn, vera skapandi og hafa eldmóðinn fyrir því sem hann er að gera. „Og besta af öllu - að gera það sem þú elskar.“ Spurður um hvernig það hafi komið til að hann var beðinn um að leika í myndbandi Of Mon- sters and Men segist Atli Freyr hafa verið staddur í Kína. „Ég var að vinna að myndaþátt þegar Nanna Bryndís söngkona hringdi i mig og spurði hvort ég væri ekki til í að leika i nýja myndbandinu þeirra. Auðvitað stökk á það, flaug til Kaupmannahafnar frá Kína og var kominn þangað 12 tímum áður en ég fór svo áfram til Íslands.“ Þar var förinni heitið beinustu leið i stúdíó, Atli Freyr setti sig í karakter og svo beint í tökur. „Þetta var raka- lega skemmtileg upplifun og ég hef fengið mikil og góð viðbrögð eftir að myndbandið kom út. Facebook- síðan mín logar.“ Giftir sig í lok ársins Spurður um framtíðarplön segist Atli Freyr ætla að vera hamingju- samur, eignast fjölskyldu og gera allt sem hann vill. Hann mun flytja til Bandaríkjanna í byrjun næsta árs. „Sjáum hversu langt ég kemst i Los Angeles. Já, svo er ég að fara að giftast unnusta mínum og sjólið- anum Raul Bolivar í lok þessa árs. Ég bara brosi alltaf og vinn mikið og hugsa jákvætt. Þá bara koma hlutirnir til mín,“ segir Atli Freyr kátur að endingu. -viðtal pósturu olgabjort@vf.is Stjarnan í nýjasta myndbandi Of Monsters and Men bjó um tíma í Akurhúsum í Garði: Fyrsta fósturbarn Villa og Karenar Atli Freyr Demantur hefur að undanförnu vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í nýjasta myndbandi Of Monsters and Men, I Of the Storm. Hann bjó um tíma hér á Suðurnesjum, nánar tiltekið í Akurhúsum hjá Karen Jónsdóttur og Vilhjálmi Einarssyni, sem voru til umfjöllunar í síðasta tölublaði Víkurfrétta. Atli Freyr var fyrsta fósturbarnið sem þau tóku að sér. Í dag er hann búsettur í Danmörku þar sem hann vinnur sem förðunarfræðingur og listamaður. Hann er að fara að gifta sig í lok ársins. Mikilvægast var þó að ég fékk að upplifa heil- brigt heimilislíf -aðsent pósturu vf@vf.is Til sóknarbarna Keflavíkurkirkju! Á morgun, föstudaginn 8. maí, er prestkosning í Keflavíkur- kirkju. Að öllu jöfnu væri ekki við hæfi að sóknarnefndarformaður skipti sér af prest- kosningu, en þar sem aðeins er einn í framboði, sé ég ekki að ég brjóti siðareglur með því að leggja orð í belg. Þar sem séra Erla er ein í kjöri og þarf aðeins meirihluta greiddra at- kvæða til að hljóta embættið má ætla að fólk sjái ekki tilganginn í því að mæta á kjörstað og kjósa. En það er mjög mikilvægt fyrir Erlu að fá góðan stuðning í starfið. Það væri hvatning fyrir hana til að vinna vel og það væri þakklætis- vottur til hennar fyrir það framúr- skarandi starf sem hún hefur unnið fyrir söfnuðinn þann tíma sem hún hefur sinnt æskulýðsmálum safnaðarins, fyrst sem æskulýðs- fulltrúi og síðan sem æskulýðs- prestur, eftir að hún hlaut vígslu. Það er líka mikilvægt fyrir kirkjuna að kosningin verði góð því það sýnir styrk samfélagsins og hug þess til kirkjunnar og þess starfs sem þar er verið að vinna. Séra Erlu prýða margir góðir kostir. Hún er falleg og glaðlynd kona, sem er samviskusöm og vandar sig í hverju verki. Hún hefur góða skipulagshæfileika og er dugleg og framtakssöm, hugmyndarík og hefur góða nærveru. Hún er góður hlustandi og tekur öllum jafnt. Hún er góð eiginkona og hamingjusöm móðir þriggja barna, Keflvíkingur, sem vill vinna bænum sínum allt til blessunar og til viðbótar við þetta allt á hún einlæga og fallega trú. Komið og kjósið og sýnið vilja ykkar í verki til áframhaldandi kröftugs og uppbyggilegs safnaðar- starfs í Keflavíkurkirkju. Kosið verður í Oddfellowhúsinu, Grófinni 6 frá kl. 13 - 18. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar. Bækur eru flestar listaverk á sinn hátt. Gamlar bækur á Bókasafni Reykjanesbæjar hafa nú öðlast nýtt líf sem listaverk. Á safninu hefur verið opnuð sýn- ing sem nefnist „Endurbókun“. Á sýningunni eru verk sem eru unnin úr gömlum bókum sem hafa lokið sínu fyrra hlutverki. Hópur tíu listakvenna sem kalla sig ARKIR standa að bókverka- gerðinni, en þær sinna öllu jafna fjölbreyttri listsköpn á sviði málara- og grafíklístar, texíl- og ritlistar, myndlýsinga og hönn- unar, en eiga það sameiginlegt að hrífast af bókverkum. Listakonurnar sem eiga verk á sýningunni eru Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigur- borg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við opnun sýningarinnar. Athyglisverð listsýning í Bókasafni Reykjanesbæjar: Bækur öðlast nýtt líf sem listaverk Atli Freyr og Raul Bolivar, verðandi eiginmaður hans.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.