Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.07.2015, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 16.07.2015, Qupperneq 9
9VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 16. júlí 2015 pósturu olgabjort@vf.is hjúkrunar. „Það er svo nærandi að ná í þekkingu og spegla okkur í öðrum“. Aðstæður og aðstandendur vega þungt Eins og gefur að skilja eru aðstand- endur einnig alltaf stór þáttur í því að fólk geti verið veikt heima. „Það fer allt eftir fjölskyldumynstri, að- stæðum og ýmsu öðru. Við höfum verið að veita líknandi meðferð í heimahúsum frá því Sigurður Árnason krabbameinslæknir byrj- aði hér árið 2003. Sú þjónusta er opin bók á þann hátt að þarfir og aðstæður eru metnar hjá hverjum og einum og snýst þjónustan um samvinnu og handleiðslu,“ segir Margrét. Spurð hvort það þurfi ekki góða mannþekkjara í slík störf segir Margrét svo vera. „Þær sem starfa hér eru mjög reyndar, við vinnum teymisvinnu og tölum mikið saman. Við vinnum saman sem ein heild og berum saman bækur okkar til að vera á sömu blaðsíðu. Þannig hjálpum við hver annarri og erum til staðar. Við hvetjum líka hvor aðra til að létta á sér. Það koma slæmir dagar og vikur hjá öllum og það getur eðli- lega komið þreyta í mannskapinn. Heimilin geta verið ólík og að- stæður. Oft þarf að skipta um gír; fara úr mikilli sorg á einum stað þar sem er deyjandi einstaklingur og yfir á annað heimili þar sem aldr- aður einstaklingur þarf létta aðstoð og stuðning við athafnir daglegs lífs.“ Yngstu skjólstæðingarnir nýfæddir Yngstu skjólstæðingar heima- hjúkrunar hafa verið allt niður í nokkurra daga ungabörn. Eins og fram hefur komið sinnir heima- hjúkurn öllum aldurshópum, oft börnum, en verkefnin eru mjög mismundi, allt frá næringu og/ eða lyfjagjöf í æð yfir í aðstoð við böðun. Margrét segir störf hjúk- urnarfræðinga heimahjúkrunar snúast að miklu leyti um það að aðstoða skjólstæðinga að lifa með langvinna sjúkdóma. „Þeir þurfa að öðlast færni í því að þekkja sjúk- dómseinkenni sín og hvað það er í þeirra lífsstíl sem hægt er að breyta til þess að líða betur. Hreyfing er t.d. mjög mikilvægur þáttur í því að líða betur“. Það fari síðan eftir sambandinu sem myndast hversu mikið skjólstæðingur opni sig og sé tilbúinn að fræðast um sjúkdóm- inn og einkennin. „Við erum bara duglegar að leita okkur upplýs- ingar. Það getur verið að fólki líði betur með einhverjum starfsmanni en öðrum og treysti honum betur og verður þá opnara. Við vinnum í teymisvinnu með læknum og og metum hvar læknisþjónustan tekur við af okkar þjónustu. Þegar um er að ræða líknandi meðferð þá erum við í sambandi við Sigurð lækni. Eftir andlát í heimahúsi fylgjum við maka/aðstandendum eftir með samtali eftir um það bil sex vikur. Einnig má geta þess að Heil- brigðisstofnun Suðurnesja, í sam- starfi við prestana í Keflavíkursókn, bauð aðstandendum allra þeirra sem létust á HSS og í heimahús á árinu, til samverustundar á allra heilagra messu í fyrra. Eftir sam- verustund var boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu sem starfsfólk d-deildar sá um að útbúa. Margir lýstu ánægju sinni með þessa sam- verustund og er fyrirhugað að þetta sé komið til með að verða áfram,“ segir Margrét að lokum. Viltu vinna í ferðaþjónustu? Gray Line Iceland leitar að sjálfstæðum og drífandi einstaklingum sem búa yfir mikilli þjónustulund. Keflavíkurflugvöllur – framtíðarstarf Í boði er: • 100% starf og hlutastarf • Unnið er á 12 klst. vöktum Helstu verkefni: • Upplýsingagjöf til ferðamanna • Sala á ferðum • Önnur tilfallandi störf Menntunar- og hæfniskröfur: • Góð enskukunnátta • Önnur tungumálakunnátta kostur • Góð þekking á Íslandi • Þjónustulund og sveigjanleiki Gray Line Iceland Gæði – Öryggi – Þjónusta Umsóknir berist til: Elínar Hlífar Helgadóttur, mannauðsstjóra, elin@grayline.is. Umsókn þarf að fylgja kynningarbréf ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 2015. Gray Line Iceland er leiðandi íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki í örum vexti. Fyrirtækið er handhafi viðskiptasérleyfis Gray Line Worldwide sem er stærsta skoðunarferðafyrirtæki í heimi. Félagið er ferðaskipuleggjandi, ferðaskrifstofa og hópferðafyrirtæki með starfsemi einkum í skipulögðum dagsferðum með yfir 60 áfangastaði víðs vegar um Ísland. Gray Line á Íslandi á einn yngsta rútubílaflota landsins, 65 hópferðabíla sem taka frá 9 til 71 farþega. Félagið flutti rúmlega 510 þúsund ferðamenn árið 2014 í eigin ferðum. Fyrirtækið kappkostar að veita góða og persónulega þjónustu við ferðamenn á Íslandi.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.