Víkurfréttir - 16.07.2015, Page 11
11VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 16. júlí 2015
Á dögunum fór fram úthlutun úr AVS sjóðnum og hlutu 40
verkefni styrk að upphæð sam-
tals 222 milljónir króna. Stærsti
styrkurinn kom í hlut Tilrauna-
eldisstöðvar Hafrannsókna-
stofnunar, 22 milljónir króna, og
verður upphæðinni varið í seiða-
eldi og kynbætur á þorski. Til-
raunaeldisstöðin er staðsett inni
á athafnasvæði Íslandsbleikju,
steinsnar frá Grindavík.
„Hafró sér um eldi á klakfiski
og seiðaframleiðslu, Stofnfiskur
leggur fram þjónustu kynbóta-
fræðings í hálfu starfi og Hrað-
frystihúsið Gunnvör á Hnífsdal,
HG, sér um eldi seiðanna upp
í matfiskstærð í sjókvíum sínum
við Súðavík. Styrkurinn úr AVS-
sjóðnum dugir til að fjármagna
kostnað Hafrannsóknastofnunar af
verkefninu,“ segir Agnar Steinars-
son, sérfræðingur Hafró í samtali
við Morgunblaðið, en hann stýrir
verkefni sem stofnunin hefur
unnið í samstarfi við Icecod, sem
er í eigu Hafró, Stofnfisks og nokk-
urra sjávarútvegsfyrirtækja. Um er
að ræða tilraunaeldi á þorski sem
hófst fyrir röskum áratug. Agnar
segir að á þessum árum hafi komið
í ljós að vöxtur fisksins á fyrsta ævi-
skeiðinu skiptir miklu fyrir fram-
tíðarvöxtinn. Markaðsforsendur
þorskeldis hafi breyst þegar þorsk-
stofnar fóru að ná sér aftur á strik.
AVS-sjóðurinn hefur styrkt frá
upphafi
Þegar slæmt ástand á þorsk-
stofnum samhliða góðu mark-
aðsvirði þorsks var fljótlega eftir
aldamót kviknaði áhugi hjá Íslend-
ingum og fleiri Evrópuþjóðum á
þorskeldi. Gerðar voru tilraunir við
aleldi á þorski hér á landi árið 2002
og kynbótaverkefni Icecod hófst
ári síðar. „Það átti að auka arðsemi
þorskeldis með því að bæta vaxtar-
hraða og lífsþrótt líkt og gert er í
laxeldi og bleikjueldi með góðum
árangri. AVS-sjóðurinn hefur
styrkt verkefnið frá upphafi,“ segir
Agnar. Hrognin sem safnað var
fyrst um sinn voru tekin í eldisstöð
Hafró, klakin út og búnir til svo-
kallaðir fjölskylduhópar. Eftir þrjú
ár var gerður grunnstofn og hægt
var að hefja kynbótastarfið. „Sala
á seiðum til eldisfyrirtækja var um
200 þúsund seiði á ári. Icecod tók
síðan við verkefninu í eldisstöð
sinni í Höfnum á Reykjanesi árið
2008.“
Ásættanleg afföll um 1% á
mánuði
Stór fyrirtæki stunduðu um tíma
aleldi á þorski auk smærri aðila í
áframeldi á smáþorski. Í dag er það
aðeins Hraðfrystihúsið Gunnvör á
Hnífsdal (HG) sem stundar aleldi á
þorski og tekur við 20 þúsund kyn-
bættum þorskseiðum frá Hafró á
hverju sumri. „Helstu vandamálin
í þorskeldinu hafa tengst óhóf-
legum afföllum vegna sjúkdóma
en þorskurinn hefur afar frumstætt
ónæmiskerfi sem gerir bólusetn-
ingu illmögulega, en ásættanleg af-
föll í laxeldi eru um 1% á mánuði
sem verður að hámarki 15-20%
yfir allan vaxtartíma fisksins“ segir
Agnar í viðtalinu.
Eldisfiskur brúar bilið í brælu
Hafró hefur nú tekið aftur við
verkefninu og elur allan klak-
fisk í Tilraunaeldisstöðinni. Fyrir
fiskvinnslufyrirtæki eins og HG
býður verkefnið upp á möguleika
til betri nýtingar á tækjabúnaði og
mannauði sem þegar er til staðar.
„Ef slæmt er í sjóinn þá hægt að
nota eldisfiskinn til að brúa bilið
og skaffa hráefni til vinnslu. Mark-
miðið í fiskeldi að hámarka vöxt,
bæta fóð- urnýtingu og lágmarka
afföll. Til að tryggja góðan vöxt á
fyrstu æviskeiðunum þarf að gefa
seiðunum lifandi fæðudýr sem
eru ræktuð í miklu magni í Til-
raunaeldisstöðinni,“ segir Agnar að
lokum, vongóður um að verkefnið
muni verða fjárhagslega hagkvæmt
innan tíðar.
-viðtal pósturu olgabjort@vf.is
Þorskeldi er síkvikur vettvangur þekkingar á þeim gula.
Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar er í Grindavík:
Ef slæmt er í sjóinn þá
er hægt að nota eldis-
fiskinn til að brúa bilið
Agnar með fallegan þorsk. Grásleppa í eldi.
Það eru þúsundir seiða í kerj-
unum hjá Agnari og félögum.