Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.07.2015, Síða 13

Víkurfréttir - 16.07.2015, Síða 13
13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 16. júlí 2015 pósturu vf@vf.is „Við byrjuðum að leika okkur í sjósundi í Nauthólsvíkinni í fyrra og fengum þá hugmynd að synda milli Njarðvíkanna,“ sögðu fyrr- verandi körfuboltakapparnir Hreiðar Hreiðarsson og Krist- inn Einarsson en með þeim var félagi þeirra Daníel Óskarsson. Þremenningarnir syntu frá Innri- Njarðvík inn í höfnina í Ytri- Njarðvík í fyrrakvöld. Heiðar og Kristinn eru nýgræð- ingar í sjósundi en undirbjuggu sig í heilt ár fyrir þetta Njarðvíkur- sund en Daníel hefur synt sjósund í tólf ár. Leiðin úr Innri-Njarðvík í höfnina í Ytri-Njarðvík er um 1100 metrar og voru þeir kappar um hálftíma á leiðinni. Þeir létu duga að vera bara í sundskýlu og sokkum. Lítil trilla fylgdi þeim alla leið til öryggis. Þeir syntu því á ágætum hraða og voru hinir hress- ustu þegar þeir komu í land. „Ég segi ekki að þetta hafi verið létt en þetta hafðist. Við vorum um hálftíma á leiðinni sem er ekki svo slæmt,“ sagði Hreiðar en fé- lagi hans Kristinn sagði að það væri aðeins erfiðara að synda í sjó en í sundlaug. „Formið á manni mætti vera betra. Mér kólnaði að- eins í restina,“ sagði körfubolta- kappinn. Daníel, sá vani, sagði að kannski yrði þetta uppátæki að ár- legum viðburði. „Við tengjum þetta kannski sjómannadeginum,“ sagði hann og hló. Afi Hreiðars, Karvel Ögmunds- son synti oft fyrr á árum í sjónum í Njarðvík. Það gerðu bæjarbúar þó nokkuð í gamla daga. Karvel kafaði og skoðaði aðstæður þar sem höfnin er núna og lagði mikla áherslu á að velja vel stæði fyrir hana og staðsetningin yrði sem best í ljósi vinda og strauma. „Mér fannst tilvalið að prófa að synda hérna, ég hef oft vel þessu fyrir mér af hverju fólk var svona mikið í sjósundi í gamla daga. Ég veit þó ekki til þess að afi eða aðrir hafi synt á milli Innri- og Ytri Njarð- víkur. Þessi sundsprettur var því kannski aðeins tileinkaður honum en þó mest bara fjör hjá okkur fé- lögunum,“ sagði Hreiðar. Verkstæðið er í nýju 360m2, húsi (áður þjónustuverkstæði BL). 3 stk tveggja pósta lyftur 1 stk fjögurra pósta lyfta. Hjólastillitæki, vinnuborð, vélagálgi, gírkasstatjakkar, verkfæravagnar, loftpressa, legupressa og fullkomið smurkerfi. Laust nú þegar. Upplýsingar í síma 892 8808. TIL LEIGU/SÖLU VERKSTÆÐI AÐ NJARÐARBRAUT 1, REYKJANESBÆKveðja frá Lionsklúbbi Njarðvíkur Reynir Ólafsson fæddist í Keflavík 8. júní 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. júní 2015. Reynir gekk til liðs við Lionsklúbb Njarðvíkur árið 2007. Hann var ætíð virkur lionsfélagi og gaf vel af sér í lionsstarfinu. Reynir var ritari klúbbsins starfsárið 2011-2012. Hann starf- aði einnig í ýmsum nefndum klúbbsins. Við félagarnir í Lionsklúbbi Njarðvíkur þökkum fyrir að fá að starfa með Reyni, sem var öflugur lionsmaður og mikill húmoristi. Lionsklúbbur Njarðvíkur sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Reynis. Blessuð sé minning Reynis Ólafssonar. Fyrir hönd Lionsklúbbs Njarðvíkur, Árni Brynjólfur Hjaltason. Þrír félagar tóku sig til og syntu í sjónum frá Innri-Njarðvík til Ytri Njarðvíkur: „Gerum þetta vonandi að árlegum viðburði“ -sögðu þeir Hreiðar Hreiðarsson, Kristinn Einarsson og Daníel Óskarsson Okkar ástkæri REYNIR ÓLAFSSON viðskiptafræðingur, Heiðarbakka 1, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 7. júní. Útför auglýst síðar. . Drífa Maríusdóttir, Gestur Páll Reynisson, Inga María Vilhjálmsdóttir, Kristín Guðrún Reynisdóttir, Sigurður Helgi Tryggvason, Magnús Ólafsson, Telma D. Guðlaugsdóttir og barnabörn. Vekja athygli á olíubirgðastöð – og uppbyggingu öryggismiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli XuAtvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar fagnar því að bent sé á mikil- vægi alþjóðaflugvallarins á Keflavíkurflugvelli í drögum að skýrslunni „Hagsmunir Íslands á norðurslóðum“ frá Ráðherranefnd um málefni norðurslóða 2015. Atvinnu- og hafnaráði finnst að benda megi á möguleikana sem Helgu- víkurhöfn hefur vegna olíubirgðastöðvar og með tenginguna við flugvöll- inn. Einnig þarf að benda á möguleikana í áætlunum um uppbyggingu ör- yggismiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli fyrir norðurskautsríkin, sem tengist Landhelgisgæslunni og flugumsjónarsvæðis Íslands. Fríhöfnin styrkir umhverfismál við Stóru-Vogaskóla XuUmhverfisnefnd Stóru-Vogaskóla sótti nýverið um styrk til Um- hverfissjóðs Fríhafnarinnar. Sá sjóður veitir styrki m.a. til að efla gróður og náttúrufar í nágrenni flugstöðvarinnar. Stóru-Vogaskóli hlaut styrk að fjárhæð kr. 250.000 til að fegra og snyrta umhverfi skólans. Fengu viðurkenningu fyrir þátttöku í unglingadeildinni Kletti – hjá Björgunarsveitinni Suðurnes XuUndanfarin ár hefur nemendum í 9. og 10. bekk Njarðvíkurskóla staðið til boða að taka sem valgrein starf innan unglingadeildar Björg- unarsveitarinnar Suðurnes. Margir nemendur hafa fundið sig vel í þeim félagsskap og allmargir hafa ílengst þannig að þeir hafa farið úr ungl- ingadeildinni Kletti upp í nýliðasveit björgunarsveitarinnar og þaðan áfram í starf björgunasveitarinnar. Á skólaslitum Njarðvíkurskóla nú í júní fengu tveir nemendur í 10. bekk hvatn- ingarverðlaun frá björgunarsveitinni fyrir gott starf innan sveitarinnar en þetta er í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt. Það voru þeir Adam Assouane og Guð- jón Oddur Kristjánsson sem fengu flotta áttavita að gjöf. Það var Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir, umsjónarmaður ungl- ingadeildarinnar, sem afhendi verðlaunin fyrir hönd gefenda. TIL LEIGU ÓSKAST WWW.VF.IS Til leigu 4. herbergja einbýlis- hús á einni hæð á góðum stað í Garðinum. Leiga er 130 þúsund á mánuði. Laust 1. ágúst. Upp- lýsingar í síma 699-8241 Er einhver sem lumar á Betamax videó tæki í geymsluni hjá sér. Sigurður Þorleifsson GSM 863- 7265. Mail siggil@simnet.is Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.