Víkurfréttir - 14.04.2016, Page 16
16 fimmtudagur 14. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR
Árlegur forvarnadagur ungra öku-
manna var haldinn í 88 Húsinu á dög-
unum þar sem fjölmörg ungmenni
úr Fjölbrautaskólanum fræddust um
þá ábyrgð sem fylgir því að fá bílpróf,
fækka umferðaslysum og auka öryggi
í umferðinni.
Nemendur fengu fræðslu um af-
leiðingar umferðarlagabrota, sektir,
tjónaskyldu og brot gegn þriðja aðila,
þau fengu að prufa ölvunargleraugu
auk þess sem fíkniefnahundar leitaðu
af fíkniefnum sem búið var að fela á
nokkrum stöðum.
Sviðsett var umferðarslys á planinu
við 88 Húsið og fengu nemendur að
sjá hvernig lögregla og sjúkraflutn-
ingamenn athafna sig þegar slys
verður og klippa þarf bíl í sundur.
Ölvaður ökumaður var valdur að
slysinu og var hann handtekinn með
tilheyrandi látum eins og sjá má hér
á myndum ásamt fleiri svipmyndum
frá deginum.
Klipptu sundur bíl
við 88 húsið
●● Forvarnadagur●ungra●ökumanna●haldinn●á●dögunum
VILT ÞÚ VINNA
ÚTI Í SUMAR?
Okkur vantar sumarstarfsmenn í Reykjanesbæ.
Um er að ræða 2 stöður þar sem mikill kostur
er að vera með vinnuvélaréttindi, þó ekki skilyrði.
Umsóknir á www.gardlist.is
AÐALFUNDUR
verður haldinn mánudaginn 25. apríl kl. 20:00
á Krossmóa 4a, 5 hæð, 260 Reykjanesbæ.
Venjuleg aðalfundarstörf,
samkvæmt lögum félagsins.
Önnur mál.
Kaveitingar
Félagar hvattir til að mæta.
Stjórn STFS
Stjórn STFS
Reykjanesbær hefur gengið til samn-
inga við Stefnu hugbúnaðarhús
vegna nýs upplýsingavefjar sveitar-
félagsins. Ráðgert er að opna nýjan
vef um miðjan júní. Það voru Kjartan
Már Kjartansson bæjarstjóri og Pétur
Rúnar Guðnason markaðsstjóri
Stefnu sem undirrituðu samninginn.
Núverandi vefur Reykjanesbæjar
var tekinn í notkun árið 2010 og er
orðinn tæknilega úreltur vegna örra
tækninýjunga. Ekki var hægt að gera
breytingar á núverandi vef, svo sem
gera skalanlegan í öllum hugsanlegum
tækjum, án mikils kostnaðar.
Í upphafi árs var leitað til Sjá ehf., sem
hefur sérhæft sig í viðmótsprófunum
og úttekt á vefjum, vegna undirbún-
ingsvinnu. Þeirri vinnu lauk með
verðkönnun á nýjum upplýsingavef
fyrir Reykjanesbæ sem sex hugbún-
aðarfyrirtækjum var gefinn kostur á
að taka þátt í. Þau sem svöruðu verð-
könnuninni voru Advania, Dacoda,
Hugsmiðjan, Kosmos og Kaos og
Stefna hugbúnaðarhús.
Að undangengnum kynningum og
fundum með forsvarsmönnum fyrir-
tækjanna var ákveðið að ganga til sam-
starfs við Stefnu hugbúnaðarhús. Auk
þess að bjóða lægsta verðið, svaraði
fyrirtækið öllum kröfulýsingum ítar-
lega og af nákvæmni, fyrirtækið stóðst
allar kröfur sem gerðar voru í kröfu-
lýsingu og hefur staðist væntingar í
öðrum viðskiptum við Reykjanesbæ.
Stefna hugbúnaðarhús hannaði nýja
safnavefi fyrir Reykjanesbæ, sem tek-
inn var í notkun sl. haust. Auk vefjar
um öll söfn og viðburði í Reykjanesbæ
hannaði Stefna einnig vefi Bóka-
safns Reykjanesbæjar og Byggðasafns
Reykjanesbæjar.
Stefna á nýjan vef Reykjanesbæjar í sumar
Það voru Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Pétur Rúnar Guðnason mark-
aðsstjóri Stefnu sem undirrituðu samninginn.
Auglýsingasíminn
er 421 0001
ATVINNA
Vantar bifvélavirkja eða vanan verkstæðismann til starfa.
Sumarstarfsmaður kemur til greina.
Svarað á staðum eða í síma 421 8085
og á netfanginu arni@bilaver.is
Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ - Sími: 421 8085 - Farsími: 857 9979
við verðum að reyna þessa
auglýsingu aftur
sleppum þessu með ritað
og talandi íslensku. (samt
enga negra)
bætum við að
kv Arni