Víkurfréttir - 02.06.2016, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 2. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
Hvaða bók ertu að lesa núna?
Á bryggjunni úr bókaflokknum
Rauða serían. Ég hef aldrei lesið neitt
úr Rauðu seríunni en ákvað að gefa
því tækifæri einn daginn þegar ég
fann ekkert bitastætt í bókasafninu.
Hvernig bækur lestu helst?
Fræðibækur, ævisögur, ljóðabækur og
krimma!
Hvaða bók hefur haft
mest áhrif á þig?
Dagbók góðrar grannkonu eftir Doris
Lessing
Hvaða bók ættu allir að lesa?
Dalalíf, sérstaklega karlmenn.
Hvar finnst þér best að lesa?
Alls staðar, nema í bíl
Hver er þín eftirlætisbók?
Það er ekki hægt að velja uppáhalds
bók, þær eru svo margar.
Hver er þinn uppáhalds
rithöfundur?
Hallgrímur Helgason ber höfuð og
herðar yfir alla að mínu mati – og svo
er hann líka frændi minn.
„ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ VELJA UPPÁ-
HALDS BÓK, ÞÆR ERU SVO MARGAR“
LESANDI VIKUNNAR
Í hverri viku í allt sumar verður valinn
Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykja-
nesbæjar. Lesandi vikunnar verður
birtur í Víkurfréttum alla fimmtudaga
í sumar. Í lok hvers mánaðar fær ein-
hver einn heppinn lesandi lestrar-
verðlaun. Allir sem vilja taka þátt eða
mæla með lesanda þurfa að skrá sig en
það er hægt að gera í afgreiðslu Bóka-
safnsins eða á heimasíðu safnsins:
sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn
Fyrsti lesandi vikunnar er Dagný
Maggýjar en hún hefur lesið mikið frá
barnsaldri. Dagný er verkefnastýra hjá
Heklunni.
Dagný sat fyrir svörum hjá starfskonu
Bókasafns Reykjanesbæjar.
Í snjallsímanum má gera ýmislegt ganglegt. Svo má
líka nýta tækið í eitthvað skemmtilegt eða til þess að
drepa tíma. Keflvíkingurinn Örvar Þór Sigurðsson
sem starfar sem grafískur hönnuður hjá Kosmos
& Kaos, notar nokkur góð snjallforrit í símanum
sínum bæði til gagns og gamans. Hér deildir hann
nokkrum góðum með lesendum Víkurfrétta.
Slack
Þetta er mikið notað af Kosmos og
Kaos í samskipti á milli starfsmanna og
skráarflutninga.
Hægt er að stofna spjallrásir eða senda
skilaboð beint á milli starfsmanna.
Mæli með þessu.
Yr.no
Hvort sem þú ert að skoða veður fyrir
eitthvað skemmtilegt eins og næsta
golfhring eða eitthvað mökk leiðinlegt eins
og að veiða fisk þá er þetta appið fyrir þig.
Allavega áreiðanlegasta veður app sem ég hef
prófað.
Dominos
Ég að sjálfsögðu borða ekkert svona óhollt en
þegar makinn eða börnin þurfa eitthvað svona
þá er þetta mjög þægilegt.
NBA
Fyrir körfuboltaáhugafólk er þetta alger nauð-
syn. Versla League pass og þá er hægt að horfa
á leiki í beinni og aftur í tímann sem og alls-
konar fróðleik um NBA.
Leikir – Stack, BBTan og Color switch
Ef maður er að bíða einhverstaðar á tann-
læknastofu eða eitthvað álíka þá er nauðsyn-
legt að grípa í stuttan leik og þessir hafa enst
lengst í símanum hjá mér.
High score
Stack -195 BBTan – 214 Color Switch - 59
Domino’s appið
nauðsynlegt fyrir
fjölskylduna
FIMM SNJÖLL ÖPP ÖRVARS:
„Versla League pass og þá er
hægt að horfa á leiki í beinni og
aftur í tímann sem og allskonar
fróðleik um NBA“
FJÖLBREYTT STÖRF
ERTU AÐ LEITA AÐ GÓÐU FRAMTÍÐARSTARFI EÐA
TÍMABUNDNU STARFI Í NOKKRAR VIKUR?
ÖRYGGISVÖRÐUR Í GAGNAVERI VERNE Á ÁSBRÚ
Framtíðarstarf. Gagnaver Verne Global leggur áherslu á hreint
og gott umhverfi og hátt þjónustustig. Starfsaðstaða er mjög
góð. Securitas og Verne stefna að því að gagnaverið verði
leiðandi í öryggismálum á Íslandi. Flott framtíðarstarf, en til
greina kemur að hefja störf eftir sumarleyfi.
ÖRYGGISVERÐIR – MIKIL VINNA Í BOÐI STRAX
Erum með nokkur verkefni sem krefjast mikillar vinnu í nokkrar
vikur eða mánuði í sumar og haust. Ef þig vantar vinnu í stuttan
tíma, sumarvinnu eða lengur, hafðu þá samband við okkur. Eins
erum við líka að leita að framtíðarstarfsmönnum. Upplýsingar
gefur skarphedinn@securitas.is
TÆKNIMAÐUR
Uppsetning og viðhald öryggiskerfa. Alhliða lagnavinna.
Menntun sem að nýtist í starfi t.d. sveinspróf í rafvirkjun.
Til greina kemur að hefja störf eftir sumarleyfi.
IÐNVERKAMAÐUR / AÐSTOÐARMAÐUR IÐNAÐARMANNA
Erum að standsetja nýja útibúið okkar og viljum ráða duglegan
starfskraft til að aðstoða iðnaðarmenn og ýmis almenn störf.
Sumarvinna, lágmarksaldur 18 ár.
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á ráðningar-
vef okkar: www.securitas.rada.is en einnig er sótt um
störfin þar. Umsóknarfrestur er til 8. júní nk.
Allir umsækjendur þurfa að geta framvísað hreinu saka-
vottorði. Umsækjendur þurfa að geta unnið sjálfstætt og
skipulega og vera tilbúnir til þess að læra nýja og spennandi
hluti.
Um Securitas:
Securitas er stærsta öryggisfyrirtæki landsins með tæplega 500
starfsmenn þar af ríflega 50 á Reykjanesi. Hjá Securitas starfar
metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra
þjónustu . Útibúið okkar er á Hafnargötu 60 en munum síðsumars
flytja starfsemina á Iðavelli 13.
SECURITAS REYKJANESI
HAFNARGÖTU 60, 230 REYKJANESBÆ, S. 580 7000
Talsvert hefur verið deilt um þá athöfn þegar
blöðrum er sleppt til himins við setningu
Ljósanætur ár hvert í Reykjanesbæ. Nú hefur
Reykjanesbær ákveðið að framvegis verði
blöðrum ekki sleppt heldur verið fundin um-
hverfisvænni leið til þess að gera setningu há-
tíðarinnar sjónræna. Helgi Arnarson fræðslu-
stjóri Reykjanesbæjar skýrði frá þessu á síðasta
fundi fræðsluráðs.
Engum blöðrum
sleppt á Ljósanótt
●● Leita●að●umhverfisvænum●leiðum