Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2016, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 02.06.2016, Blaðsíða 29
2 www.sjoarinnsikati.is Við tókum hús á Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur, en félagið fagnar 60 ára afmæli í haust. Fyrir svörum voru varaformaðurinn Ingvi Örn Ingvason og ritarinn Steingrím- ur E. Kjartansson. Nú er Sjóarinn síkáti handan við hornið en hátíðin fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hefur staðið vel við bakið á hátíðinni frá upphafi en nú er öllu tjaldað til, eða hvað? „Sjómannadagshelgin er auðvitað stórhátíð okkar sjómanna og við höfum alla tíð lagt mikla áherslu á hátíðarhöldin á sunnu- deginum. Sjóarinn síkáti hefur svo vaxið og dafnað síðastliðin ár og er alltaf að verða stærri og glæsilegri hátíð. Í ár var ákveðið að leggja áherslu á skemmtun fyrir börnin. Það er félaginu mikið hjartans mál að hátíð sé fyrir alla og allir geti tekið þátt á jöfnum forsendum. Þess vegna höfum við lagt mikið uppúr þessu atriði í ár og vonandi mælist það vel fyrir. Í samvinnu við Grinda- víkurbæ og Verkalýðsfélagið ætlar félagið að bjóða öllum börn- um frítt í leiktækin frá Sprell.is, fyrir utan fallturninn, og uppá ókeypis andlitsmálun. Svo erum við að reyna að blása lífi í kappróðurinn á ný eftir smá lægð undanfarin ár, og hvetjum við fyrirtæki og auðvitað hverfin til að senda lið og taka þátt. Það eru flottir vinningar í boði og bara stemming að taka þátt fyrir sitt fyrirtæki eða hverfi. Sjóarinn síkáti er orðin stór og mikil fjölskylduhátíð sem dregur að sér marga gesti sem er auðvitað skemmtileg þróun og frábært fyrir bæinn okkar en það má ekki gleyma því að þetta er Sjó- mannadagshelgin og við megum ekki gleyma öllum okkar skemmtilegu sjómannadagshefðum. Þær setja skemmtilegan svip á daginn og vonandi fáum við sem flesta með okkur í lið í ár.“ Nú verður Sjómanna- og vélstjórafélagið 60 ára í haust. Það hefur væntan- lega margt breyst hjá sjómönnum á þessum langa tíma. Hver eru helstu baráttumálin í dag? „Kjarasamningarnir hafa verið í brennidelpi undanfarið, enda hafa þeir verið lausir í nokkurn tíma. Núna standa yfir samningaviðræður og við erum bjartsýnir á að það náist loksins samningar. Að ná dagpeningum inn í samningana er krafa sem við náum vonandi í gegn, það myndi mikið vinnast með því. Öryggismál sjómanna hafa líka verið í brennidepli, og hafa stór- batnað á síðustu árum. Það er orðið skylda að fara í Sæbjörgu fyrir alla sem fara á sjó, sem er mikið framfaraskref. Mönnunar- mál hafa líka verið í deiglunni, fækkanir í áhöfnum hafa aukið slysatíðni. Þá vill það brenna við að hvíldartími sé ekki alltaf virt- ur á minni bátum. Þannig að það er alltaf nóg af baráttumálum hjá okkur, við erum alltaf á tánum. En svona þar fyrir utan þá höfum við lagt mikla áherslu á að styðja vel við bakið á björgunarsveitinni, enda eru þeir okkar sjúkrabíll í störfum. Okkar styrkveitingar fara að miklu leyti til þeirra, stórar gjafir á Sjómannadegi og minni styrkir yfir árið. Svo er afmælisdagurinn félagsins í haust, þann. 21. október. Okkur langar að vera með smá afmælisveislu, opið hús á Sjó- mannastofunni þar sem fólk getur kíkt í kaffi, lifandi tónlist og ljósmyndasýning úr sögu félagsins. Þetta er þó allt ennþá á teikni- borðinu, skýrist betur þegar nær dregur.“ Að lokum, hvað gerið þið sjálfið í tilefni hátíðarinnar? Ingvi - „Börnin fá svolítið að ráða ferðinni. Þau eru að skapa og skreyta úr allskonar gömlum munum. Ég leyfi þeim að mála og föndra og reyni að gera þetta svolítið að þeirra hátið. Það er er gott skreytingarsamstarf í götunni minni og allir taka þátt og finna sér hlutverk.“ Steini - „Ég skreyti að sjálfsögðu, reyni að bæta í frá ári til árs og endurnýja gömlu skreytingarnar. Götugrillið er alltaf skemmtilegt og ég er fyrsti maður út og reyni að virkja alla með mér í götunni. Þetta verður alltaf skemmtilegra eftir því sem fleiri leggjast á árarnar og taka þátt.“ Björgunarsveitin Þorbjörn er ómissandi hluti af því netverki sem heldur utan um Sjóarann síkáta. Er allt klárt fyrir hátíðina í ár? Við spurðum Boga Adolfsson, formanns sveitarinnar, út í málið. „Skipulagið hjá okkur er reyndar orðið mjög gott eftir reynslu síðustu ára. Ferlið rennur allt mjög vel og allir þekkja sitt hlutverk. Við þurf- um reyndar aðeins að endurskipuleggja okkur útaf breyttu hátíðarsvæði. En það þarf svo sem að fara yfir eitt og annað en annars gengur þetta mjög vel. Við erum með um það bil 25-30 manns í vinnu á hátíðinni hverju sinni og það er í mörg horn að líta. Við sjáum um að girða hátíðarsvæðið af og um gæslu í hliðunum meðan á hátíðinni stendur. Þá leiðir sveitin litaskrúðgönguna sem er skemmtilegt skipulagsverkefni sem hefur gengið vel undanfarin ár. Við setjum upp stjórnstöð fyrir hátíðarsvæðið við Vísi þar sem við erum með yfirsýn yfir svæðið, gæslan hefur bækistöð, sinnum minni- háttar óhöppum og sinnum börnum sem verða viðskila við foreldra sína. En við erum ekki ein í þessu, við fáum góða aðstoð frá öðrum sveit- um, sem eru raunar margar farnar að sækja í það að heimsækja okkur þessa helgi. Í ár fáum við til dæmis heimsókn frá Garðinum og Eyrar- bakka. Á föstudeginum koma svo Vogamenn líka og aðstoða okkur og við fáum líka aðstoð frá Selfossi við gæslu á tjaldsvæðinu. Það er líka nóg að gera á sjónum. Við sjáum um gæsla í skemmtisiglingunni, bæði um borð og í kringum bátana. Þá sjáum við um kappróðurinn, koddaslaginn og flekahlaupið að ógleymdri sjópulsunni.“ Allt þetta fólk frá sveitinni er í sjálfboðavinnu, en þið hafið nýlega gert myndar- legan samning við Þorbjörn hf sem og endurnýjað samning ykkar við bæinn, ekki satt? „Jú, við gerðum rekstrarsamninga, bæði við Vísi í fyrra og Þorbjörn núna, hafa breytt miklu fyrir reksturinn hjá okkur. Svo eigum við gott samstarf við bæinn líka og það er nýr samningur í burðarliðnum. Samstarfið við sjávarútvegsfyrirtækin er náttúrulega bakbein sveitar- innar. Hér í Grindavík var í fyrsta skipti á Íslandi skotið úr fluglínutækjum árið 1931 þegar Cap Fagnet strandaði. Þá var 38 manns bjargað og síðan þá hefur sveitin alls bjargað 232 mannslífum í 22 sjóslysum.“ Svona að lokum. Nú fara menn að detta í mikinn skreytingagír. Þið Snædís eruð þekkt fyrir glæsilegar skreytingar sem hafa vakið athygli á landsvísu. Er eitt- hvað óvænt á prjónunum í ár? „Við erum með ýmsar spennandi hugmyndir en erum á fullu í framkvæmdum heima sem setur smá strik í reikninginn. Við verðum aðeins að bíða og sjá, það er aldrei að vita hvað maður dregur fram úr erminni. Sjón verður vonandi sögu ríkari.“ Björgunarsveitin Þorbjörn gegnir lykilhlutverki á Sjóaranum síkáta Sjómannadagshelgin er auð- vitað stórhátíð okkar sjómanna Ingvi og Steingrímur. dagskrasjoari2016_2:dagskra2016 24.5.2016 17:10 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.