Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2016, Síða 22

Víkurfréttir - 02.06.2016, Síða 22
22 fimmtudagur 2. júní 2016VÍKURFRÉTTIR Kynning á iHealth snjalltækjum í Lyfju Reykjanesbæ Framúrskarandi tækni og hönnun sem gerir þér kleift að fylgjast með grunnþáttum góðrar heilsu; hreyfingu, svefni, þyngd, blóð- þrýstingi og glúkósa (blóðsykri). Öll iHealth heilsutækin tengjast snjallsímanum og birta gögn á myndrænan hátt í iHealth heilsuappinu. Auðvelt að deila niðurstöðum með heilbrigðisstarfsfólki, vinum og fjölskyldumeðlimum. Fyrir iPhone og Android síma. Katrín hjúkrunarfræðingur hjá Eirbergi, dreifingaraðila iHealth kynnir blóðsykursmæla og tengdar vörur föstudaginn 3. júní, milli kl. 15-18 lyfja.is Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? 8 ár. Hvaða stöðu spilar þú? Ég er miðjumaður. Hvert er markmið þitt í fótbolta? Komast eins langt og ég get. Vonandi verða atvinnumaður. Hversu oft æfir þú á viku? 5 sinnum í viku. Hver er þinn eftirlætis fótboltamaður/kona? Lionel Messi hjá Barcelona. Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum? Steven Gerrard er fyrirmyndin. Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis? Já. Liverpool - QPR á Anfield á síðustu leiktíð. Hversu oft getur þú haldið á lofti? 34 sinnum. Hvaða erlenda félag heldur þú upp á? Liverpool. Góður árangur Keflvíkinga á Stjörnustríðsmóti í blaki Blakdeild Keflavíkur tók þátt í öld- ungamóti Blaksambands Íslands sem haldið var dagana 5. til 7. maí síðast- liðinn. í Garðabæ sem að þessu sinni bar heitið Stjörnustríð. Á mótinu voru 158 lið eða um 1500 þátttakendur af öllu landinu og var þetta stærsta og fjölmennasta öldungamótið til þessa. Keppendur á þessum mótum verða að hafa náð 30 ára aldri til að geta keppt og má segja að þau séu nokkurs konar uppskeruhátíð eldri blakara í landinu. Keppt var í sex karladeildum og tíu kvennadeildum. Blakdeild Keflavíkur átti þrjú lið á þessu móti, tvö karlalið og eitt kvennalið. Annað karlaliðið keppti í 4. deild og hitt, skipað nýliðum í blaki, keppti í 6. deild. Kvennaliðið var í síðan í 8. deild a. Nýliðarnir stóðu sig mjög vel miðað við að þeir voru að taka þátt í sínu allra fyrsta blakmóti og eiga þeir mikið hrós skilið fyrir það hve vel þeim gekk að stríða hinum lið- unum en þeir munu koma reynslunni ríkari til leiks að ári. Kvennaliðið og 4. deildar karlaliðið, sem eru skipuð reyndum blökurum, náði þeim flotta árangri að sigra alla sína leiki og stóðu efst í sínum deildum og munu því keppa í næstu deildum fyrir ofan að ári. Bæði lið léku mjög vel í mótinu. Kvennaliðið fór í gegnum sína leiki með miklum yfirburðum og má með sanni segja að þær hafi borið höfuð og herðar yfir andstæðinga sína. Karla- liðið náði að bæta upp fyrir slakt gengi í síðasta móti og sló vart feilspor að þessu sinni. „Við vitum að það er eitthvað af blak- áhugafólki hér á Suðurnesjum og við viljum hvetja það fólk sem hefur áhuga á að koma og æfa með okkur að fylgjast með okkur á Facbook og einnig á heimasíðu Keflavíkur,“ segir í tilkynningu frá keflvísku blakfólki. FÓTBOLTASNILLINGUR VIKUNNAR Fyrsta tap Þróttara ■ Þróttarar frá Vogum þurftu að sætta sig við fyrsta tap sitt í 3. deild karla þegar þeir léku á útivelli gegn Einherja á Vopnafirði um helgina. Lokatölur leiksins urðu 3-2 þar sem Kristinn Aron Hjartarson og Aron Elfar Jónsson skoruðu mörk Þróttara. Vogamenn eru í f j ó r ð a s æ t i d e i l d a r i n n a r, hafa unnið tvo leiki og tapað einum. Víðismenn halda hreinu á toppnum ■ Víðismenn eru með fullt hús stiga og hafa ekki ennþá fengið á sig mark í 3. deildinni í fótbolta. Þeir unnu um helgina 4-0 sigur á liði KFR á heimavelli sínum og hafa því unnið þrjá fyrstu leikina sína í deildinni auk þess að vera eina 3. deildarliðið í 16 liða úrslitum í bikarkeppni. Staðan í hálfleik í gær var 2-0 fyrir heimamenn en mörkin skoruðu þeir Helgi Þór Jónsson og Milan Tasic. Helgi bætti svo við marki í síðari hálfleik en það var Tómas Jónsson sem skoraði fjórða markið undir lok leiks. STEVEN GERRARD ER FYRIRMYNDIN Fótboltasnillingur vikunnar er Garðbúinn Tómas Freyr Jónsson. Tómas er 12 ára og spilar með 5. flokki Reynis/Víðis. Tómas stefnir á að komast sem lengst í boltanum en atvinnumennskan heillar sérstaklega. Liverpool er hans lið á Englandi og Steven Gerrard er fyrirmyndin í boltanum.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.