Víkurfréttir - 06.10.2016, Síða 2
2 fimmtudagur 6. október 2016VÍKURFRÉTTIR
Viðskiptavinir HS Veitna sjá ekki
reikninga sína í netbönkum um mán-
aðamót. Eftir að fyrirkomulagi á gerð
reikninga hjá HS Veitum var breytt í
byrjun árs koma reikningarnir í net-
banka 6. til 8. hvers mánaðar. Eindagi
reikninganna er svo 23. dag mánaðar.
Fólk sem aðeins opnar netbanka sína
um mánaðamót sér reikn-
inga frá HS Veitum því ekki,
í byrjun mánaðar eru reikn-
ingar ekki komnir inn í net-
banka og um næstu mánaða-
mót á eftir eru komið yfir
eindaga og reikningar farnir
til frekari innheimtu.
Í svari frá HS Veitum segir
að ástæða þess að reikning-
arnir eru gefnir út 6. til 8.
hvers mánaðar sé sú að nú
sé raunnotkun færð á þá
í stað áætlana. „Sem reyndar hefur
þann ókost að reikningar eru sendir
út síðar,“ segir í svari HS Veitna. Nú
eru sendir út reikningar stuttu eftir
mánaðamót með innheimtu fyrir
notkun síðasta mánaðar en notkun
ekki áætluð síðari hluta mánaðar eins
og áður var.
Ákveðið hefur verið að skipta út öllum
mælum og setja inn mæla sem skila
álestri beint í gegnum netið og er gert
ráð fyrir að eftir fimm til sex ár verði
allir mælar þeirrar gerðar. Þá verður
óþarfi að lesa af á staðnum og áætlanir
óþarfar og eru þegar komnir þúsundir
slíkra mæla í rekstur. Þegar lesa þurfti
af mælum og áætla var miðað við að
lesa af síðari hluta mánaðar og áætla
síðan það sem á vantaði til mánaðar-
móta og senda reikninginn þá fyrir
mánaðamót. Í svari HS Veitna segir
að það séu úrelt vinnubrögð þegar
álesturinn liggi fyrir og þá sé unnt að
reikningsfæra raunnotkun hvers mán-
aðar í stað áætlana. Af þessi leiði hins
vegar að bíða þurfi fram yfir mán-
aðamót eftir rauntölum og því seinki
reikningagerðinni.
Þeim fyrirspurnum hefur verið beint
til HS Veitna hvers vegna ekki sé
notast við tímabilið 20. til 20. næsta
mánaðar þannig að reikningar séu
tilbúnir fyrir mánaðamót. „Því er til
að svara að við gætum þetta að hluta
til en ekki öllu leyti því að samkvæmt
skattalögum þurfum við að telja til
tekna allar tekjur vegna viðkomandi
árs á því ári og það sama á í raun við
varðandi sex mánaða uppgjör. Við
yrðum þá, að minnsta kosti á þessum
t í m a m ótu m , a ð á æ t l a
notkunina til mánaðamóta
og draga svo væntanlega frá
í næsta mánuði. Þetta hefur
líka áhrif á uppgjör raforku-
taps í kerfinu sem HS Veitur
þurfa að kaupa. Það sem fer
inn á kerfið okkar er ná-
kvæmlega mælt af Landsneti
um miðnætti lokadags en
mælingu þess sem fer út af
kerfinu væri þá háttað með
öðrum hætti sem leiddi til
mismunar,“ segir í svari HS
Veitna.
Þegar fyrirkomulagi á reikningagerð
var breytt var tilkynnt um þær á út-
gefnum reikningum og á heimasíðu
og Facebook síðu fyrirtækisins. Í svari
fyrirtækisins við fyrirspurn Víkurf-
rétta er bent á að sé greitt með boð-
greiðslum af einhverju tagi sé vanda-
málið úr sögunni. „Það er skoðun
okkar að það fyrirkomulag sé einfald-
ara og þægilegra fyrir alla aðila þegar
málið er skoðað í heild.“
Reikningar frá HS Veitum
ekki sjáanlegir um mánaðamót
●● Viðskiptavinir●sem●aðeins●opna●netbanka●um●mánaðamót●missa●af●reikning-
um●frá●HS●Veitum● Dagsetningum●gjald-●og●eindaga●breytt●eftir●að●byrjað●var●
að●innheimta●fyrir●raunnotkun●í●hverjum●mánuði
Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitar-
félagsins Voga lýsir yfir áhyggjum
sínum af slælegri umgengni á fjölda
lóða á hafnarsvæðinu og við Iðndal
í Vogum. Telur nefndin mikilvægt
að fyrirtæki fari fram með góðu for-
dæmi og að lausamunir á lóðum séu
umfram það sem talist geti til dag-
legs reksturs. Jafnframt lýsir nefndin
yfir áhyggjum sínum er kemur að úr-
ræðum sem Heilbrigðiseftirlit Suður-
nesja ætti að beita.
Málið var tekið fyrir og rætt á síðasta
fundi nefndarinnar. Þar var rætt um
ástand, umhirðu og frágang lóða og
lausamuna víða í sveitarfélaginu og
leiðir til úrbóta.
Niðurstaða fundar Umhverfis- og
skipulagsnefndar var að ákveðið var
að senda ítrekun á fyrri bréf vegna
stöðuleyfa og umhirðu lóða. Bygg-
ingarfulltrúa var jafnframt falið að
fylgja málinu eftir og upplýsa nefnd-
ina um framgang þess á næsta fundi.
Málið var jafnframt tekið fyrir á fundi
bæjarstjórnar Voga fyrir helgi og svo-
hljóðandi bókun lögð fram:
„Bæjarstjórn lýsir yfir áhyggjum
sínum af úrræðum sem HES (Heil-
brigðiseftirlit Suðurnesja) ætti að
beita og óskar eftir upplýsingum um
fyrirhugað eftirlit í umhverfismálum í
Sveitarfélaginu Vogum.“
Slæleg umgengni á fjölda lóða
veldur áhyggjum í Vogum
■ Ýmsar skemmdir hafa verið unnar á Skessunni í hellinum við smábáta-
höfnina í Reykjanesbæ að undanförnu. Í síðustu viku lagfærðu starfsmenn
Reykjaneshafnar fingur og tennur Skessunnar sem búið var að brjóta.
Skemmdir unnar á
Skessunni í hellinum
Búið var að brjóta fingur á Skessunni en starfsmenn Reykjaneshafnar hafa lag-
fært hann.
■ Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson, fyrrum umsjónarmenn Hraðfrétta
á RÚV hafa ráðið sig sem háseta á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson GK
255 sem Þorbjörn í Grindavík gerir út. Frá þessu var greint í Fréttatímanum.
Skipið mun láta úr höfn þann 25. október næstkomandi og verður ferðin tekin
upp og sýnd á RÚV á næsta ári. Í Fréttatímanum segir að Fannar hafi farið einn
túr á sjó þegar hann var tvítugur og þá legið í koju í tvo daga og langað að deyja.
Það mun það hafa farið mikið í taugarnar á Benedikt þegar Fannar rifjar þá tíma
upp. Benedikt tók í fyrstu ekki vel í þá hugmynd að fara á sjóinn en lét svo til
leiðast.
Hraðfréttamenn á sjóinn frá Grindavík
FARÞEGAAFGREIÐSLA
IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu.
Um er að ræða störf í farþegaafgreiðslu
Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum,
reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum.
Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur:
FARÞEGAAFGREIÐSLA
- Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá.
- Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, almenn ökuréttindi, góð tungumála -og tölvu-
kunnátta Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið
Umsóknum er skilað inn rafrænt á vefsíðu IGS sjá www.igs.is
fyrir 13. október 2016