Víkurfréttir - 06.10.2016, Side 6
6 fimmtudagur 6. október 2016VÍKURFRÉTTIR
Það er svolítið óhugnanlegt að rifja upp einn sérstæðasta atburð í sögu
Suðurnesjamanna sem gerðist fyrir tíu árum síðan. Þá fór stærsti vinnu-
veitandi svæðisins til hálfrar aldar í burtu frá landinu kalda, með manni og
mús. Mikill fjöldi fólks, langflestir íbúar á Suðurnesjum, misstu vinnuna út af
þessari brottför. Við erum auðvitað að tala um Varnarliðið. Ungir lesendur,
ja, ef ekki flestir undir tvítugu vita varla að hér hafi verið bandarískur her á
Keflavíkurflugvelli. Skilja líklega ekkert hvað hér er verið að fjalla um, nema
að foreldrar eða frekar amma eða afi hafi sagt þeim frá því að þau hafi starfað
í verslun Varnarliðsins, á símanum, í Messanum eða „pöblik-vörks“ og spyrja
eflaust, hvað var það? Varnarlið sem veitti þúsundum manna störf í hálfa
öld hvarf af landi brott með nokkur þúsund Ameríkana og skildi rúmlega
þúsund Íslendinga eftir atvinnulausa. Fyrirvarinn þegar ákvörðun hafði verið
tekin hjá bandarískum stjórnvöldum, um að hverfa á brott, var ekki mikill.
Hálft ár leið frá ákvörðun þar til varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli, þar
sem Varnarliðið hafði aðstöðu, geymdi aðeins byggingar, gamla orustuþotu
og rúmlega hálfrar aldar sögu. Allt fólkið var farið. Kanaútvarpið þagnað.
Margir Íslendingar, flestir Suðurnesjamenn, trúðu þessu ekki eða vildu ekki
trúa þessu.
„„Það var líkt og það hefði komið stór jarðskjálfti. Fólk var auðvitað skelfingu
lostið,“ rifjar Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags
Suðurnesja upp en margir starfsmenn á Vellinum voru í því stéttarfélagi
en einnig í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Kristján
Gunnarsson, formaður þess, rifjar þetta líka upp í viðtali við VF og segir
meðal annars að nokkrum árum áður en herinn fór, var umræða á Suður-
nesjum um að sú staða gæti komið upp að Varnarliðið væri farið að huga að
brottflutningi. Kristján fór þá ásamt Jóhanni Geirdal, þáverandi formanni
Verslunarmannafélags Suðurnesja, á fund Steingríms Hermannssonar,
þáverandi forsætisráðherra, til að ræða um undirbúning ef til þess kæmi.
Kristján segir fólk utan Suðurnesja almennt ekki hafa deilt áhyggjum þeirra.
„Það var horft á okkur eins og við værum eitthvað skrítnir því brottför
varnarliðsins þótti svo fjarstæðukennd.“ Hann segir að verkalýðsforkólfar
um landið hafi heldur ekki haft mikla samúð með Suðurnesjamönnum þegar
varnarliðið fór og að ríkið hafi ekki á neinn hátt veitt byggðaaðstoð til að
takast á við atvinnumissi svo margra.
Nokkuð athyglisverð ummæli verkalýðsforingjans en segja nokkuð um við-
brögð stjórnvalda og margra aðila sem fannst þetta ekki mikið mál. Það vildi
til að svonefnt góðæri var í hæstu hæðum á árinu 2006 þegar Varnarliðið
fór og því fengu margir fljótt önnur störf þó svo að margir, sérstaklega eldra
fólk, fengi ekki nýja vinnu. En svo þegar bankahrunið bankaði á dyrnar voru
margir fyrrum starfsmanna Varnarliðsins sem fengu fyrstir uppsögn.
Nú eru liðin tíu ár. Suðurnesjamenn þóttu hafa farið offari í góðærinu og
fengu ekki mikla samkennd eða samúð í mesta atvinnuleysi seinni tíma en
fljótlega eftir bankahrun fór atvinnuleysi í hæstu hæðir á svæðinu. Þegar
Kristján verkalýðsforingi nefnir í viðtalinu „byggðaaðstoð“ er ekki svo vit-
laust að velta því fyrir sér ef við setjum töluna 1000 í annað samhengi, segjum
til dæmis að svona hefði gerst á höfuðborgarsvæðinu, sem er um það bil tíu
sinnum stærra svæði en Suðurnesin. Hvað hefði gerst ef tíu þúsund manns
hefðu misst vinnuna? Sá sem þetta ritar setur þetta fram til umhugsunar því
ríkisvaldið og Alþingi, þeir sem ráða miklu, gerðu ekkert til að lækna þetta
sár, gáfu varla sprautu til að deyfa sársaukann. Hefði ekkert verið gert ef tíu
þúsund manns hefðu misst vinnuna á höfuðborgarsvæðinu eða 100 til 200
manns misst vinnuna á Vestfjörðum?
Við birtum viðtöl við verkalýðsforingja, fyrrverandi bæjarstjóra og upp-
lýsingafulltrúa Varnarliðsins í þessu blaði og í sjónvarpsþætti vikunnar. Þeir
rifja upp viðbrögð og hvað hafi verið gert. Okkur finnst þetta nefnilega ansi
merkilegt í sögu svæðisins og munum fjalla meira um málið á næstunni.
Skoða til dæmis hvernig hafi tekist til við endurreisn gamla varnarsvæðisins.
Hvað er eiginlega gert þegar nokkur þúsund manna bæjarfélag fer bara í
burtu? Hvað er gert við byggingarnar og hvernig tóku Íslendingar við stórum
verkefnum sem Varnarliðið hafði greitt fyrir milljarða í mörg ár og séð um
í áratugi?
Mjög margir vita að endurreisn Keflavíkurflugvallar, sem áður hýsti Amerík-
ana, orustuþotur og herþyrlur þeirra, hefur gengið vel og þar er nú orðið
nokkuð magnað og flott samfélag með framtíð. Meira um það síðar.
Páll Ketilsson
ritstjóri
ÓHUGNANLEG UPPRIFJUN
RITSTJÓRNARPISTILL
Páll Ketilsson
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is
Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta,
vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-
aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Tónlist hinnar goðsagnakenndu
hljómsveitar Trúbrots verður flutt á
tónleikum í Stapa á morgun, föstu-
daginn 7. október. Á tónleikunum
verður platan Lifun flutt er hún er
af mörgum talin eitt helsta meistara-
verk íslenskrar tónlistarsögu. Að sögn
Tómasar Young, framkvæmdastjóra
Hljómahallar, er það æskudraumur
marga þar innanhúss að Trúbrot komi
fram í Stapa. Til að mynda hefur hann
sjálfur lengi átt sér þann draum, sem
og hljóðmaður Hljómahallar sem
lengi hefur dreymt um að vera hljóð-
maður á tónleikum með Trúbroti.
„Það er því mjög gaman að þessi goð-
sagnakennda hlómsveiti spili hér,“
segir Tómas.
Platan Lifun verður flutt í heild sinni
á tónleikunum auk annarra laga Trú-
brots. Í ár eru 45 ár síðan Lifun kom
út en hún var tekin upp í London.
Tómas segir ljóst að meðlimir Trú-
brots hafi verið á undan sinni samtíð.
Gunnar Jökull Hákonarson, heitinn,
var trommuleikari Trúbrots og tók
hann trommusettið sitt með sér til
London í upptökurnar og segir Tómas
það hafa verið afar fátítt á þeim tíma
að tónlistarmenn flyttu svo stór hljóð-
færi á milli landa. Trommusettið góða
prýðir nú Rokksafnið og geta gestir
litið á það á leiðinni á tónleikana.
Gunnar Þórðarson og Magnús Kjart-
ansson, meðlimir Trúbrots, skipa
hljómsveitina, ásamt góðum hópi
tónlistarmanna, þeim Stefáni Jak-
obsssyni, Andra Ólafssyni, Stefaníu
Svavarsdóttur, Eyþóri Gunnarssyni,
Gulla Briem, Pétri Grétarssyni, Friðrik
Karlssyni og Jóhanni Ásmundssyni.
●● Trommusettið●sem●spilað●var●á●við●upptökur●á●Lifun●prýðir●Rokksafnið
Platan Lifun var leikin í heild sinni á tónleikum í Hörpu fyrr árinu og var myndin tekið við það tilefni.
ÆSKUDRAUMUR
AÐ TRÚBROT SPILI Í STAPA
RAUÐAKROSSBÚÐIN
Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ
Opnunartímar
Miðvikudagar frá kl. 13:00 – 17:00
Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:00
Fatnaður og skór.
Rauði krossinn
á Suðurnesjum
Kaldavatnslaust vegna framkvæmda
Vegagerðar ríkisins og Reykjanesbæjar við undirgöng Hafnaveg
HS Veitur hf tilkynna
Vegna þessa verður lokað fyrir kalda vatnið miðvikudaginn 12. október kl.
22:00 á eftirfarandi stöðum:
Keavík, Njarðvík og Sandgerði.
Áætlað er að vatn verði komið á aftur og fullur þrýstingur mmtudaginn
13. október kl. 11:00.
Vegna gerð undirganga við Hafnaveg þarf að færa til 600 mm stofnlögn
kalda vatnsins í vegkanti Reykjanesbrautar.
HS Veitur hf
flytja tærustu afurðir þjóðarinnar inn á hvert heimili
Sími 4225200 www.hsveitur.is