Víkurfréttir - 06.10.2016, Side 14
14 fimmtudagur 6. október 2016VÍKURFRÉTTIR
www.n1.is facebook.com/enneinn
Hjólbarðaþjónusta N1
Bíldshöfða 440-1318
Fellsmúla 440-1322
Réttarhálsi 440-1326
Ægisíðu 440-1320
Langatanga Mosfellsbæ 440-1378
Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374
Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372
Dalbraut Akranesi 440-1394
Opið
mán –fös kl. 08-18
www.n1.is Hluti af vetrinum
Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is
Cooper Weather-Master WSC
Öflugt og gott grip við erfiðar aðstæður
Mikið skorið og stefnuvirkt munstur
fyrir jeppa og jepplinga
Flott dekk fyrir íslenskt veðurfar
Cooper Discoverer M+S
Frábært neglanleg vetrardekk
fyrir jeppa
Einstaklega endingargóð með
mikið skorið snjómunstur
Nákvæm röðun nagla eykur
grip á ísilögðum vegum
Cooper WM SA2+
Míkróskorið óneglanleg
vetrardekk
Afburða veggrip og stutt
hemlunarvegarlengd
Mjúk í akstri með góða
vatnslosun
Rúllaðu inn
í veturinn
á nýjum
dekkjum
t tí f rir j s i ti . 1.is
LEIKHÚSFERÐ
Félags eldri borgara verður farin 30. okt 2016.
Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá „Djöaeyjuna“
Farið frá SBK kl. 17:30, komið við í Hornbjargi,
Nesvöllum, Grindavíkur og Vogatorgi.
Sýningin hefst kl. 19:30. Miði og rúta kr. 6.500,-
Pantanir hjá Ólu Björk síma 898-2243 ,
Björgu 865-9897,Guðrúnu 659-0201 og
Ásthildi 861-6770.
Miðar seldir á Nesvöllum miðvikudag 19. október kl. 16:00-17:00.
Erum ekki með posa.
Leikhúsnefnd.
Er ekki nóg að senda teppi?
Enska ljóðskáldið John Dunne orti fyrir
um 400 árum síðan:
Enginn maður er eyland, einhlítur
sjálfum sér. Sérhver maður er brot af
meginlandinu, hluti veraldar. … Dauði
sérhvers manns smækkar mig, af því ég
er íslunginn mannkyninu. Spyr þú því
aldrei, hverjum klukkan glymur. Hún
glymur þér.
Hvenær mun okkur eiginlega skiljast að
þetta er svona og hvað það þýðir?
Hörmungar skekja Sýrland og íbúar þess
flýja fósturjörð sína til þess að leita skjóls
og finna frið. Mæður og feður reyna
í örvæntingu sinni að koma börnum
sínum undan stríðstólum valdasjúkra
og siðalausra stríðsherra. Stríðsherra
sem nota vopn sem framleidd eru á
Vesturlöndum og eru rækilega studdir
af Bandaríkjunum annars vegar og
Rússum hins vegar. Þessar hörmungar
af mannavöldum sem eru að leggja líf
margra milljóna manneskja í rúst eru
því að miklu leyti í boði ríkja sem vilja
kenna sig við lýðræði, mannréttindi og
frelsi en finnst þegar öllu er á botninn
hvolft enn þá mikilvægara að græða á
daginn og grilla á kvöldin. Og vilja lítið
á sig leggja og alls engu fórna af forrétt-
indum sínum og veraldlegum munaði.
Er ekki bara hægt að senda þessu fólki
teppi? Ekki viljum við þetta fá þetta fólk
hingað, er það nokkuð?
Við berum ábyrgð
Við berum auðvitað öll og saman ábyrgð
á börnum sem missa foreldra sína og
systkini sem falla fyrir vestrænum morð-
tólum. Við berum að sjálfsögðu ábyrgð á
því að þau geta ekki lifað áhyggjulaus
og hlaupið létt og glöð út á leikvöll að
róla sér eða vega salt. Við berum ábyrgð
á því að þau mega þola skelfilegar mis-
þyrmingar og misnotkun. Og við berum
vitaskuld ábyrgð á þeirri staðreynd að
mannvonska og fáfræði gerir það að
verkum að þau búa við aðstæður sem
sviptir þau rétti og möguleika til að vita
og skilja hvað náungakærleikur er. Að
þau vita ekki hvað er að vera boðinn
velkomin, að vera elskaður, að eiga fjöl-
skyldu og öruggt skjól.
Hvílík ósvinna og hvílík lágkúra
Það er hræðilega dapurleg staðreynd að
hér í okkar ríka velmegunarsamfélagi
er fólk sem er tilbúið að loka á þessi
börn og aðra sem neyðast til að flýja
heimalönd sín vegna stríðshörmunga
og ömurlegra aðstæðna. Það er til fólk í
okkar friðsama og ríka landi sem virðist
ekki sjá neitt athugavert að segja við eldri
borgara og öryrkja og alla þá sem standa
höllum fæti að ekki sé hægt að veita
þeim mannsæmandi lífskjör vegna þess
að við eyðum svo miklum peningum
í hjálpa öðru fólki í brýnni neyð. Fólk
sem stendur á sama um eða virðist ekki
gera sér ekki grein fyrir að með orðum
sínum er það að sá fræjum fordóma og
haturs í garð þeirra sem þurfa svo mikið
á stuðningi, skilningi og velvilja að halda
og geta síst af öllum varið sig fyrir illvilja,
illum orðum og illum verkum.
Hvílík ósvinna og hvílík lágkúra!
Kakan er nógu stór
Margt af þessu fólki sem svona hugsar
og talar styður stjórnmálaflokka sem
mestar áhyggjur hafa af ónógum tæki-
færum þeirra ríku til að græða meira
og tala fjálglega um að „stækka þurfi
kökuna“. Því að þá munu allir fá meira
þegar henni verður skipt og hún étin.
Því að þá munu molar úr stóru kökunni
hrökkva til þeirra sem er ekki boðið
sæti við borðið þegar kakan er skorin í
sneiðar og þeir gráðugu háma þær í sig.
Kakan okkar er alveg nógu stór til þess
að allir geti fengið sæti við borðið og
fengið nógu stórar sneiðar. Og hún er
alveg nógu stór til þess að við getum
veitt fólki sem til okkar leitar í neyð sinni
skjól, stuðning og virðingu og boðið
fjölskyldum þess og börnum sæti við
borðið með okkur, fjölskyldum okkar
og börnum.
Það eina sem þarf er viljinn til að láta
réttlæti og mannúð stjórna orðum okkar,
gerðum og gæta þess að þeir sem stjórn-
ast af græðgi fái ekki að skipta kökunni
og hlusta ekki á orð þeirra sem einkenn-
ast af lágkúru, fordómum og þröngsýni.
Við kennum börnum okkar að sælla sé
að gefa en þiggja og eigum auðvitað að
sýna þeim það í verki að við meinum
eitthvað með því.
Kakan er alveg nógu stór
●● Ef●græðgin●ræður●því●ekki●hvernig●henni●er●skipt
Páll Valur Björnsson
þingmaður Bjartrar framtíðar
AÐALFUNDUR
TÓNLISTARFÉLAGS REYKJANESBÆJAR
verður haldinn 13. október 2016 kl.17:00
í Rokksafni Íslands, Hljómahöll
Á dagsskrá eru venjubundin aðalfundarstörf.
Félagar eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Stjórnin