Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.2016, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 06.10.2016, Qupperneq 21
21fimmtudagur 6. október 2016 VÍKURFRÉTTIR Sveindís Jane Jónsdóttir og Marc Mc Ausland voru valin bestu leikmenn meistaraflokka Keflavíkur í knatt- spyrnu en lokahóf knattspyrnudeildar var haldið síðasta laugardag. Í lokahófinu voru veittar viðurkenn- ingar eftir leiktíðina. Tómas Óskars- son og Aníta Lind Daníelsdóttir voru valin efnilegust. Þá fengu Sigurbergur Elisson og Sveindís Jane gullskóinn fyrir flest skoruð mörk. Silfurskóinn hlutu Magnús Þórir Matthíasson og Amber Pennybaker. Þá var Benedikt Jónsson valinn besti leikmaður 2. flokks karla. Keflvíkingar hafa mörg undanfarin ára veitt fréttagyðjuna. Að þessu sinni fékk enginn annar en Jón Örvar Ara- son styttuna en hann hefur verið mjög duglegur með myndavélina á leikjum og atburðum félagsins. Þorvaldur lætur af störfum ■ Þorvaldur Örlygsson, sem tók við þjálfun meistaraflokks karla haustið 2015, lætur nú af störfum sem þjálfari Keflvíkinga og mun að öllum lík- indum hefja störf hjá Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) í fullu starfi nú í haust. Þorvaldur hefur samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá knattspyrnu- deildinni starfað í hlutastarfi hjá KSÍ sem þjálfari U-19 ára landsliðs karla. KSÍ hyggst nú gera þetta að 100% starfi sem mun hafa þau áhrif að Þorvaldur getur ekki þjálfað félagslið samhliða. Knattspyrnudeild Keflavíkur þakkar Þorvaldi fyrir vel unnin störf á liðnu ári og ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarn- aðar í starfi hjá KSÍ, segir í sameiginlegri fréttatilkynningu. Keflavík endaði í 3. sæti í Inkasso-deildinni í sumar. All nokkrar væringar voru um áframhaldandi störf Þorvaldar hjá félaginu og ekki allir á eitt sáttir með hans störf í sumar. Sveindís og Marc best hjá Keflavík Sveindís Jane og Marc með Jóni Ben formanni knattspyrnudeildar og Benediktu Benediktsdóttur, formanni m.fl. Kvenna. Markahæstu leikmennirnir fengu silfur og gullskó að venju. Sveindís og Sigur- bergur með gullið. ■ Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman úr Fimleikadeild Kefla- víkur var nýlega valin í landslið Ís- lands í hópfimleikum sem keppir á Evrópumótinu í Maribor í Sló- veníu 12. til 15. október næstkom- andi. Kolbrún segir það hafa komið skemmtilega á óvart að vera valinn í hópinn og eitthvað sem hún hafi aldrei búist við að myndi gerast. Til- kynnt var um hópinn í ágúst síðast- liðnum. Kolbrún er 18 ára gömul og hefur æft fimleika í 11 ár. Lengst af æfði hún áhaldafimleika en skipti yfir í hóp- fimleika fyrir einu ári síðan. Hún mun keppa í blönduðu liði fullorðinna. Í liðinu eru sjö konur og átta karlar og keppa fimm af hvoru kyni í einu og hinir eru varamenn. Keppt er í dansi, á dýnu og trampólíni. Landslið Íslands í þessum flokki hefur ekki hampað Evróputitli. Ferðin til Slóveníu kostar um 400.000 krónur fyrir hvern keppanda og stendur núna yfir söfnun á vegum Fimleikasambands Íslands undir heit- inu Vertu mEMm. Sambandið skorar á fyrirtæki að styrkja landsliðsfólkið. Sjálfgefin upphæð er 25.000 krónur en hægt er að hækka hana eða lækka. Þau fyrirtæki sem styrkja eru svo beðin um að skora á tvö önnur fyrirtæki að gera það sama. Einnig er hægt að styrkja um 1500 krónur, 3000 krónur eða 5000 krónur með símtali. Nánar má lesa um söfnunina á vef Fimleika- sambands Íslands, www.fimleikasam- band.is. Kolbrún Júlía var nýlega valin í lands- lið Íslands sem keppir á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fer fram síðar í þessum mánuði í Maribor í Slóveníu. Kolbrún Júlía á EM í hópfimleikum

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.