Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2017, Síða 3

Læknablaðið - 01.04.2017, Síða 3
LÆKNAblaðið 2017/103 163 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson (í leyfi) havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1900 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Ein tafla á dag Varnar heilablóðfalli og segareki að lágmarki til jafns við warfarín Sambærileg blæðingarhætta og í meðferð með warfaríni en marktækt færri innankúpublæðingar og dauðsföll vegna blæðinga Að taka lyf einu sinni á dag við hjarta- og æðasjúkdómum eykur líkur á því að lyfið sé leyst út af sjúklingi eykur líkur á því að sjúklingur taki lyfið eykur líkur á því að lyfið sé tekið á réttum tíma samanborið við lyf sem taka þarf oftar ♦♦ ♦♦ ♦♦ Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Patel MR et al. N Engl J Med 2011; 365:883-891. 3. Bae JP et al. Am J Manag Care 2012; 18:139-146. 4. Coleman CI et al. Curr Med Res Opin 2012; 28:669-680. Fyrsti beini hemillinn á storkuþátt Xa til inntöku 3 2 2 *1 4 4 L.IS.11.2014.0086 Öryggisupplýsingar: Eins og almennt gildir um segavarnarlyf og blóðflöguhemla verður að nota rivaroxaban með varúð hjá sjúklingum með aukna blæðingarhættu.1 Algengar aukaverkanir (≥1/100 til <1/10): Blæðingar: Í tannholdi, margúll, flekkblæðing, blóðnasir, blóðhósti, blæðing í auga, blæðingar í húð og undirhúð, blæðing eftir aðgerðir, blæðing í meltingarvegi, blæðing í þvag- og kynfærum. Aðrar: Blóðleysi, verkir í meltingarfærum og kvið, meltingartruflanir, ógleði, harðlífi, niðurgangur, uppköst, lágur blóðþrýstingur, kláði, útbrot, verkir í útlim, sundl, höfuðverkur, skert nýrnastarfsemi, hækkun á transamínasa, sótthiti, bjúgur í útlimum, skertur almennur styrkur og orka, marmyndun, rennsli úr sárum.1 Ekki er mælt með notkun Xarelto hjá sjúklingum með gervihjartalokur.1 *sem fyrirbyggjandi meðferð gegn heilablóðfalli og segareki hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn eða fleiri áhættuþætti, svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast1 Anna Hallin (f. 1965) hefur löngum unnið listaverk í leir en jafnframt hefur hún teiknað, málað, stýrt teiknimyndum og fleira. Verk hennar eru innblásin af lífrænum formum og afsprengi margháttaðra tilrauna með efniviðinn sjálf- an. Leirlist byggist sem kunnugt er á flóknu ferli þar sem efnafræði glerungsins tekur hálfpart- inn völdin af listamanninum sem sér ekki endanlega útfærslu fyrr en eftir brennslu. Ljósmyndin á forsíðu Lækna- blaðsins er af leirverki Önnu, Torso frá 2016, en í baksýn sést í annað þrívítt verk og teikningu frá sama ári sem er án titils. Skúlptúrinn er líkamlegur og innblásinn af sígildum búk- og brjóst- myndum höggmyndasögunnar. Hann er þó langt frá því að vera fígúratífur. Þvert á móti er hann ósamhverfur, en formið er ávalt og lífrænt. Návist líkam- ans kemur ekki síst fram í keramikverk- um Önnu í því hvernig form þeirra kallar á snertingu og nánd. Fjölbreytt áferðin er ýmist mött, gróf, slípuð eða glans- andi sem dregur fram kitl í fingurgómana. Hið grófa yfir- borð verksins, sem minnir á mosagróður, stangast á við háglansandi totur sem standa upp úr og minna á spena. Maður skynjar umbreytingu efnisins við brennsluna, sér hvernig glerungurinn bráðnar og harðnar svo í miðju ferli. Samhliða skúlptúrum sínum hefur Anna unnið teikningar sem ramba eins og leirverkin á mörkum hins stýriláta og ósjálfráða. Markviss lína kallast á við slettur og kám. Anna var skipti- nemi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands veturinn 1988-1989. Árið 1990 útskrifaðist hún úr keramikdeild Háskólans í Gautaborg í Svíþjóð og á árunum 1994 til 1996 stundaði hún nám við Mills College í Kaliforníu í Bandaríkjunum hjá prófessor Ron Nagle og útskrifaðist þaðan með mastersgráðu í studio arts. Markús Þór Andrésson L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Læknar læra að kenna Framhaldsnám í læknisfræði á Landspítala er smám saman að komast í fastar skorður. Teymi frá The Royal College of Physicians í London er með íslenska lækna í handleiðslu svo þeir geti kennt sínum læknastúdentum réttu aðferðirnar. Bæði lyflæknar og skurðlæknar hafa sest á þennan skólabekk, og agavandamál eru fátíð. Í marslok sátu um 20 skurðlæknar af ýmsum toga í húsnæði Læknafélags Íslands og meðtóku boðskapinn frá RCP. Á efstu myndinni eru frá vinstri Gróa Jóhannesdóttir, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Elfar Úlfarsson og Eiríkur Jónsson. Á neðri myndunum eru Ástríður Jóhannesdóttir, Steinunn Arnardóttir og Chris Wolfenssperger. Og hægra megin bregða kennararnir Simon Cooper og David Parry á leik. - VS

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.