Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2017, Side 4

Læknablaðið - 01.04.2017, Side 4
164 LÆKNAblaðið 2017/103 F R Æ Ð I G R E I N A R 4. tölublað ● 103. árgangur ● 2017 167 Ólafur Baldursson Teymisvinna við greiningu lungna- krabbameins á Landspítala skilar árangri Sjúklingar eiga rétt á að fá álit frá þeim sérfræðingum sem best þekkja til hverju sinni, óháð deildum, sviðum, vaktaskipulagi, kjarasamn- ingum og öðrum þeim hindr- unum af mannavöldum sem geta staðið í vegi fyrir sam- vinnu og öryggi sjúklinga. 171 Hrönn Harðardóttir, Unnur A. Valdimarsdóttir, Tómas Guðbjartsson, Andrés Sigvaldason, Sigrún Helga Lund, Thor Aspelund, Sif Hansdóttir, Steinn Jónsson Greiningarferli lungnakrabbameins á Landspítala: sjúklingamiðuð nálgun Greiningarferlið felst í því að á rúmum sólarhring eru skipulagðar rannsóknir til grein- ingar og stigunar á hugsanlegu lungnakrabbameini. Leitast er við að skrá sjúklinga í greiningarferlið innan tveggja vikna frá tilvísun til lungnalæknis og er það í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar. Sjúklingurinn er kallaður inn í rannsóknir á sjúkrahúsinu sem gerir ráð fyrir innlögn yfir nótt. Í hverju tilfelli fyrir sig er metið hvaða rannsóknir þarf að framkvæma. Biðtími að greiningu og meðferð hér á landi er í samræmi við alþjóðlegar ráðleggingar. 179 Bryndís Baldvinsdóttir, Haraldur Hauksson, Kristín Huld Haraldsdóttir Gallblöðrukrabbamein á Íslandi 2004-2013 Einkenni gallblöðrukrabbameins eru ósértæk. Á fyrstu stigum sjúkdómsins er hann oft einkennalaus og eru einkenni oft tengd útbreiddari sjúkdómi. Helstu einkenni sem fylgja gallblöðrukrabbameini eru verkur ofanvert og hægra megin í kvið, ógleði, upp- köst og þyngdartap. Hækkuð lifrargildi í blóði eru oft tengd útbreiddari sjúkdómi. 185 Árni Jón Geirsson, Sigríður Þórdís Valtýsdóttir, Andrés Sigvaldason, Margrét Sigurðardóttir Æxli af óþekktum toga: Tilfelli Margir sjúkdómar sem lengi hafa verið þekktir undir ýmsum nöfnum hafa nú verið endurgreindir sem IgG4-tengdir sjúkdómar. Sjúkdómurinn getur birst með marg- víslegum hætti, frá einu eða fleiri líffærakerfum í senn og oftar en ekki frá mörgum líffærum samtímis. 169 Helga Ögmundsdóttir Doktorsnám við læknadeild Háskóla Íslands Fáeinum dögum eftir að læknadeild fagnaði 140 ára afmæli læknanáms á Íslandi fór fram 120. doktorsvörn- in hjá Læknadeild eftir að komið var á skipulögðu doktorsnámi við deildina. Það var árið 1994 og fyrsta doktorsvörnin var strax árið 1995. L E I Ð A R A R Mynd 1. Flæðiskema rannsókna greiningarferlisins á Landspítalanum. TS: tölvu sneiðmynd.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.