Læknablaðið - 01.04.2017, Síða 19
LÆKNAblaðið 2017/103 179
R A N N S Ó K N
Inngangur
Gallblöðrukrabbamein eru sjaldgæf, eða um 0,5% af öllum krabba-
meinum sem greind eru.1-3 Algengi gallblöðrukrabbameins er að
nokkru leyti svæðisbundið á heimsvísu og er nýgengi þess um
35/100.000 í Chile, Japan og norðurhluta Indlands en hins vegar
er það sjaldgæft mein á Vesturlöndum með nýgengi kringum
1,5/100.000.1,2,4-6 Gallblöðrukrabbamein er 2-6 sinnum algengara
hjá konum en körlum.1,3 Helstu áhættuþættir sem tengjast mynd-
un gallblöðrukrabbameins eru langvarandi bólga, kalkanir, separ
(>1 cm) í gallblöðru, trefjunargallgangabólga (primary sclerosing
cholangitis) ásamt meðfæddu afbrigði af inngangi bris- og gall-
gangs í skeifugörn (pancreaticobiliary maljunction).1,2,7 Aðrir áhættu-
þættir eru meðal annars offita, reykingar og sykursýki.1,8 Gall-
steinar einir og sér hafa ekki verið taldir til áhættuþátta en þeir
eru taldir tengjast langvarandi ertingu á slímhúð gallblöðru og
bólgumyndun9 og flestir sjúklingar sem greinast með gallblöðru-
krabbamein eru með gallsteina.
Einkenni gallblöðrukrabbameins eru ósértæk. Á fyrstu stigum
sjúkdómsins er hann oft einkennalaus og eru einkenni oft tengd
útbreiddari sjúkdómi. Helstu einkenni sem fylgja gallblöðru-
krabbameini eru verkur ofanvert og hægra megin í kvið, ógleði,
Inngangur: Gallblöðrukrabbamein er um 0,5% allra krabbameina sem
greinast. Horfur sjúklinga með gallblöðrukrabbamein eru almennt slæmar
og skurðaðgerð er eini meðferðarmöguleikinn sem getur leitt til lækningar.
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða algengi sjúkdómsins hérlendis og
afdrif sjúklinga sem greindust á rannsóknartímabilinu.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn þýðisrannsókn. Listi
yfir sjúklinga sem greindust með gallblöðrukrabbamein á Íslandi á árunum
2004-2013 var fenginn frá Krabbameinsskrá Íslands. Upplýsinga var aflað
úr sjúkraskrám Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Eftirfylgd var að
meðaltali 6 ár.
Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust 24 sjúklingar með gall-
blöðrukrabbamein á Íslandi, 16 konur og 8 karlar. Átján voru greindir
á Landspítala og sex á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meðalaldur við grein-
ingu var 73 ár. 18 eru látnir, meðallifun eftir greiningu voru 5 mánuðir.
Sex (25%) eru enn á lífi og var meðallifun þeirra frá greiningu 3,7 ár.
Kirtilfrumukrabbamein (adenocarcinoma) var algengasta æxlisgerðin
(n=19). Þrír sjúklingar (3/24, 12,5%) gengust undir umfangsmeiri aðgerð
í kjölfar greiningar á gallblöðrukrabbameini. Níu (9/24, 37,5%) sjúklingar
voru með óskurðtækan sjúkdóm við greiningu og létust þeir að meðaltali
innan tveggja mánaða eftir greiningu.
Ályktun: Gallblöðrukrabbamein er sjaldgæft krabbamein á Íslandi og
hefur slæmar horfur. Tæplega þriðjungur sjúklinga hafði ekki tengsl við
Landspítala í kjölfar greiningar. Róttækar skurðaðgerðir í kjölfar greiningar
voru fáar.
Gallblöðrukrabbamein
á Íslandi 2004-2013
Bryndís Baldvinsdóttir1 læknir, Haraldur Hauksson2 læknir, Kristín Huld Haraldsdóttir1 læknir
1Skurðlækningadeild Landspítala, 2skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Fyrirspurnum svarar Kristín Huld Haraldsdóttir, kristinh@landspitali.is
https://doi.org/10.17992/lbl.2017.04.131
Greinin barst blaðinu 23. nóvember 2016, samþykkt til birtingar 20. febrúar 2017.
uppköst og þyngdartap. Hækkuð lifrargildi í blóði eru oft tengd
útbreiddari sjúkdómi.10,11
Æxlisvísar eru notaðir í greiningu og eftirfylgd sjúklinga með
gallblöðrukrabbamein. Þeir æxlisvísar sem aðallega eru mældir
hér á landi eru CA19-9 og CEA. Æxlisvísar eru hins vegar ósér-
tækir og eykst næmi með útbreiddari sjúkdómi. Einkennalausir
sjúklingar geta haft eðlilega æxlisvísa.10
Greining á gallblöðrukrabbameini getur verið tilviljunarkennd
í kjölfar gallblöðrutöku og af þeim sem fara í gallblöðrutöku
greinast um 0,3-2,0% með gallblöðrukrabbamein.12-15 Einungis
greinist um þriðjungur sjúklinga með gallblöðrukrabbamein fyrir
aðgerð16 og þar af eru 15-47% með skurðtækan sjúkdóm.17 Helm-
ingur sjúklinga hefur eitlameinvörp. Fimm ára lifun sjúklinga
með gallblöðrukrabbamein er 5% en meðallifun eftir greiningu
eru 6 mánuðir.1,8 Algengasta æxlisgerð gallblöðrukrabbameins er
kirtilfrumukrabbamein (adenocarcinoma), eða um 98% tilfella.1,11-13
Gallblöðrukrabbamein er algengast í efsta hluta gallblöðrunnar
( fundus) og dreifir sér oft með beinum vexti yfir í lifur þar sem
engin himna (serosa) er milli gallblöðru og lifrar. Einnig dreifist
það með beinum vexti niður í gallvegi, í sogæðakerfið og með
vexti yfir í bláæðakerfi lifrar og aðlæg líffæri.18 Stigun æxlisins
fyrir aðgerð á myndrannsóknum, svo sem ómskoðun, sneiðmynd,
segulómskoðun og PET,19 er notuð til mats á möguleikum á um-
fangsmeiri aðgerð í lækningaskyni (en bloc resection), þar sem fjar-
lægð eru aðlæg lifrarhólf (segments), IVB og V, gallpípla (ductus
cysticus), eitlastöðvar aðlægt gallblöðru og í ákveðnum tilvikum
gallrás utan lifrar (ductus choledochus). Í nýlegum leiðbeiningum
frá National Comprehensive Cancer Network (NCCN) er mælt
með viðbótaraðgerð ef krabbameinið vex niður í vöðvalag gall-
Á G R I P
Meðferð við bráðum
þvagsýrugigtarköstum
Fyrirbyggjandi meðferð
gegn þvagsýrugigtarkasti í upphafi
meðferðar með þvagsýrulosandi lyfjum
Lyf gegn þvagsýrugigt
Colrefuz (Colchicin) – 500 míkrógramma töflur / 100 stykkja pakkningar
A
ct
a
v
is
/
6
1
9
0
2
1