Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2017, Síða 35

Læknablaðið - 01.04.2017, Síða 35
LÆKNAblaðið 2017/103 195 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R LANDSPÍTALI ... ÞJÓNUSTA VIÐ LÍFIÐ SJÁLFT NÁMSSTÖÐUR DEILDARLÆKNA Í ÖLDRUNARLÆKNINGUM VIÐ LANDSPÍTALA Lausar eru til umsóknar námsstöður deildarlækna í öldrunarlækningum við Landspítala. Um fullt starf og nám er að ræða og eru stöðurnar veittar til eins árs frá 1. september 2017 eða eftir samkomulagi en möguleiki er á skemmri eða lengri ráðningu. Starfsnámið er fjölbreytt og tekur til allra þátta öldrunarlækninga. Einnig er starfsnámið gott innlegg til sérnáms í öldrunar-, heimilis- og lyflækningum og fleiri greinum sem og góð endur- menntunarstaða fyrir starfandi heimilislækna. Þá má benda á möguleikann á starfsþjálfun í öldrunarlækningum sem viðbótarsérgrein við heimilislækningar, sem er nýjung í sérfræði- reglugerð lækna á Íslandi. Starfsvettvangur er á Landakoti og í Fossvogi. Vaktir eru á Landakoti. Umsóknarfrestur er til og með 15.05.2017 Sjá nánari upplýsingar um starfið á heimasíðu Landspítala; www.landspitali.is/mannaudur Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. sóknir ferðafólks á útivistarsvæðið vestast á Nesinu. – Ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta hús væri of stórt fyrir Lækninga- minjasafnið eitt en með því að tryggja meiri nýtingu kæmi það læknafélögunum til góða, sagði Halldór Björn Runólfsson. Enn tefst málið … Að sögn þeirra Högna og Halldórs Björns hefur þessi hugmynd um fjölnotahús verið kynnt fyrir ýmsum framámönnum, bæði ráðherrum, safnamönnum, fulltrúum Seltjarnarnesbæjar og fólki sem tengist veitingarekstri, og alls staðar fengið góðar undirtektir. Ýmislegt hefur þó orðið til að tefja fyrir. – Kosningarnar þýddu það að öllum ákvörðunum varð að slá á frest og eftir það tók við óvenju tímafrek stjórnarmynd- un, segir Högni. – Svo er Halldór Björn hættur en arftaki hans, Harpa Þórsdóttir, kemur ekki til starfa fyrr en í maí. Við höfum reynt að reka á eftir því að fá fund með núverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannessyni, en það hefur gengið erfið- lega að finna tíma. Við vitum hins vegar að bæði hann og forsætisráðherra sýna þessum hugmyndum velvilja, segir hann. Þá er bara að bíða og sjá hvað setur, erum við ekki orðin vön því?

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.