Læknablaðið - 01.04.2017, Side 38
198 LÆKNAblaðið 2017/103
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Um miðjan mars var efnt til málþings
um tóbaksvarnir í Hörpu undir heitinu
Hættu nú alveg! Að því stóðu Háskóli
Íslands, Læknafélag Íslands, Krabba-
meinsfélagið og landlæknir. Tveir er-
lendir fyrirlesarar fluttu erindi, greint
var frá rannsókn á kostnaði íslensks
samfélags af reykingum og heilbrigðis-
ráðherra ávarpaði samkomuna, en þurfti
svo að flýta sér á annan fund.
Í stuttu ávarpi sem hann flutti kom fram
að nýtt frumvarp um rafrettur verði vænt-
anlega lagt fram á Alþingi á næstu vikum
og ef marka má það sem á eftir fór fer ekki
hjá því að margir bíði spenntir eftir því
hvernig þar verður tekið á þessari nýjung
sem hefur breiðst hratt út á undanförn-
um árum. En eins og fram hefur komið í
fréttum hefur dregið ört úr reykingum á
undanförnum árum hér á landi, svo ört
að áðurnefnd könnun Hagfræðistofnunar
á kostnaði samfélagsins við reykingar
studdist við gamlar og úreltar tölur. Þar
var sagt að 12% Íslendinga reyki daglega,
en nýjustu tölur sýna að sú tala hefur
lækkað í 10%. Svo bætist raunar við álíka
stór hópur sem stundar það sem stunduð
er kallað „félagslegar reykingar“, það er
reykir bara á tyllidögum og í mannfögn-
uðum.
Að gera út á smugurnar í skattalögunum
Því er sem sé ekki að leyna að Íslendingar
hafa náð umtalsverðum árangri í tóbaks-
vörnum, eru jafnvel komnir fram úr Sví-
um sem enn glíma við munntóbakið þótt
reykingar hafi minnkað mikið. Spænski
hagfræðingurinn Ángel López frá háskól-
anum í Cartagena lýsti því skiljanlegum
áhyggjum sínum af því hvað hann gæti
sagt þessari þjóð sem stæði sig svona vel.
Eins og titill hans gefur til kynna er
hann upptekinn af fjárhagslegri hlið
tóbaksvarna og hann ætlaði að brýna fyrir
okkur ákveðna breytingu sem þyrfti að
gera á skattlagningu tóbaksvara, en fann
svo út rétt áður en hann kom til landsins
að Íslendingar breyttu skattlagningunni í
rétta átt um síðustu áramót!
Hann lýsti ágætlega átökum tóbaksfyr-
irtækja gegn öllum hömlum á útbreiðslu
tóbaks á Spáni og víðar í heiminum sem er
síður en svo á undanhaldi. Meðal annars
þurftu tóbaksfyrirtækin að bregðast við
efnahagshruninu sem olli því að ríkis-
stjórnir margra landa ákváðu að draga úr
fjárlagahallanum með því að auka skatt-
lagningu á tóbaki. Í þeirri orrahríð fundu
Að reykja eða rafreykja,
þar er efinn
Heilbrigðisráðherra boðar nýtt frumvarp um
rafrettur sem voru til umræðu á málþingi um tóbaksvarnir
■ ■ ■ Þröstur Haraldsson
Charlotte Pisinger í pallborði að
loknum erindum. Með henni eru
Birgir Jakobsson landlæknir og hinir
frummælendurnir tveir, Ángel Lopez
og Jónas Atli Gunnarsson frá Hag-
fræðistofnun Háskóla Íslands.