Læknablaðið - 01.04.2017, Page 39
LÆKNAblaðið 2017/103 199
tóbaksfyrirtækin leið framhjá skattagleði stjórnvalda
sem höfðu einblínt á tilbúnar sígarettur í pökkum.
Álögurnar á reyktóbak sem menn gátu notað til að
rúlla sínar eigin sígarettur stóðu hins vegar í stað svo
þar var sóknarfæri.
Þessu hafði hann ætlað að koma til skila við Ís-
lendinga, sem sé að búa ekki til smugur fyrir tóbaks-
framleiðendur í skattakerfinu með því að vera með mis-
háa skatta á hinum ýmsu gerðum tóbaks. Nema hvað
íslensk stjórnvöld höfðu einmitt breytt reglugerðinni
um síðustu áramót svo þar eru þessar smugur hvergi
finnanlegar.
Æsingur á málþingum vísindamanna
Það sem viðstaddir hlýddu á með hvað mestri andakt
var þó erindi danskrar konu, Charlotte Pisinger, en
hún hefur starfað að rannsóknum á sviði reykinga og
tóbaksvarna undanfarna tvo áratugi. Hún fjallaði um
rafretturnar sem valdið hafa miklum átökum og umróti
á síðustu árum. Hún sagðist aldrei hafa upplifað annan
eins æsing í fólki síðan hún hóf afskipti af tóbaksvörn-
um og í umræðunum um rafretturnar. – Dagfarsprúðir
vísindamenn og starfsfólk lýðheilsustofnana öskrar
hvert á annað á málþingum, sagði hún.
– Ég var spennt fyrir rafrettunum þegar þær komu
fram en með tímanum hafa áhyggjur mínar aukist.
Staðhæfingar rafrettuframleiðenda eru á þá leið að
þetta sé eiginlega bara hreint vatn, gufa, með góðu
ávaxtabragði, hættulaust fyrir nærstadda, heilsusam-
legur valkostur við reykingar, stórkostleg aðstoð við
reykingafólk sem vill hætta að reykja og kemur í veg
fyrir að ungt fólk byrji að reykja. Auglýsingarnar ganga
flestar út á það sama og tóbak, þetta auðveldar þér að
ná þér í elskendur eða maka, styrkir félagslega stöðu
þína og eykur sjálfstraust. Eitt hefur svo bæst við: ör-
yggið. Nú geturðu óhræddur reykt með barnið þitt í
fanginu, sagði Charlotte.
Þörf á meiri og betri rannsóknum
Hún hefur á undanförnum árum unnið að safngrein-
ingu á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrif-
um rafretta, fyrst á eigin vegum en frá 2014 á vegum
Alþjóðaheilbrigðisstofunarinnar, WHO. Í þeirri vinnu
hefur hún greint vel á þriðja hundrað rannsókna, en er
þó engan veginn komin að endanlegri niðurstöðu um
það hvort rafrettur eru jákvæð viðbót við vöruframboðið
eða lítið skárri en tóbakið sjálft sem er með því eitraðasta
sem manninum hefur dottið í hug að setja ofan í sig.
Hún hefur komist að því að mikil þörf er fyrir frek-
ari – og betri – rannsóknir á rafrettum áður en dómur
er kvaddur upp. Fyrirbærið er það nýtt að ekki hefur
verið hægt að gera rannsóknir á langtímaáhrifum þess