Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2017, Page 42

Læknablaðið - 01.04.2017, Page 42
202 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Félag íslenskra lyflækna er eitt stærsta sérgreinafélag íslenskra lækna og telur um 200 félagsmenn. Félagið er komið á virðulegan aldur og hélt upp á 70 ára afmæli sitt á síðasta ári. Þá urðu einnig formannaskipti en Runólfur Pálsson, sem gegnt hafði embættinu frá því um aldamótin, lét af embætti og tók við sem Forseti Evrópusamtaka lyflækna. Runólfur er fyrsti Íslendingurinn sem gegnir þessu forsetaembætti en Davíð O. Arnar tók við formennskunni hér heima. Starfsemi sérgreinafélaga lækna er ekki alltaf mjög sýnileg. Félag íslenskra lyflækna hefur reyndar staðið fyrir Lyf- læknaþingi sem haldið er annað hvert ár. Það fór fram í desember síðastliðnum og var það 22. í röðinni. Þessi þing eru með stærri innlendum læknaþingum sem haldin eru og hafa löngu sannað sig sem vettvangur fyrir kynningu á vísindarann- sóknum á sviði lyflækninga. – Margir af okkar fremstu vísinda- mönnum hafa einmitt stigið sín fyrstu skref í kynningu rannsóknarverkefna á þessu þingi. Þingið hefur vaxið að um- fangi og nýtist einnig vel til að kynna nýjungar í faginu með málþingum og yf- irlitsfyrirlestrum, sem og til að ræða álita- efni innan fagsins. Á þinginu í desember var þemað „Lyflækningar framtíðarinnar“. Þar var meðal annars rætt um spítala framtíðarinnar, hvernig stór gagnasöfn og tölvuforrit gætu nýst við klíníska þjón- ustu, rætt um göngudeildarþjónustu lyf- lækna og hvernig menn sæju hana þróast á næstu árum, sagði Davíð þegar Lækna- blaðið hitti hann nýverið á hjartadeild Landspítala. Alþjóðleg vottun framhaldsmenntunar í lyflækningum mikilvægt skref Eins og áður segir eru lyflækningar ein af meginstoðum læknisfræðinnar og undir þeim hatti má finna fjölmargar undirsérgreinar, eins og hjarta-, lungna- og meltingarlækningar, gigtlækningar, smitsjúkdóma-, innkirtla-, krabbameins- lækningar og fleira. Þessar greinar eru auðvitað að mörgu leyti ólíkar og viðfangsefnin fjölþætt. En hvað geta þess- ar greinar sameinast um, hver eru helstu verkefni Félags íslenskra lyflækna? – Þau eru í raun fjölmörg. Stærsta verkefnið hefur kannski verið að halda Lyflæknaþing, eins og áður hefur komið fram. En það hefur einnig verið ákveðin endurreisn í lyflækningum á alþjóðavísu á síðustu árum. Það er sífellt meiri þörf fyrir lækna með breiða þekkingu og almennari nálgun gagnvart sjúklingum. Lyflæknar fá gjarnan þessa þjálfun í sínu sérnámi. Félag íslenskra lyflækna getur klárlega stutt við þessa jákvæðu þróun fagsins. Eins og við ræddum í upphafi er forseti Evrópusam- taka lyflækna Íslendingur og mikilvægt fyrir félagið að styðja við hann í því starfi. Ennfremur hefur verið verulegur upp- gangur í framhaldsmenntun í lyflækning- um hér á landi. Fyrir allmörgum árum var byrjað með formlega framhaldsmenntun hér á Landspítala sem lofaði góðu en svo kom talsverð dýfa í það prógram, ýmissa hluta vegna. Nú er hins vegar heldur betur búið að blása lífi í það og endurskipuleggja kennslu deildarlækna á lyflækningasviði allverulega. Samfara því hefur verið vaxandi áhugi unglækna á lyflækningum. Þá var ákveðið að reyna að treysta námið frekar í sessi með samstarfi við Royal College of Physicians í Bretlandi sem hefur reynst mikil lyftistöng. Nú geta læknar lokið þriggja ára sérfræðinámi í lyflækningum hérlendis og fengið það vottað samkvæmt alþjóðlegum staðli sem erlend háskólasjúkrahús viðurkenna. Áður var það að vissu leyti tilviljunum háð hvort menn fengu framhaldsnám hér á landi viðurkennt utan landsteinanna. Það breytir miklu fyrir íslensk sjúkrahús að bjóða upp á fyrstu skref framhaldsmenntunar hérlendis því með þessu móti getum við haldið lengur í unglækna hér heima. Oft hefur verið bent á að íslenskt heilbrigðiskerfi njóti starfskrafta lækna meðan þeir eru í sérnámi að mjög takmörkuðu leyti þar sem þeir taka stærstan hluta sérfræði- námsins erlendis. Læknar í framhalds- námi gegna mjög mikilvægum hlutverk- um á erlendum háskólasjúkrahúsum hvað varðar klíníska þjónustu, vísindastörf og kennslu. Með því að njóta starfskrafta unglækna lengur verður Landspítali líkari erlendum sjúkrahúsum að þessu leyti. Við höfum orðið vör við mikinn áhuga unglækna á þessu námi og það gerir starf okkar tvímælalaust áhugaverðara þegar mönnun er góð af unglæknum á lyflækn- ingasviðinu. Félag íslenskra lyflækna getur sem fagleg samtök bæði stutt við uppbyggingu námsins og veitt því faglegt aðhald, svo sem við úttekt á náminu og álitsgjöf um það. Það má spyrja sig hvort ekki sé orðið tímabært að auka hlut sérgreinafélag- anna í skipulagi læknasamtakanna. Á undanförnum árum hefur Læknafélag Vaxandi þörf fyrir almenna og víðtæka nálgun gagnvart sjúklingum ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Rætt við Davíð O. Arnar sem er nýr formaður Félags íslenskra lyflækna og nýráðinn yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.