Fréttablaðið - 11.01.2018, Page 2
Veður
Vaxandi suðaustanátt í dag. Hvass-
viðri eða stormur með rigningu síð-
degis og í kvöld, fyrst suðvestan til á
landinu. Búist er við mikilli rigningu
suðaustanlands um kvöldið.
sjá síðu 28
íþróttir Stjórn KSÍ samþykkti
einróma á stjórnarfundi sínum á
þriðjudag að sambandið myndi
borga fyrir tíu úr stuðningsmanna-
hópi Tólfunnar til að styðja við
íslenska landsliðið í knattspyrnu á
meðan Heimsmeistaramótið í Rúss-
landi fer fram.
„Við gerum okkur grein fyrir
hvað Tólfan gegnir mikilvægu hlut-
verki fyrir hinn almenna stuðn-
ingsmann,“ segir Klara Bjartmarz,
framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara segir að fulltrúar KSÍ fundi
í dag með forsvarsmönnum Tólf-
unnar til að útfæra samkomulagið.
„Við eigum eftir að fá frekari upp-
lýsingar frá Rússlandi um stuðnings-
mannasvæðin eða Fan Zone og sam-
komulagið mun því eitthvað taka
mið af því hvernig þetta verður allt
saman,“ segir Klara
Í aðdraganda Evrópumótsins í
Frakklandi fóru nokkrir forsvars-
menn Tólfunnar til Frakklands til
að sitja fundi með öðrum stuðnings-
mannasveitum þar sem línurnar
voru lagðar. Klara segir að sam-
komulagið nái ekki til þess heldur
aðeins mótsins sjálfs sem hefst eins
og flestir vita 16. júní þegar leikið
verður gegn Lionel Messi og félög-
um í landsliði Argentínu.
„KSÍ mun allavega greiða fyrir
tíu tólfur og þeir þurfa að meta hve
marga trommuleikara og annað
þarf á hvern leik. Það er ekki mitt
að meta,“ segir Klara. – bb
Tíu tólfur
fá frítt til
Rússlands
KSÍ kann vel að meta Tólfuna.
FréTTablaðið/anTon brinK
„Við höfum klárlega fundið fyrir mikilli aukningu og sífellt fleiri eru að koma til að klifra hjá okkur,“ segir Benjamín Mokry, framkvæmdastjóri
Klifurhússins. Íþróttafélagið flutti fyrir fjórum árum í nýtt 800 fermetra húsnæði í Ármúla sem Benjamín segir hálfpartinn sprungið utan af starf-
seminni. Erfitt sé að finna fullkomið athvarf fyrir klifur. Það þyrfti helst að vera um 1.000 fermetrar og með 12 metra lofthæð. FréTTablaðið/Vilhelm
Klifurköttum fjölgar ört
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Amadeus borðstofuhúsgögn
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Komið og skoðið úrvalið
lögreglumál Tveir íslenskir karl-
menn á þrítugsaldri voru úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald í fyrradag
vegna gruns um innflutning á tals-
verðu magni af fíkniefnum.
Þetta kom fram í fréttum Stöðvar
2 í gær.
Sérsveit ríkislögreglustjóra fylgdi
lögreglunni á mánudag á tvo staði
þar sem mennirnir voru hand-
teknir. Samkvæmt frétt Stöðvar 2
var annar handtekinn á veitinga-
staðnum Hvíta riddaranum í Mos-
fellsbæ.
Á svipuðum tíma réðst sérsveit
ríkislögreglustjóra inn í húsnæði
Skáksambands Íslands í Faxafeni og
handtók mann sem var þar innan-
dyra.
Grímur Grímsson, yfirmaður
miðlægrar rannsóknardeildar lög-
reglu, segir talið að starfsmenn
Skáksambandsins tengist ekki mál-
inu. – gar
Tvær handtökur
vegna fíkniefna
samfélag Verktakafyrirtæki í Mos-
fellsbæ hefur skotið skjólshúsi yfir
fjölskylduna sem missti allt sitt
þegar timburhús hennar, Reykja-
braut í Mosfellsbæ, brann til kaldra
kola aðfaranótt þriðjudags.
Fjölskyldan hefur búið á gisti-
heimili frá því hún voru útskrifuð
af sjúkrahúsi. Vonir standa til að
þau geti flutt strax í dag í einbýlis-
hús sem verktakafyrirtækið lánar
fjölskyldunni tímabundið á meðan
leitað er að varanlegu húsnæði
fyrir hana. Þetta staðfestir Nanna
Vilhelmsdóttir, nágranni þeirra,
sem hóf söfnun á nauðsynjum fyrir
fjölskylduna, í samstarfi við Rauða
krossinn í Mosfellsbæ.
„Söfnunin hefur gengið framar
vonum,“ segir Nanna en hún var
í húsi Rauða krossins í Þverholti
í gær og tók á móti gjöfum til fjöl-
skyldunnar.
„Núna þurfum við að heyra aftur í
því fólki sem var að bjóða húsbúnað
og húsgögn en ég afþakkaði allt slíkt
í gær,“ segir Nanna og segist ekki
hafa þorað að taka við húsgögnum
og húsbúnaði enda ekki legið fyrir
hve fljótt húsnæðisvandi fjölskyld-
unnar leystist. Hún lýsir ánægju
með að húsnæði hafi fundist jafn
fljótt og raun ber vitni.
Nanna segir að börnin hafi þegar
fengið vilyrði fyrir kojum en hjónin
vanti rúm og elsta soninn sem er um
tvítugt vanti einnig rúm. „Svo vantar
auðvitað bara allt til heimilishalds-
ins. Það er búið að bjóða potta- og
hnífasett en þau eru auðvitað alls-
laus að mestu.“
Nanna segir að börnin séu orðin
býsna vel útbúin í bili með fatnað og
þess háttar en enn þá vanti mjög föt
á karlmennina.
Þá hefur fjölskyldan einnig
fengið framlög í formi gjafakorta
og inneigna í matvöruverslunum
og Nanna segir þessar gjafir nýtast
afar vel. Aðspurð segir hún slíkar
gjafir allar vera frá einstaklingum.
En þó eru líka fyrirtæki að láta af
hendi rakna. Þannig fái fjölskyldan
bæði síma og spjaldtölvur frá fyrir-
tækjum.
Nanna verður í húsi Rauða kross-
ins eftir hádegi í dag og tekur á móti
framlögum og gjöfum til fjölskyld-
unnar.
Hjónin sjálf eru yfir sig þakklát
fyrir allan stuðninginn. Að sögn fjöl-
skylduvinar sem Fréttablaðið ræddi
við vilja þau koma á framfæri þakk-
læti til allra sem hafa stutt þau og
ekki síst mikinn andlegan stuðning
sem þau hafa fengið frá foreldrum,
vinum og vandamönnum.
adalheidur@frettabladid.is
Fjölskylda úr eldsvoða í
húsaskjól hjá verktaka
Verktakafyrirtæki í Mosfellsbæ lánar fjölskyldunni sem missti allt sitt í bruna
í Mosfellsbæ hús til að búa í næstu mánuði. Stefnir að því að flytja inn í dag.
Söfnun fyrir fjölskylduna gengur vel. Enn vantar þó húsbúnað og húsgögn.
hús fjölskyldunnar brann til grunna aðfaranótt þriðjudags. FréTTablaðið/ernir
Núna þurfum við að
heyra aftur í því
fólki sem var að bjóða
húsbúnað og húsgögn en ég
afþakkaði allt
slíkt í gær.
Nanna Vilhelms-
dóttir, nágranni
brunafjölskyld-
unnar í Mosfellsbæ
1 1 . j a n ú a r 2 0 1 8 f i m m t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
1
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
B
6
-D
0
8
0
1
E
B
6
-C
F
4
4
1
E
B
6
-C
E
0
8
1
E
B
6
-C
C
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K