Fréttablaðið - 11.01.2018, Side 24
Nýjast
Maltbikar karla, undanúrslit
KR - Breiðablik 90-71
KR: Kristófer Acox 18/11 fráköst, Jón Arnór
Stefánsson 16, Sigurður Þorvaldsson 13,
Darri Hilmarsson 12, Jalen Jenkins 9/9
fráköst, Brynjar Þór Björnsson 7, Pavel
Ermolinskij 5/12 fráköst/13 stoðs., Björn
Kristjánsson 5, Zaccery Carter 3, Andrés
Ísak Hlynsson 2.
Breiðablik: Jeremy Smith 29, Árni Elmar
Hrafnsson 14, Snorri Vignisson 14/15 frá-
köst, Halldór Halldórsson 4, Sveinbjörn Jó-
hannesson 3, Erlendur Stefánsson 3, Leifur
Steinn Arnason 2, Brynjar Karl Ævarsson 2.
Haukar - Tindastóll 75-85
Haukar: Paul Jones 20, Kári Jónsson 15,
Hjálmar Stefánsson 8, Finnur Atli Magnús-
son 8/12 fráköst, Emil Barja 7, Arnór Bjarki
Ívarsson 6, Kristján Leifur Sverrisson 6,
Haukur Óskarsson 5.
Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson
35/11 fráköst, Brandon Garrett 17, Antonio
Hester 9, Björgvin Ríkharðsson 7, Helgi
Freyr Margeirsson 6, Axel Kárason 6,
Hannes Ingi Másson 3, Pétur Rúnar Birgis-
son 2/8 fráköst/8 stoðsendingar.
Úrslitaleikurinn fer fram klukkan 13:30 á
laugardaginn.
Sömu lið og í fyrra?
Það kemur í ljós í dag hvaða lið
mætast í úrslitaleik maltbikars
kvenna í körfubolta. í fyrri undan-
úrslitaleiknum mætast Skalla-
grímur og Njarðvík og í þeim
seinni bikarmeistarar Keflavíkur
og Snæfell. Keflavík og Skalla-
grímur mættust í úrslitaleiknum í
fyrra og þá höfðu Keflavíkurkonur
betur og unnu sinn fjórtánda
bikarmeistaratitil. Hin þrjú liðin
sem eru í undanúrslitunum í ár
hafa aðeins unnið bikarinn sam-
tals tvisvar sinnum. Njarðvík er
nokkuð óvænt í undanúrslitum en
liðið hefur ekki unnið leik í Dom-
ino’s-deildinni í vetur. liðið vann
hins vegar tvö lið
úr Domino’s-
deildinni
(Stjörnuna og
Breiðablik) á
leið sinni í
Höllina.
Úrslita-
leikur-
inn fer
fram
klukkan
16.30 á
laugar-
daginn.
mæta ÚrvalSliði iNDóNeSíu
íslenska karlalandsliðið í fótbolta
mætir úrvalsliði
frá indónesíu í
vináttulandsleik
í yogyakarta í
dag. leikurinn
hefst klukkan
11.30 að íslensk-
um tíma. Úrvalslið
indónesíu var valið af
aðdáendum í kosningu á internet-
inu. Á sunnudaginn mætir ísland
svo landsliði indónesíu í Djakarta.
margir óreyndir leikmenn eru í
íslenska hópnum en aðeins þrír í
honum hafa leikið 15 landsleiki
eða fleiri. Sex nýliðar eru í íslenska
hópnum, þ. á m. andri rúnar
Bjarnason, markakóngur Pepsi-
deildar karla 2017.
Handbolti íslenska karlalandsliðið
í handbolta hefur leik á tíunda evr-
ópumótinu í röð á morgun. Þá mæta
strákarnir okkar Svíum sem íslend-
ingurinn Kristján andrésson þjálfar.
auk Svíþjóðar er ísland í riðli með
Króatíu og Serbíu. Þrjú efstu liðin
komast í milliriðla.
ísland rúllaði yfir Japan, 42-25,
í fyrsta leiknum fyrir em en tapaði
svo tveimur leikjum gegn evrópu-
meisturum Þýskalands með sam-
tals 16 mörkum. Þjóðverjar eru með
gríðarlega sterkt lið sem þykir líklegt
til afreka á em. Þrátt fyrir það olli
frammistaða íslendinga í leikjunum
tveimur vonbrigðum. vörnin var
slök í fyrri leiknum en í þeim seinni
brást sóknin.
Stefán Árnason, þjálfari Ka, segir
að væntingastuðullinn fyrir em í
Króatíu sé ekkert rosalega hár.
„Það eru ekki miklar væntingar til
liðsins. en stundum hefur gengið vel
í undirbúningsleikjunum en svo allt
annað verið uppi á teningnum í mót-
inu sjálfu. og svo öfugt,“ sagði Stefán
en skemmst er að minnast þess að
ísland vann Þýskaland á útivelli í
undirbúningnum fyrir em 2016.
íslendingar komust svo ekki upp úr
sínum riðli á em á meðan Þjóðverjar
urðu evrópumeistarar.
„Það er erfitt verkefni fyrir hönd-
um en það er alveg möguleiki að gera
eitthvað. Ég held að fyrsti leikurinn
gegn Svíum sé galopinn og okkar
menn munu mæta gríðarlega vel
stemmdir.“
aron Pálmarsson lék ekki með
íslandi í seinni leiknum gegn Þýska-
landi vegna meiðsla í baki. ekki
liggur ljóst fyrir hvort aron verður
með á em en líkurnar á því þykja
meiri en minni.
„Það breytir öllu að hann sé með.
Það er einn dagur á milli leikja í
riðlakeppninni og það hjálpar,“
sagði Stefán en án arons er skot-
ógnin fyrir utan hjá íslandi ekki jafn
mikil og þegar hans nýtur við.
„Þjóðverjarnir voru mjög aftarlega
gegn okkur í seinni leiknum og stigu
ekkert út. Skotógnin fyrir utan var
ekki nægilega mikil. Án arons verður
þetta brekka en með hann getum við
unnið alla, ef allt gengur upp.“
Síðan geir Sveinsson tók við
þjálfun íslenska landsliðsins fyrir
tæpum tveimur árum hefur varnar-
leikur þess verið nokkuð sterkur. Það
voru hins vegar miklar brotalamir í
honum í leiknum gegn Þjóðverjum.
„Það er algjört lykilatriði að við
höfum vörn og markvörslu til að
byggja á,“ sagði Stefán sem telur allar
líkur á því að ísland byrji í sinni hefð-
bundnu 6-0 vörn en geti breytt yfir
í 5-1 vörnina, sem liðið hefur spilað
með ágætum árangri að undanförnu,
ef þörf krefur.
Stefán telur að möguleikar íslands
liggi í leikjunum gegn Svíþjóð og
Serbíu.
„Króatarnir verða gífurlega erf-
iðir á heimavelli og ég held að það
sé klárt að þeir fari í það minnsta í
undanúrslit,“ sagði Stefán sem var
hrifinn af sænska liðinu á Hm í fyrra.
„Það eru ekkert rosalega margir
þekktir leikmenn hjá þeim. Þeir eru
vel spilandi og með sitt á hreinu.
en ég held að það sé ekkert verra
að mæta þeim í fyrsta leik. Það er
mikil hvatning fyrir okkur og það er
gaman að spila gegn Svíunum.“ ing-
vithor@frettabladid.is
Minni væntingar en oft áður
Væntingarnar til íslenska handboltalandsliðsins fyrir stórmót hafa oft verið meiri en nú. Stefán Árnason,
þjálfari KA, segir algjört lykilatriði að Aron Pálmarsson verði með á EM og vörn Íslands verði sterk.
Möguleiki á bikarþrennu hjá Vesturbæjarstórveldinu
Enn og aftur komnir í úrslit KR bar sigurorð af 1. deildarliði Breiðabliks, 90-71, í undanúrslitum Maltbikars karla í körfubolta í gær. KR-ingar eiga
því möguleika á að vinna bikarmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Ekkert lið hefur afrekað það síðan Njarðvík á 9. áratug síðustu aldar. KR-ingar
leiddu allan tímann í leiknum í gær og slitu sig svo frá Blikum í 4. leikhluta. KR mætir Tindastól í úrslitaleiknum á laugardaginn. FRéTTaBlaðið/anTon
6
Nýliðar eru í íslenska lands-
liðshópnum sem mætir
Indónesíu
Varnarleikur íslenska liðsins verður að vera sterkur á EM í Króatíu sem hefst á morgun. noRdicpHoTos/gETTy
1 1 . j a n ú a r 2 0 1 8 F i M M t U d a G U r24 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
sport
1
1
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
B
7
-1
5
A
0
1
E
B
7
-1
4
6
4
1
E
B
7
-1
3
2
8
1
E
B
7
-1
1
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K