Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.11.2007, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 29.11.2007, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Árni Sigfússon bæjarstjóri kynnti sl. föstu-dag fyrir stjórn félags eldri borgara nýjan þjónustusamning um afnot af nýrri félags- og þjónustumiðstöð á Nesvöllum. Undirbúningur að skipulagi og uppbyggingu að- stöðunnar hefur staðið yfir í samvinnu við FEB frá árinu 2005 en gert er ráð fyrir að ný aðstaða verði tekin í notkun í mars á næsta ári. Aðstaðan verður með því besta sem gerist á landinu og er það í samræmi við framtíðarsýn Reykjanesbæjar þar sem lögð er áhersla á að bæta þjónustu, að- stöðu og búsetukosti eldri borgara. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ kemur fram að aðstaðan muni leysa af hendi húsnæði á ýmsum stöðum í bæjarfélaginu s.s. Selið, Hvamm, Smiðj- una og dagdvöl aldraðra. Tómstundaðastaða eldri borgara verður þá komin á einn stað og í tengslum við fjölbreytta þjónustu á Nesvöllum, s.s. öryggisíbúðir, mötuneyti, hjúkrunarheimili og aðra þjónustu s.s. hárgreiðslustofur, snyrtistofur og fleira. Við undirbúning verkefnisins var leitað til fyrirmynda erlendis og sérfræðinga jafn innan- lands sem utan um bestu leiðir til að byggja upp aðstöðu sem veitir bæjarbúum bestu möguleika til að njóta lífsins á efri árum. Nú liggur fyrir niðurstaða þessarar samvinnu sem felst í því að verið er að byggja upp byggðakjarna með 2500m² þjónustumiðstöð með útivistarsvæði, ásamt ör- yggisíbúðum, hjúkrunaríbúðum, sérbýlum og fjöl- býlum á svæðinu við Njarðarbraut á milli Stapans og Samkaups. Reykjanesbær og Stjórn FEB fagna því að nú sé öll starfsemi félagsins og Reykjanesbæjar loks komin á einn stað, þar sem mögulegt verður að byggja upp öflugt starf í framúrskarandi umhverfi og menningu. Þjónustusamningur kynntur fyrir eldri borgurum VF-mynd/Þorgils - Bæjarstjóri ásamt stjórn FEB Reykjanesbær:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.