Morgunblaðið - 08.08.2017, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 8. Á G Ú S T 2 0 1 7
Stofnað 1913 188. tölublað 105. árgangur
ÖÐLUÐUST
ÓMETANLEGA
REYNSLU
Í ÚRSLITUM
EFTIR FRÁ-
BÆRT KAST
TÓNLIST ER
RISASTÓR
ATVINNUGREIN
HM Í LONDON ÍÞRÓTTIR KJARTAN ÓSKARSSON 30HJÁLPARSTARF 12
Á fimmta tug fíkniefnamála kom upp
í Vestmanneyjum um helgina. Í
langflestum tilfellum var um að ræða
neysluskammta af örvandi hvítum
efnum, amfetamíni og kókaíni. Lög-
reglan á Suðurlandi bókaði 252 mál í
dagbók sína um verslunarmanna-
helgina. Töluverð læti voru á tjald-
svæðinu á Flúðum um helgina en þar
fór fram fjölskylduhátíðin Flúðir um
versló. Að sögn lögreglunnar á Suð-
urlandi var ölvun og fíkniefnavíma
áberandi á hluta tjaldsvæðisins. Alls
komu 15 fíkniefnamál til kasta lög-
reglu á Flúðum, þar af nokkur þar
sem hald var lagt á umtalsvert magn
fíkniefna. Á höfuðborgarsvæðinu var
31 ökumaður stöðvaður vegna gruns
um akstur undir áhrifum fíkniefna
eða áfengis um helgina.
Fleiri kynferðisbrot en í fyrra
Neyðarmóttaka fyrir þolendur
kynferðisofbeldis á Landspítalanum
hefur fengið upplýsingar um fimm
kynferðisbrotamál sem komu upp
um helgina. Tvö kynferðisbrot voru
tilkynnt lögreglunni í Vestmanna-
eyjum og tvö hjá lögreglunni á Suð-
urlandi. »4, 10, 11 og 15
Erilsöm helgi í löggæslu
Fimm kynferðisbrot tilkynnt 252 mál á Suðurlandi
Morgunblaðið/Ófeigur
Ljós Dalurinn lýstist upp í flug-
eldasýningu á laugardagskvöldið.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
er nú stödd á landinu. Eftir að hafa leikið á Opna
breska meistaramótinu í Skotlandi á fimmtudag og
föstudag var hún mætt til leiks á hinu árlega góð-
gerðarmóti Einvíginu á Nesinu, sem fram fer á Nes-
vellinum á Seltjarnarnesi. Um fjögur hundruð
manns komu til að fylgjast með Ólafíu og tíu öðrum
kylfingum í ágætu veðri í gær.
Í dag stendur annað góðgerðarmót fyrir dyrum
hjá Ólafíu en í samstarfi við KPMG stendur hún fyr-
ir móti á Leirdalsvelli í dag og hefst það klukkan 13.
Þar mæta erlendir kylfingar til leiks. » Íþróttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ólafía Þórunn hefur nóg fyrir stafni
Fjölmenni horfði á einvígið á Nesvellinum í gær
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Það er sorglegt að sjá hvað þessir krakk-
ar missa af miklu, þau fá ekki aðstoð í fé-
lagslegum aðstæðum, þeim líður illa á
hverjum einasta degi í skólanum, sér-
staklega út frá hávaða. Það virðist vanta
skilning og áhuga
á aðstæðum
þeirra. Vonandi
mun þessi rann-
sókn stuðla að
auknum skilningi á
þörfum barnanna,“
segir Gunnhildur
Ásta Jóhanns-
dóttir, sérkennari
við Hofsstaðaskóla
í Garðabæ, en í
lokaritgerð sinni
til meistaraprófs í
sérkennslufræðum
skoðaði hún að-
stæður fjögurra
nemenda með
greiningu á einhverfurófi. Einnig ræddi
hún við mæður þeirra og umsjónarkenn-
ara.
Gunnhildur segir úrtakið vissulega lítið,
og því erfitt að alhæfa út frá niðurstöð-
unum, en það sé mikill samhljómur í henn-
ar rannsókn við aðrar og jafnvel stærri
rannsóknir.
Hún komst m.a. að því að samstarf
heimilis og skóla sé oftast óformlegt og
skólarnir hafi sjaldnast frumkvæði að
samskiptum. Mikið álag sé á for-
ráðamönnum nemendanna og hlutverk
umsjónarkennara sé óskýrt. Gunnhildur
vill sjá skólana verða að axla ábyrgð á
raunverulegu samstarfi við heimilin.
Kennarar verði að fá meiri stuðning, rann-
sóknin sýni að þeir standi oft einir og
þurfi að berjast einir fyrir nemendur sína.
Vantar
skilning
og áhuga
Rannsókn á högum
einhverfra nemenda
Einhverfa
» Nemendum á
einhverfurófi
hefur fjölgað
verulega.
» Engu skiptir
hvort einhverfan
er mikil eða lítil,
vandi nemenda
innan skólanna
er sá sami.
MRáðaleysi vegna nemenda … »20
Árangur íslensku keppendanna á
heimsleikunum í crossfit, sem fram
fóru í Madion í Wisconsin-ríki
Bandaríkjanna um helgina, skilar
þeim alls 21,3 milljónum króna í
verðlaunafé.
Annie Mist Þórisdóttir náði best-
um árangri Íslendinga á mótinu og
hlaut 77 þúsund dali í verðlaun fyr-
ir þriðja sætið í einstaklingskeppni
kvenna, eða um 8,1 milljón ís-
lenskra króna. Ragnheiður Sara
Sigmundsdóttir fékk um 5,2 millj-
ónir fyrir fjórða sætið og Katrín
Tanja Davíðsdóttir, sem hafði unn-
ið síðustu tvenna heimsleika, hlaut
um 3,9 milljónir fyrir það fimmta.
Björgvin Karl Guðmundsson náði
sjötta sætinu í einstaklingskeppni
karla og fær um það bil 3,2 millj-
ónir í sinn hlut fyrir það afrek. »15
Íslendingarnir taka
21,3 milljónir heim
Morgunblaðið/Ómar
Hraust Annie Mist fékk rúmar 8 milljónir.
Hildur Björk
Þorsteinsdóttir
og Óskar Ragn-
arsson voru gefin
saman í Papey
um helgina. Er
þetta í fyrsta
sinn síðan sum-
arið 1963 sem
hjónavígsla fer
fram í eynni, eða
í 54 ár. Það var reyndar ekki fyrr
en í síðustu viku sem parið ákvað að
athöfnin skyldi fara fram í Papey.
Papeyjarkirkja er með allra
minnstu kirkjum landsins og þurfti
þorri gesta að fylgjast með athöfn-
inni utan frá. »2
Brúðkaup í Papey
eftir 54 ára hlé
Papeyjakirkja.
„Unnið er að mikilli uppbyggingu í
Helgafellshverfinu. Þar eru á milli
500 og 600 íbúðir tilbúnar eða að
verða tilbúnar á næstu misserum.
Þá er heilmikil uppbygging í
Leirvogstungu, það hverfi verður
fullbúið á næstu tveimur til þremur
árum. Síðan í miðbænum er í far-
vatninu uppbygging á um 200-250
íbúðum,“ segir Haraldur Sverris-
son, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, um
þann vöxt sem er í sveitarfélaginu
um þessar mundir.
Kaupstaðurinn heldur upp á 30
ára afmæli sitt á morgun, 9. ágúst,
þar sem forseti Íslands, Guðni Th.
Jóhannesson, mun koma í heimsókn.
Haldið verður upp á afmælið fram að
bæjarhátíðinni Í túninu heima síð-
ustu helgina í ágúst.
Íbúar Mosfellsbæjar urðu 10 þús-
und í júní sl. en íbúum bæjarins hef-
ur fjölgað nokkuð hratt undanfarin
ár. „Við gerum ráð fyrir því í aðal-
skipulagi okkar að hér fjölgi um 3% á
ári að meðaltali. Það þýðir fjölgun
um 300-400 íbúa á ári, eins og fjöld-
inn er núna,“ segir Haraldur. »6
500-600 íbúðir að
klárast í Mosfellsbæ